Viðskipti erlent

Vanskilaskuldir Dana tvöfaldast milli ára

Vanskilaskuldir Dana tvöfölduðust milli áranna 2008 og 2009. Samkvæmt vanskilaskrá (RKI) Danmerkur námu þessar skuldir 5,1 milljarði danskra kr. árið 2008 en stóðu í 10,5 milljörðum danskra kr., eða rúmlega 250 milljörðum kr., um síðustu áramót.

Í frétt um málið á börsens.dk segir að meir en 208.000 Danir séu nú skráðir hjá RKI sem slæmir skuldarar. Þetta samsvarar 4,85% af öllu fullorðnu fólki í landinu. Stærstu hópur skuldaranna er á aldrinum 21 til 30 ára.

Af einstökum svæðum í Danmörku eru skuldarnir flestir á Sjálandi eða 5,85% íbúanna. Af einstökum bæjar/sveitarfélögum er hlutfallið hæst í Lolland Kommune eða 9,27%. Þannig sýnir tölfræðin að langlíklegast sé að 24 ára gamall íbúi í Lolland Kommune sé á skrá RKI.

Það er ráðgjafaþjónustan Experian sem heldur utan um rekstur RKI. Sören Overgaard Madsen greinandi hjá Experian segir að yfir helmingur þeirra sem skráðir voru á RKI í fyrra hafi verið þar á skrá áður. „Tölurnar sýna að kreppan er djúp og langvarandi," segir Madsen. „Og það er að myndast munstur þar sem sama fólkið hafnar ítrekað á skrá hjá RKI."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×