Sænsk stjórnvöld skamma Nordea fyrir bónusgreiðslur 14. janúar 2010 09:58 Starfsmenn Nordea bankans eiga í vændum bónusgreiðslur upp á samtals um 50 milljarða kr. fyrir síðasta ár ef áform stjórnar bankans ná fram að ganga. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnvöldum sem telja þessar greiðslur alltof háar og í engu samræmi við rekstur bankans. Fjallað er um málið á busness.dk þar sem vitnað er til vefsíðunnar e24.se. Þar er haft eftir Mats Odell viðskiptaráðherra Svíþjóðar að hann líti á Nordea eins og aðra banka. Þessar bónusgreiðslur séu gríðarlega háar í samanburði við stöðuna almennt í þjóðfélaginu. „Þetta er ímyndarvandamál fyrir Nordea," segir Odell. Þess má geta að sænsk stjórnvöld hafa töluvert að segja um stjórn Nordea enda er sænska ríkið stærsti eigandi bankans með um 20% eignarhlut. Þar að auki veittu sænsk stjórnvöld bankanum stuðning í miðri fjármálakreppunni á síðasta ári. Fari svo að Nordea hafi sitt fram og þessi bónus verður greiddur til starfsmanna er um að ræða stærstu bónusgreiðslur í sögu bankans. Greinendur hafa reiknað upphæðin út frá væntingum um hagnað Nordea á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en hann er talinn nema hátt í 80 milljörðum kr. Síðan er reiknað með að bónusgreiðslurnar verði sama hlutfall af hagnaði og varð á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Mats Odell segir að hann trúi því ekki að stjórn bankans ætli að halda sig við þessi áform um bónusgreiðslurnar. Bendir hann á að sænski fjármálageirinn sé í sinni verstu kreppu síðan 1930. Um 100.000 manns hafi misst vinnu sína í Svíþjóð og aðrir launþegar hafa þurft að taka á sig launalækkanir. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Starfsmenn Nordea bankans eiga í vændum bónusgreiðslur upp á samtals um 50 milljarða kr. fyrir síðasta ár ef áform stjórnar bankans ná fram að ganga. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnvöldum sem telja þessar greiðslur alltof háar og í engu samræmi við rekstur bankans. Fjallað er um málið á busness.dk þar sem vitnað er til vefsíðunnar e24.se. Þar er haft eftir Mats Odell viðskiptaráðherra Svíþjóðar að hann líti á Nordea eins og aðra banka. Þessar bónusgreiðslur séu gríðarlega háar í samanburði við stöðuna almennt í þjóðfélaginu. „Þetta er ímyndarvandamál fyrir Nordea," segir Odell. Þess má geta að sænsk stjórnvöld hafa töluvert að segja um stjórn Nordea enda er sænska ríkið stærsti eigandi bankans með um 20% eignarhlut. Þar að auki veittu sænsk stjórnvöld bankanum stuðning í miðri fjármálakreppunni á síðasta ári. Fari svo að Nordea hafi sitt fram og þessi bónus verður greiddur til starfsmanna er um að ræða stærstu bónusgreiðslur í sögu bankans. Greinendur hafa reiknað upphæðin út frá væntingum um hagnað Nordea á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en hann er talinn nema hátt í 80 milljörðum kr. Síðan er reiknað með að bónusgreiðslurnar verði sama hlutfall af hagnaði og varð á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Mats Odell segir að hann trúi því ekki að stjórn bankans ætli að halda sig við þessi áform um bónusgreiðslurnar. Bendir hann á að sænski fjármálageirinn sé í sinni verstu kreppu síðan 1930. Um 100.000 manns hafi misst vinnu sína í Svíþjóð og aðrir launþegar hafa þurft að taka á sig launalækkanir.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira