Viðskipti erlent Straumur seldi rekstur Magasin en heldur fasteignunum Solstra Holding seldi Debenhams aðeins reksturinn í Magasin du Nord en heldur áfram fasteignum verslunarinnar. Þar að auki fylgdi með í kaupum Debenhams 25 ára leigusamningur á fasteignunum sem hýsa Magasin du Nord. Viðskipti erlent 12.11.2009 13:24 Forstjóri Magasin mjög ánægður með kaup Debenhams Jón Björnsson forstjóri Magasin du Nord er mjög ánægður með kaup bresku verslunarkeðjunnar Debenhams á dönsku stórversluninni. „Það er óskastaða fyrir Magasin að vera nú komið í eigu verslunarmanna," segir Jón í samtali við börsen.dk. Viðskipti erlent 12.11.2009 10:02 Actacvis býður rúma 372 milljarða í Ratiopharm Samkvæmt frétt á Reuters er Actavis í hópi tíu fyrirtækja/fjárfesta sem gert hafa tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Tilboðin liggja á bilinu 2 til 2,5 milljarðar evra eða 372 til 465 milljarða kr. Viðskipti erlent 12.11.2009 09:01 Debenhams kaupir Magasin du Nord á 2,5 milljarða Breska verslunarkeðjan Debenhams hefur fest kaup á dönsku stórversluninni Magasin du Nord. Kaupverðið er 12,3 milljónir punda eða um 2,5 milljarðar kr. Viðskipti erlent 12.11.2009 08:40 Kolaport fyrir milljarðamæringa á netinu Milljarðamæringar hafa nú fengið sinn eigin útimarkað eða kolaport á netinu. Síðan heitir billionaireXchange.com og þar getur maður m.a. skipta á villunni sinni í Beverly Hills fyrir víngarð í Frakklandi. Viðskipti erlent 11.11.2009 15:05 Intermarket semur við Rothschild vegna kaupa á West Ham Fjármálafyrirtækið Intermarket, sem staðsett er í London, segir að það hafi nægilegt fjármagn til þess að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham. David Byrne forstjóri Intermarket segir í samtali við blaðið Telegraph að fyrirtækið hafi gert samning við Rothschild bankann sem sýni getu þeirra til að kaupa liðið. Viðskipti erlent 11.11.2009 13:42 Nordea: Flensan gæti kostað Dani 225 milljarða Helge J. Petersen aðalhagfræðingur Nordea bankans hefur reiknað það út að flensufaraldurinn sem herjar á Danmörku gæti kostað þjóðarbúið 9 milljarða danskra kr. eða um 225 milljarða kr. Viðskipti erlent 11.11.2009 13:15 Pólland selur Spáni loftslagskvóta fyrir 4,7 milljarða Pólland hefur selt Spáni hluta af loftslagskvóta sínum fyrir 25 milljónir evra eða um 4,7 milljarða kr. Skrifað var undir samkomulag þessa efnis nú í vikunni. Viðskipti erlent 11.11.2009 09:12 Bókhaldshneyksli hjá Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar Stjórn Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar, Copenhagen Business School, glímir nú við töluvert bókhaldshneyksli sem fyrrum rektor skólans lét eftirmanni sínum í té er hann lét af störfum í ágúst s.l. Viðskipti erlent 11.11.2009 08:46 Landic Property VII tekið til gjaldþrotaskipta Landic Property VII, eitt af dótturfélögum Landic Property á Norðurlöndunum hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Tilkynning um gjaldþrotaskiptin barst kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Viðskipti erlent 10.11.2009 14:38 Olíubirgðir heimsins klárast fyrr en áður var talið Olíubirgðir heimsins eru mun nær því að klárast en viðurkennt hefur verið. Þetta er fullyrt í breska dagblaðinu Guardian í dag, þar sem einnig kemur fram að hámarki olíuframleiðslu í heiminum sé þegar náð. Viðskipti erlent 10.11.2009 12:23 Boeing þota Donalds Trump er til sölu Boeing 727 einkaþota auðkýfingsins Donalds Trump er til sölu. Þotan er einkum þekkt fyrir að vera merkt Trump í risavöxnum stöfum á hliðinni, stöfum sem munu vera úr blaðgulli. Viðskipti erlent 10.11.2009 11:00 Hagnaður norska olíusjóðsins 70% af landsframleiðslu Noregs Norski olíusjóðurinn skilaði mesta hagnaði sínum í sögunni á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Alls nam hagnaðurinn 325 milljörðum norskra kr. eða um 7.200 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að upphæðin nemur 70% af landsframleiðslu Noregs í ár. Viðskipti erlent 10.11.2009 10:11 Búðahnupl miðstéttarfólks vaxandi vandamál í Bretlandi Búðahnupl hefur aldrei mælst meira í Bretlandi og það er miðstéttarfólk sem stendur fyrir aukningunni. Það fer út í þessa glæpi til að reyna að halda í fyrrum lífstíl sinn. Viðskipti erlent 10.11.2009 09:41 FIH meðal þeirra sem tryggja hlutafjárútboð Sjælsö Gruppen FIH bankinn er meðal þeirra banka sem sölutryggja hlutafjárútboð hjá Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélagi Danmerkur. Straumur á hlut í Sjælsö gegnum eignarhaldsfélagið SG Nord Holding. Viðskipti erlent 10.11.2009 09:16 Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur er nú framundan en hún er auglýst á átta heilsíðum í viðskiptablaðinu Börsen. Um er að ræða 310 íbúðir í Ringsted en íbúðirnar eru hluti af þrotabúi Stones Invest. Meðal kröfuhafa í þrotabúið er Landic Property. Viðskipti erlent 10.11.2009 08:29 Fyrrum lögmaður SEC lék forstjóra íslensks vogunarsjóðs Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. Viðskipti erlent 10.11.2009 08:10 Þýskaland hnyklar útflutningsvöðvana Útflutningur frá Þýskalandi jókst um 3,8% milli mánaðana ágúst og september í ár. Þetta er mun meiri aukning en sérfræðingar áttu von á og eru tölurnar túlkaðar sem ný teikn um aukinn vöxt í stærsta hagkerfi Evrópu. Viðskipti erlent 9.11.2009 15:21 AGS íhugar tryggingargjald á banka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Viðskipti erlent 9.11.2009 13:45 Buffett hagnast meir en Goldman Sachs Ofurfjárfestirinn Warren Buffett hafði ástæðu til að brosa út að eyrum um helgina en fjárfestingafélag hans, Bershire Hathaway, hagnaðist um 3,24 milljarða dollara, eða rúma 400 milljarða kr., á þriðja ársfjórðung. Er þetta meiri hagnaður en hjá Goldman Sachs. Viðskipti erlent 9.11.2009 13:16 Fleiri kvennforstjórar í Mongólíu en í Danmörku Aðeins tíundi hver forstjóri í toppstöðum í Danmörku er kona og það hlutfall er minna en gengur og gerist í Mongólíu. Töluverð umræða hefur spunnist um þetta í dönskum fjölmiðlum enda telja Danir sig vera í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Viðskipti erlent 9.11.2009 10:34 Fellibyljatímabilið hafið, olíuverð hækkar á ný Fellibyljatímabilið er nú hafið í Karabíska hafinu og hefur það leitt til þess að heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir að hafa tekið töluverða dýfu í lok síðustu viku. Það er einkum fellibylurinn Ida sem nú hefur náð inn á Mexíkóflóann sem veldur þessum hækkunum. Viðskipti erlent 9.11.2009 10:18 Tívólí skiptir út Carlsberg fyrir Royal Unibrew Hið sögufræga Tívolí í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að skipta út drykkjarvörum frá Carlsberg og taka inn Royal Unibrew í staðinn. Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti hluthafinn í Royal Unibrew og saman eiga Stoðir og Straumur rúmlega 20% hlut í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Viðskipti erlent 9.11.2009 09:57 Fær 10 milljónir á ári fyrir að klæðast stuttermabolum Netið hefur opnað ýmsa nýstárlega möguleika fyrir marga til að græða peninga. Þeirra á meðal er Jason Sadler sem fær 85.000 dollara eða rúmlega 10 milljónir kr. á ári fyrir það eitt að klæðast stuttermabolum með ýmsum auglýsingum á. Viðskipti erlent 9.11.2009 09:00 Fimm bandarískir bankar gjaldþrota um helgina Fimm bandarískir bankar urðu gjaldþrota um helgina og er fjöldi gjaldþrota banka í Bandaríkjunum á þessu ári því orðinn 120. Viðskipti erlent 9.11.2009 08:49 Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir miður að batamerki í bandarísku efnahagslífi ætli að láta á sér standa. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 10,2% en það hefur ekki verið meira í rúman aldarfjórðung. Viðskipti erlent 8.11.2009 07:45 Fjöldauppsagnir hjá British Airways Breska flugfélagið British Airways ætlar að segja upp tæplega 4900 starfsmönnum sínum en það samsvarar um 12% starfsmanna fyrirtækisins. Frá þessu er grein í breskum fjölmiðlum í dag og er ástæðan sögð vera slæmur fjárhagur og tap á rekstri fyrirtækisins. Viðskipti erlent 7.11.2009 15:25 Íslenski hluturinn í Royal Unibrew skapar óvssu Íslenski eignarhluturinn í Royal Unibrew skapar óvissu hvað varðar fyrirhugaða hlutafjáraukningu í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Hluturinn er nú í höndum Stoða og Straums og er upp á um 20%. Óvissan er um hvar þetta eignarhald endar að lokum. Viðskipti erlent 6.11.2009 13:38 Fjárfestar tapa milljörðum á þorskeldi í Noregi Fjárfestar hafa tapað 100 milljónum norskra kr. eða um 2.2 milljörðum kr. á þorskeldisstöðinni Branco í Noregi. Gjaldþrotaskipti á Branco eru til meðferðar hjá þingréttinum í Sunnmöre en stöðin varð gjaldþrota eftir níu ára rekstur. Viðskipti erlent 6.11.2009 10:46 Danskur fasteignarisi í vanda, FIH meðal lánadrottna Framtíð Essex Invest, næststærsta fasteignafélags Danmerkur er nú óljós. Stærstu lánadrottnar félagsins eru FIH bankinn og Danske Bank en fjöldi annarra lánastofnana, danskra og erlendra hefur einnig lánað félaginu. Viðskipti erlent 6.11.2009 10:19 « ‹ 283 284 285 286 287 288 289 290 291 … 334 ›
Straumur seldi rekstur Magasin en heldur fasteignunum Solstra Holding seldi Debenhams aðeins reksturinn í Magasin du Nord en heldur áfram fasteignum verslunarinnar. Þar að auki fylgdi með í kaupum Debenhams 25 ára leigusamningur á fasteignunum sem hýsa Magasin du Nord. Viðskipti erlent 12.11.2009 13:24
Forstjóri Magasin mjög ánægður með kaup Debenhams Jón Björnsson forstjóri Magasin du Nord er mjög ánægður með kaup bresku verslunarkeðjunnar Debenhams á dönsku stórversluninni. „Það er óskastaða fyrir Magasin að vera nú komið í eigu verslunarmanna," segir Jón í samtali við börsen.dk. Viðskipti erlent 12.11.2009 10:02
Actacvis býður rúma 372 milljarða í Ratiopharm Samkvæmt frétt á Reuters er Actavis í hópi tíu fyrirtækja/fjárfesta sem gert hafa tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Tilboðin liggja á bilinu 2 til 2,5 milljarðar evra eða 372 til 465 milljarða kr. Viðskipti erlent 12.11.2009 09:01
Debenhams kaupir Magasin du Nord á 2,5 milljarða Breska verslunarkeðjan Debenhams hefur fest kaup á dönsku stórversluninni Magasin du Nord. Kaupverðið er 12,3 milljónir punda eða um 2,5 milljarðar kr. Viðskipti erlent 12.11.2009 08:40
Kolaport fyrir milljarðamæringa á netinu Milljarðamæringar hafa nú fengið sinn eigin útimarkað eða kolaport á netinu. Síðan heitir billionaireXchange.com og þar getur maður m.a. skipta á villunni sinni í Beverly Hills fyrir víngarð í Frakklandi. Viðskipti erlent 11.11.2009 15:05
Intermarket semur við Rothschild vegna kaupa á West Ham Fjármálafyrirtækið Intermarket, sem staðsett er í London, segir að það hafi nægilegt fjármagn til þess að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham. David Byrne forstjóri Intermarket segir í samtali við blaðið Telegraph að fyrirtækið hafi gert samning við Rothschild bankann sem sýni getu þeirra til að kaupa liðið. Viðskipti erlent 11.11.2009 13:42
