Viðskipti erlent

Olíuverðið ekki hærra í þrjátíu mánuði

Hlutabréf féllu í verði um allan heim í dag og óöldin í Líbíu varð til þess að hækka verð á hráolíu í hæstu hæðir. Það hefur ekki veið hærra í 30 mánuði. Fjárfestar óttast nú að óróinn í miðausturlöndum breiðist til annara olíuframleiðsluríkja og að hann geti haft áhrif á hagvöxt um heim allan.

Viðskipti erlent

Ekkert lát á verðhækkunum á olíu

Ekkert lát er á verðhækkunum á olíu vegna ástandsins í Líbýu. Tunnan af Brent olíunni er komin yfir 107 dollara en hún fór yfir 108 dollara um tíma í gærdag. Hefur heimsmarkaðsverð á olíu nú ekki verið hærra undanfarin tvö og hálft ár.

Viðskipti erlent

Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH

Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum.

Viðskipti erlent

Dularfull DSB lest var gjöf til Gaddafi

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sennilega sent danska IC4 járnbrautarlest sem gjöf til Gaddafi leiðtoga Líbýu. Það er ítalska félagið Ansaldobreda sem sérsmíðar þessar lestar fyrir danska lestarfélagið DSB.

Viðskipti erlent

The Economist: Þýska undrið

Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi“ og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder.

Viðskipti erlent

Sjö látnir víkja í fyrra

Fjármálaeftirlit Danmerkur krafðist þess sjö sinnum á síðasta ári að yfirmanni í fjármálageiranum yrði vikið úr starfi, að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Þrír í þessum hópi voru bankastjórar og hafa nú allir horfið til annarra starfa, eftir því sem Berlingske hefur eftir Fjármálaeftirlitinu ytra. Eftirlitið fékk í júlíbyrjun í fyrra auknar heimildir til að knýja á um breytingar hjá fjármálafyrirtækjum í tilvikum þar sem vafi lék á hæfi stjórnenda.

Viðskipti erlent

Moody´s setur lánshæfi FIH bankans í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka.

Viðskipti erlent

Usmanov orðinn þriðji auðugasti Rússinn

Alisher Usmanov, fyrrum viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn í þriðja sætið yfir auðugustu Rússana. Þetta kemur fram í tímaritinu Finans sem birt hefur nýjan lista yfir auðugustu menn Rússlands. Athygli vekur að Roman Abramovich er ekki lengur í einu af þremur toppsætunum.

Viðskipti erlent

Magma tapaði milljarði á öðrum ársfjórðungi

Magma Energy skilaði tapi upp á 9,1 milljón dollara eða ríflega milljarði kr. eftir skatta og afskriftir á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi reikningsárs félagsins en fjórðungnum lauk um áramótin. Þetta er töluvert verri niðurstaða en á sama tímabili árið áður þegar tapið nam 5,2 milljónum dollara.

Viðskipti erlent

Flótti Mubaraks olli verðlækkunum á olíu

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra undanfarnar tíu vikur. Verð á WTI olíunni í New York er komið niður í 85,6 dollara á tunnuna og hefur ekki verið lægra síðan 10. nóvember. Ástæðan fyrir þessu er flótti Hosni Mubarak forseta Egyptalands úr embætti sínu fyrir helgina.

Viðskipti erlent

Ofurútgáfa af Range Rover kostar 50 milljónir

Range Rover verksmiðjurnar munu í næsta mánuði kynna nýja útgáfu jeppans sem ber heitið Range Rover Autobiography Ultimate Edition. Þessi ofurútgáfa af jeppanum verður aðeins smíðuð í 500 klæðskerasaumuðum eintökum og reikna má með að kominn götuna á Íslandi kosti gripurinn yfir 50 milljónir kr.

Viðskipti erlent