Viðskipti erlent

Lausn launadeilu hækkar verð á kjúklingavængjum

Í dag, föstudag, er þjóðlegi kjúklingavængjadagurinn í Bandaríkjunum og það er tilefni til fagnaðar. Allar líkur eru á að langvinnri launadeilu leikmanna og eigenda liða í NFL deildinni (Bandarískum fótbolta) sé að ljúka og að lausn hafi fundist. Þetta hefur leitt til nokkurra verðhækkana á kjúklingavængjum í landinu.

Viðskipti erlent

Statoil skilaði 1.300 milljarða hagnaði

Norska olíufélagið Statoil skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðung sem önnur norsk félög geta aðeins dreymt um. Hagnaðurinn nam 61 milljarði norskra kr. eða um 1.300 milljörðum kr. Þetta er aukning um 26,6 milljarða norskra kr. frá sama tímabili í fyrra.

Viðskipti erlent

Risavaxinn hagnaður hjá Shell

Risavaxinn hagnaður varð af rekstri hollenska olíufélagsins Shell á öðrum ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 8 milljörðum dollara eða yfir 900 milljörðum kr. sem er 77% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Viðskipti erlent

Álverðið heldur áfram að hækka

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á áli þessa dagana. Álverðið er komið í 2.638 dollara á tonnið á málmmarkaðinum í London og hefur hækkað um tæplega 140 dollara frá því í síðustu viku.

Viðskipti erlent

Viðsnúningur í rekstri BP

Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri breska olíufélagsins BP. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi ársins nam 5,6 milljörðum dollara eða rúmlega 600 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Verð á gulli hækkar enn og nær nýjum methæðum

Skuldavandræði Bandaríkjanna urðu meðal annars til þess að verð á gulli náði nýjum methæðum þegar markaðir í Austurlöndum opnuðu í dag. Verðið á únsunni stökk upp um 20 dollara á skammri stundu og nemur nú andvirði rúmlega 187 þúsund króna.

Viðskipti erlent

Gott uppgjör hjá McDonalds

Bandaríska hamborgarakeðjan McDonalds skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi ársins. Salan jókst um 15% miðað við sama tímabil í fyrra og hagnaðurinn jókst um nær 10%.

Viðskipti erlent