Bernanke: Ég skil mótmælin vel 2. nóvember 2011 23:53 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist í dag um margt skilja vel þá reiði og gremju sem endurspeglaðist ekki síst í Wall Street-mótmælunum (Occupy Wall Street). Þau hafa haft víðtæk áhrif um allan heim, en þó hvergi eins mikil og í Bandaríkjunum. Stuðningur við þau mælist mikill í könnunum þar í landi, þvert á pólitískar línur. „Ég næ þessu og er sammála því að það er óviðunandi hvernig staða efnahagsmála er,“ sagði Bernanke þegar blaðamaður LA Times spurði hann út í fyrrnefnd mótmæli á blaðamannafundi í dag, og þá ekki síst það að mótmælin beindust meðal annars að seðlabankanum. Bernanke sagði atvinnuleysi vera alltof mikið í Bandaríkjunum og að staðan væri almennt óviðunandi. Hann sagði þó að það væri hans mat að gagnrýnin á seðlabankann væri ekki að öllu leyti sanngjörn. Einkum þegar kæmi að aðgerðum sem bankinn greip til haustið 2008 og á árinu 2009. „Við gripum til aðgerða sem algjörlega nauðsynlegt var að grípa til,“ sagði Bernanke. Hann sagði að afleiðingarnar af því ef seðlabankinn hefði ekki dælt fé inn á markaði og gripið til annarra margvíslegra aðgerða, hefðu getað orðið skelfilegar. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist í dag um margt skilja vel þá reiði og gremju sem endurspeglaðist ekki síst í Wall Street-mótmælunum (Occupy Wall Street). Þau hafa haft víðtæk áhrif um allan heim, en þó hvergi eins mikil og í Bandaríkjunum. Stuðningur við þau mælist mikill í könnunum þar í landi, þvert á pólitískar línur. „Ég næ þessu og er sammála því að það er óviðunandi hvernig staða efnahagsmála er,“ sagði Bernanke þegar blaðamaður LA Times spurði hann út í fyrrnefnd mótmæli á blaðamannafundi í dag, og þá ekki síst það að mótmælin beindust meðal annars að seðlabankanum. Bernanke sagði atvinnuleysi vera alltof mikið í Bandaríkjunum og að staðan væri almennt óviðunandi. Hann sagði þó að það væri hans mat að gagnrýnin á seðlabankann væri ekki að öllu leyti sanngjörn. Einkum þegar kæmi að aðgerðum sem bankinn greip til haustið 2008 og á árinu 2009. „Við gripum til aðgerða sem algjörlega nauðsynlegt var að grípa til,“ sagði Bernanke. Hann sagði að afleiðingarnar af því ef seðlabankinn hefði ekki dælt fé inn á markaði og gripið til annarra margvíslegra aðgerða, hefðu getað orðið skelfilegar.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent