Sænsk stjórnvöld skamma Nordea fyrir bónusgreiðslur 14. janúar 2010 09:58 Starfsmenn Nordea bankans eiga í vændum bónusgreiðslur upp á samtals um 50 milljarða kr. fyrir síðasta ár ef áform stjórnar bankans ná fram að ganga. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnvöldum sem telja þessar greiðslur alltof háar og í engu samræmi við rekstur bankans. Fjallað er um málið á busness.dk þar sem vitnað er til vefsíðunnar e24.se. Þar er haft eftir Mats Odell viðskiptaráðherra Svíþjóðar að hann líti á Nordea eins og aðra banka. Þessar bónusgreiðslur séu gríðarlega háar í samanburði við stöðuna almennt í þjóðfélaginu. „Þetta er ímyndarvandamál fyrir Nordea," segir Odell. Þess má geta að sænsk stjórnvöld hafa töluvert að segja um stjórn Nordea enda er sænska ríkið stærsti eigandi bankans með um 20% eignarhlut. Þar að auki veittu sænsk stjórnvöld bankanum stuðning í miðri fjármálakreppunni á síðasta ári. Fari svo að Nordea hafi sitt fram og þessi bónus verður greiddur til starfsmanna er um að ræða stærstu bónusgreiðslur í sögu bankans. Greinendur hafa reiknað upphæðin út frá væntingum um hagnað Nordea á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en hann er talinn nema hátt í 80 milljörðum kr. Síðan er reiknað með að bónusgreiðslurnar verði sama hlutfall af hagnaði og varð á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Mats Odell segir að hann trúi því ekki að stjórn bankans ætli að halda sig við þessi áform um bónusgreiðslurnar. Bendir hann á að sænski fjármálageirinn sé í sinni verstu kreppu síðan 1930. Um 100.000 manns hafi misst vinnu sína í Svíþjóð og aðrir launþegar hafa þurft að taka á sig launalækkanir. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Starfsmenn Nordea bankans eiga í vændum bónusgreiðslur upp á samtals um 50 milljarða kr. fyrir síðasta ár ef áform stjórnar bankans ná fram að ganga. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnvöldum sem telja þessar greiðslur alltof háar og í engu samræmi við rekstur bankans. Fjallað er um málið á busness.dk þar sem vitnað er til vefsíðunnar e24.se. Þar er haft eftir Mats Odell viðskiptaráðherra Svíþjóðar að hann líti á Nordea eins og aðra banka. Þessar bónusgreiðslur séu gríðarlega háar í samanburði við stöðuna almennt í þjóðfélaginu. „Þetta er ímyndarvandamál fyrir Nordea," segir Odell. Þess má geta að sænsk stjórnvöld hafa töluvert að segja um stjórn Nordea enda er sænska ríkið stærsti eigandi bankans með um 20% eignarhlut. Þar að auki veittu sænsk stjórnvöld bankanum stuðning í miðri fjármálakreppunni á síðasta ári. Fari svo að Nordea hafi sitt fram og þessi bónus verður greiddur til starfsmanna er um að ræða stærstu bónusgreiðslur í sögu bankans. Greinendur hafa reiknað upphæðin út frá væntingum um hagnað Nordea á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en hann er talinn nema hátt í 80 milljörðum kr. Síðan er reiknað með að bónusgreiðslurnar verði sama hlutfall af hagnaði og varð á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Mats Odell segir að hann trúi því ekki að stjórn bankans ætli að halda sig við þessi áform um bónusgreiðslurnar. Bendir hann á að sænski fjármálageirinn sé í sinni verstu kreppu síðan 1930. Um 100.000 manns hafi misst vinnu sína í Svíþjóð og aðrir launþegar hafa þurft að taka á sig launalækkanir.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira