Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hrapa eftir örstuttan viðsnúning snemma í morgun. Það sem af er degi hefur Brentolían lækkað um 3,7% og stendur í tæpum 107 dollurum á tunnuna. Bandaríska léttolían hefur lækkað um 3,3% og er komin niður í 96,50 dollara á tunnuna.

Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni en fyrrgreind verð eru miðuð við rafræn viðskipti með framvirka samninga. Þessar lækkanir bætast við 10% verðfall í gærkvöldi og hefur olían ekki lækkað jafnmikið á einni viku síðan í desember árið 2008.

Reiknað er með að olíuverðið haldi áfram að lækka í dag eftir að nýjar tölur um birgðastöðuna í Bandaríkjunum verða gerðar opinberar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×