Nordea: Flensan gæti kostað Dani 225 milljarða Helge J. Petersen aðalhagfræðingur Nordea bankans hefur reiknað það út að flensufaraldurinn sem herjar á Danmörku gæti kostað þjóðarbúið 9 milljarða danskra kr. eða um 225 milljarða kr. Viðskipti erlent 11.11.2009 13:15
Pólland selur Spáni loftslagskvóta fyrir 4,7 milljarða Pólland hefur selt Spáni hluta af loftslagskvóta sínum fyrir 25 milljónir evra eða um 4,7 milljarða kr. Skrifað var undir samkomulag þessa efnis nú í vikunni. Viðskipti erlent 11.11.2009 09:12
Bókhaldshneyksli hjá Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar Stjórn Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar, Copenhagen Business School, glímir nú við töluvert bókhaldshneyksli sem fyrrum rektor skólans lét eftirmanni sínum í té er hann lét af störfum í ágúst s.l. Viðskipti erlent 11.11.2009 08:46
Landic Property VII tekið til gjaldþrotaskipta Landic Property VII, eitt af dótturfélögum Landic Property á Norðurlöndunum hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Tilkynning um gjaldþrotaskiptin barst kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Viðskipti erlent 10.11.2009 14:38
Olíubirgðir heimsins klárast fyrr en áður var talið Olíubirgðir heimsins eru mun nær því að klárast en viðurkennt hefur verið. Þetta er fullyrt í breska dagblaðinu Guardian í dag, þar sem einnig kemur fram að hámarki olíuframleiðslu í heiminum sé þegar náð. Viðskipti erlent 10.11.2009 12:23
Boeing þota Donalds Trump er til sölu Boeing 727 einkaþota auðkýfingsins Donalds Trump er til sölu. Þotan er einkum þekkt fyrir að vera merkt Trump í risavöxnum stöfum á hliðinni, stöfum sem munu vera úr blaðgulli. Viðskipti erlent 10.11.2009 11:00
Hagnaður norska olíusjóðsins 70% af landsframleiðslu Noregs Norski olíusjóðurinn skilaði mesta hagnaði sínum í sögunni á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Alls nam hagnaðurinn 325 milljörðum norskra kr. eða um 7.200 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að upphæðin nemur 70% af landsframleiðslu Noregs í ár. Viðskipti erlent 10.11.2009 10:11
Búðahnupl miðstéttarfólks vaxandi vandamál í Bretlandi Búðahnupl hefur aldrei mælst meira í Bretlandi og það er miðstéttarfólk sem stendur fyrir aukningunni. Það fer út í þessa glæpi til að reyna að halda í fyrrum lífstíl sinn. Viðskipti erlent 10.11.2009 09:41
FIH meðal þeirra sem tryggja hlutafjárútboð Sjælsö Gruppen FIH bankinn er meðal þeirra banka sem sölutryggja hlutafjárútboð hjá Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélagi Danmerkur. Straumur á hlut í Sjælsö gegnum eignarhaldsfélagið SG Nord Holding. Viðskipti erlent 10.11.2009 09:16
Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur er nú framundan en hún er auglýst á átta heilsíðum í viðskiptablaðinu Börsen. Um er að ræða 310 íbúðir í Ringsted en íbúðirnar eru hluti af þrotabúi Stones Invest. Meðal kröfuhafa í þrotabúið er Landic Property. Viðskipti erlent 10.11.2009 08:29
Fyrrum lögmaður SEC lék forstjóra íslensks vogunarsjóðs Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. Viðskipti erlent 10.11.2009 08:10
Þýskaland hnyklar útflutningsvöðvana Útflutningur frá Þýskalandi jókst um 3,8% milli mánaðana ágúst og september í ár. Þetta er mun meiri aukning en sérfræðingar áttu von á og eru tölurnar túlkaðar sem ný teikn um aukinn vöxt í stærsta hagkerfi Evrópu. Viðskipti erlent 9.11.2009 15:21
AGS íhugar tryggingargjald á banka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Viðskipti erlent 9.11.2009 13:45
