Viðskipti erlent

RBS ætlar að verjast með kjafti og klóm

Jón Hákon Halldórsson skrifar
RBS mun verjast ásökunum bandarískra stjórnvalda.
RBS mun verjast ásökunum bandarískra stjórnvalda. Mynd/ AFP.
The Royal Bank of Scotland ætlar að verjast ásökunum bandarískra stjórnvalda um blekkingar með öllum tiltækum ráðum. Bankinn er, ásamt 16 öðrum bönkum, sakaður um að hafa ofmetið gæði fasteignalánasafna sinna. Auk RBS er um að ræða banka á borð við Barclays og HSBC. Bandarísk húsnæðismálayfirvöld segja að vegna blekkinga bankanna við mat á lánasöfnum sínum hafi bandarískir skattgreiðendur þurft að reiða fram milljarða króna til að bjarga bönkunum frá falli þegar fjármálakreppan skall á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×