Viðskipti erlent

Enn hækkar verð á gulli

Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka og var í morgun komið í tæpa 1.605 dollara á únsuna. Verðið fór yfir 1.600 dollara í fyrsta sinn í sögunni í gærdag.

Viðskipti erlent

Merkel útilokar ekki skuldaafskriftir

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir nú allt reynt til að koma í veg fyrir að fella þurfi niður eitthvað af skuldum gríska ríkisins. Hún útilokar þó ekki lengur að til þess þurfi að koma. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að standa stíf á því að Grikkir þurfi að greiða allar skuldirnar, en segir nú kannað hvort einhverjir lánardrottnar Grikkja bjóðist til að fella niður eitthvað af skuldum þeirra. Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, segir að Merkel sé með einstrengingslegri afstöðu sinni að eyðileggja það Evrópusamstarf, sem hann barðist alla tíð fyrir.

Viðskipti erlent

Harry Potter sló met og halaði inn 20 milljörðum

Síðasta myndin um galdrastrákinn Harry Potter sló öll met í miðasölu um helgina en talið er að hún hafi halað inn 168 milljónir bandaríkjadollara, eða tæplega 20 milljarðra íslenskra króna. Það er það lang mesta sem hefur komið í kassann á frumsýningarhelgi bíómyndar en fyrir helgina var Batmanmyndin Dark Knight í fyrsta sæti með 158 milljónir dollara.

Viðskipti erlent

Miðar á Harry Potter seldir fyrir milljarða

Nýja myndin um Harry Potter þénaði metfé fyrsta daginn sem hún var sýnd í amerískum kvikmyndahúsum. Dreifingafyrirtækið Warner Bros segir að kvikmyndin hafi halað inn 92 milljónum bandaríkjadala, tæpum 11 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 20 milljónum dölum, eða 2,3 milljörðum, meira en The Twilight Saga: New Moon halaði inn fyrir tveimur árum.

Viðskipti erlent

Álagsprófið sýnir 13.000 milljarða gat

Álagspróf fjármálaeftirlits Evrópu á 90 banka innan ESB sýnir 80 milljarða evra eða rúmlega 13.000 milljarða kr. gat í bókhaldi þeirra. Ef réttar forsendur hefðu verið notaðar í prófinu hefðu 25 topp bankar í Evrópu fallið á því auk þeirra 8 sem náðu ekki prófinu.

Viðskipti erlent

Átta bankar féllu á álagsprófi

Fjármálaeftirlit Evrópusambandsins segir að átta af 91 banka hafi fallið á álagsprófi, sem var gert til að komast að því hvernig þeim myndi reiða af í nýrri kreppu. Sextán bankar að auki rétt skriðu í gegnum prófið.

Viðskipti erlent

Deilur harðna um skuldaþak

Aukin harka hefur færst í deilur bandarískra þingmanna um skuldaþak bandaríska ríkisins. Fokreiðir þingmenn hafa gagnrýnt bæði hver annan og Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Viðskipti erlent

Skuldaskrímslið étur framtíð okkar

„Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær.

Viðskipti erlent

Hagnaður jókst hjá JPMorgan

Hagnaður JPMorgan Chase bankans á öðrum ársfjórðungi ársins nam rúmum 5,4 milljörðum dollara eða um 630 milljarða kr. Þetta er töluvert yfir væntingum sérfræðinga og verulega betri árangur m.v. sama tímabil í fyrra þegar hagnaðurinn nam 4,8 milljörðum dollara.

Viðskipti erlent

Skuldabréfaútboð Ítalíu betra en óttast var

Fyrsta alvarlega prófraunin á sýn fjárfesta á skuldakreppu Ítalíu gekk betur en óttast var. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir skuldabréfaútgáfu í dag upp á 4,5 milljarða evra eða tæplega 750 milljarða kr. en um 5 og 15 ára bréf var að ræða. Vextirnir á 15 ára bréfunum reyndust 5,9% en á 5 ára bréfunum urðu þeir 4,93%.

Viðskipti erlent

Eigandi Kauphallarinnar í sigtinu í Svíþjóð

Samkeppniseftirlitið í Svíþjóð er nú með Nasdag OMX, eiganda kauphalla á Norðurlöndum og þar á meðal á Íslandi, til rannsóknar vegna meints brots á samkeppnislöggjöf landsins. Nasdag OMX er sakað um að hafa meinað samkeppnisaðila aðgangi að viðskiptakerfi í sinni eigu.

Viðskipti erlent

Moody´s íhugar að lækka lánshæfi Bandaríkjanna

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett AAA lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á athugunarlista með neikvæðum horfum. Líklega mun Moody´s lækka þessa einkunn ef þingmenn á Bandaríkjaþingi komast ekki að samkomulagi við Barack Obama forseta um að hækka skuldaþak hins opinbera í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

AGS vill mikinn niðurskurð á Ítalíu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill að Ítalía ráðist í veigamiklar niðurskurðaráætlanir til að draga úr skuldum ríkissjóðs landsins. Óttast er að Ítalía verði næsta land á evrusvæðinu sem lendi í miklum vandræðum vegna skulda sinna.

Viðskipti erlent

Cameron segir Murdoch að gleyma BSkyB

David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir að fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch eigi að hætt að hugsa um yfirtökuna á breska sjónvarpsrisanum BSkyB. Í staðinn eigi Murdoch að einbeita sér að hneykslismálinu sem skekur nú fjölmiðlaveldi hans.

Viðskipti erlent