Buffett hagnast meir en Goldman Sachs Ofurfjárfestirinn Warren Buffett hafði ástæðu til að brosa út að eyrum um helgina en fjárfestingafélag hans, Bershire Hathaway, hagnaðist um 3,24 milljarða dollara, eða rúma 400 milljarða kr., á þriðja ársfjórðung. Er þetta meiri hagnaður en hjá Goldman Sachs. Viðskipti erlent 9.11.2009 13:16
Fleiri kvennforstjórar í Mongólíu en í Danmörku Aðeins tíundi hver forstjóri í toppstöðum í Danmörku er kona og það hlutfall er minna en gengur og gerist í Mongólíu. Töluverð umræða hefur spunnist um þetta í dönskum fjölmiðlum enda telja Danir sig vera í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Viðskipti erlent 9.11.2009 10:34
Fellibyljatímabilið hafið, olíuverð hækkar á ný Fellibyljatímabilið er nú hafið í Karabíska hafinu og hefur það leitt til þess að heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir að hafa tekið töluverða dýfu í lok síðustu viku. Það er einkum fellibylurinn Ida sem nú hefur náð inn á Mexíkóflóann sem veldur þessum hækkunum. Viðskipti erlent 9.11.2009 10:18
Tívólí skiptir út Carlsberg fyrir Royal Unibrew Hið sögufræga Tívolí í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að skipta út drykkjarvörum frá Carlsberg og taka inn Royal Unibrew í staðinn. Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti hluthafinn í Royal Unibrew og saman eiga Stoðir og Straumur rúmlega 20% hlut í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Viðskipti erlent 9.11.2009 09:57
Fær 10 milljónir á ári fyrir að klæðast stuttermabolum Netið hefur opnað ýmsa nýstárlega möguleika fyrir marga til að græða peninga. Þeirra á meðal er Jason Sadler sem fær 85.000 dollara eða rúmlega 10 milljónir kr. á ári fyrir það eitt að klæðast stuttermabolum með ýmsum auglýsingum á. Viðskipti erlent 9.11.2009 09:00
Fimm bandarískir bankar gjaldþrota um helgina Fimm bandarískir bankar urðu gjaldþrota um helgina og er fjöldi gjaldþrota banka í Bandaríkjunum á þessu ári því orðinn 120. Viðskipti erlent 9.11.2009 08:49
Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir miður að batamerki í bandarísku efnahagslífi ætli að láta á sér standa. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 10,2% en það hefur ekki verið meira í rúman aldarfjórðung. Viðskipti erlent 8.11.2009 07:45
Fjöldauppsagnir hjá British Airways Breska flugfélagið British Airways ætlar að segja upp tæplega 4900 starfsmönnum sínum en það samsvarar um 12% starfsmanna fyrirtækisins. Frá þessu er grein í breskum fjölmiðlum í dag og er ástæðan sögð vera slæmur fjárhagur og tap á rekstri fyrirtækisins. Viðskipti erlent 7.11.2009 15:25
Íslenski hluturinn í Royal Unibrew skapar óvssu Íslenski eignarhluturinn í Royal Unibrew skapar óvissu hvað varðar fyrirhugaða hlutafjáraukningu í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Hluturinn er nú í höndum Stoða og Straums og er upp á um 20%. Óvissan er um hvar þetta eignarhald endar að lokum. Viðskipti erlent 6.11.2009 13:38
Fjárfestar tapa milljörðum á þorskeldi í Noregi Fjárfestar hafa tapað 100 milljónum norskra kr. eða um 2.2 milljörðum kr. á þorskeldisstöðinni Branco í Noregi. Gjaldþrotaskipti á Branco eru til meðferðar hjá þingréttinum í Sunnmöre en stöðin varð gjaldþrota eftir níu ára rekstur. Viðskipti erlent 6.11.2009 10:46
Danskur fasteignarisi í vanda, FIH meðal lánadrottna Framtíð Essex Invest, næststærsta fasteignafélags Danmerkur er nú óljós. Stærstu lánadrottnar félagsins eru FIH bankinn og Danske Bank en fjöldi annarra lánastofnana, danskra og erlendra hefur einnig lánað félaginu. Viðskipti erlent 6.11.2009 10:19