Tölur á mörkuðum lækkuðu í morgun 12. september 2011 12:04 mynd úr safni Hlutabréfavísitölur um allan heim lækkuðu þegar markaðir opnuðu eftir helgina, en fjárfestar hafa þungar áhyggjur af skuldastöðu Grikklands og annarra evruríkja. Enska FTSE vísitalan féll um tvö og hálft prósent í morgun, franska úrvalsvísitalan um heil fimm prósent og þýska Dax vísitalan um þrjú og hálft, en lækkunin hefur að örlitlu leyti gengið til baka þegar leið á morguninn. Lækkunin kemur í kjölfar rauðra talna á mörkuðum hinumegin á hnettinum í Asíu og Eyjaálfu fyrr í nótt. Það voru einkum hlutabréf banka sem féllu í verði, en stærstu bankar Frakklands og Þýskalands horfðu upp á blóðbað þegar bréf þeirra féllu um átta til tíu prósent við opnun markaða í morgun. Stærsta ástæðan fyrir þessu snarpa verðfalli eru þungar áhyggjur fjárfesta af því að greiðslufall verði á skuldum Gríska ríkisins, og að skuldastaða Ítala hafi versnað, að því er Breska ríkisútvarpið greinir frá. Viðskiptaráðherra þjóðverja fullyrti til að mynda að ekki væri hægt að útiloka möguleikann á að Grikkir stæðu ekki við skuldbindingar sínar, en aðalritari ríkisstjórnarflokksins frjálsra femókrata í Þýskalandi ljáði í dag máls á því að Grikkir þyrftu að yfirgefa myntsamstarf evruríkjanna. Evran hefur einnig veikst gagnvart stærstu gjaldmiðlum heims vegna þessa og hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í tíu ár. Ávöxtunarkrafan á þýsk ríkisskuldabréf hefur hins vegar lækkað og er í sögulegu lágmarki, því fjárfestar líta á bréfin sem örugga fjárfestingu og leita því í þau þegar hætta steðjar að á mörkuðum. Þessi þróun fylgir á eftir rauðum tölum fyrir helgi, en það var afsögn aðalhagfræðings evrópska seðlabankans sem kom óróa af stað þá. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ozempic-risinn hrynur í verði og tilnefnir nýjan forstjóra Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréfavísitölur um allan heim lækkuðu þegar markaðir opnuðu eftir helgina, en fjárfestar hafa þungar áhyggjur af skuldastöðu Grikklands og annarra evruríkja. Enska FTSE vísitalan féll um tvö og hálft prósent í morgun, franska úrvalsvísitalan um heil fimm prósent og þýska Dax vísitalan um þrjú og hálft, en lækkunin hefur að örlitlu leyti gengið til baka þegar leið á morguninn. Lækkunin kemur í kjölfar rauðra talna á mörkuðum hinumegin á hnettinum í Asíu og Eyjaálfu fyrr í nótt. Það voru einkum hlutabréf banka sem féllu í verði, en stærstu bankar Frakklands og Þýskalands horfðu upp á blóðbað þegar bréf þeirra féllu um átta til tíu prósent við opnun markaða í morgun. Stærsta ástæðan fyrir þessu snarpa verðfalli eru þungar áhyggjur fjárfesta af því að greiðslufall verði á skuldum Gríska ríkisins, og að skuldastaða Ítala hafi versnað, að því er Breska ríkisútvarpið greinir frá. Viðskiptaráðherra þjóðverja fullyrti til að mynda að ekki væri hægt að útiloka möguleikann á að Grikkir stæðu ekki við skuldbindingar sínar, en aðalritari ríkisstjórnarflokksins frjálsra femókrata í Þýskalandi ljáði í dag máls á því að Grikkir þyrftu að yfirgefa myntsamstarf evruríkjanna. Evran hefur einnig veikst gagnvart stærstu gjaldmiðlum heims vegna þessa og hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í tíu ár. Ávöxtunarkrafan á þýsk ríkisskuldabréf hefur hins vegar lækkað og er í sögulegu lágmarki, því fjárfestar líta á bréfin sem örugga fjárfestingu og leita því í þau þegar hætta steðjar að á mörkuðum. Þessi þróun fylgir á eftir rauðum tölum fyrir helgi, en það var afsögn aðalhagfræðings evrópska seðlabankans sem kom óróa af stað þá.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ozempic-risinn hrynur í verði og tilnefnir nýjan forstjóra Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira