Viðskipti erlent Evrusvæðið stígur stórt skref út úr kreppunni Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%. Viðskipti erlent 14.10.2009 13:09 JPMorgan skilar mjög góðu uppgjöri JPMorgan Chase & Co bankinn skilaði mjög góðu uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. Mun betra en flestir sérfræðingar áttu von á. Viðskipti erlent 14.10.2009 11:22 Lyfjarisinn GlaxoSmithKline í verulegum vandræðum Breski lyfjarisinn GlaxoSmithkKline (GSK) er í verulegum vandræðum eftir að dómstóll í Pennsylvaníu dæmdi móður skaðabætur frá GSK upp á 2,5 milljónir dollara. Móðirin hafði fætt barn með hjartagalla eftir að hafa notað þunglyndislyfið Paxil meðan á meðgöngunni stóð. Viðskipti erlent 14.10.2009 10:59 Ford innkallar 4,5 milljónir bíla Bílaframleiðandinn Ford hefur innkallað 4,5 milljónir bíla og vill fá þá á verkstæði til að gera við gallaðan hnapp í mælaborði þeirra. Vegna hnappsins er hætta á að eldur kvikni í bílunum, jafnvel þegar þeir eru ekki í gangi. Viðskipti erlent 14.10.2009 10:23 David Sullivan í viðræðum um kaup á West Ham David Sullivan hefur átt óformlegar viðræður við CB Holding um kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham að því er segir í frétt í blaðinu Evening Standard. Sullivan er einn af fyrrum eigendum Birmingham liðsins. Viðskipti erlent 14.10.2009 09:29 Risabónusar bíða eftir strákunum á Wall Street Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja. Viðskipti erlent 14.10.2009 09:01 Góðar hagtölur frá Kína og dollar hækka olíuverðið Heimsmarkaðsverð á olíu fór í morgun yfir 75 dollara á tunnuna en þetta er hæsta verð á olíu hingað til í ár. Það eru góðar hagtölur frá Kína og áframhaldandi veiking dollarans sem valda olíuverðhækkunum í augnablikinu. Viðskipti erlent 14.10.2009 08:46 Sérsveit lögreglu í skipulögðum glæpum rannsakar JJB Sports Sérsveit á vegum bresku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi (Serious Organised Crime Agency eða SOCA) er nú að kanna mál fyrrum yfirmanna íþróttavörukeðunnar JJB Sports. Rannsókin beinist meðal annars að Chris Ronnie fyrrum viðskiptafélaga Existu í Bretlandi. Viðskipti erlent 14.10.2009 08:21 Danir dæla peningum inn á bankareikninga Danir leggja peninga inn á bankareikninga nú sem aldrei fyrr. Á einu ári hafa innistæður danskra heimila í bönkunum aukist úr 690 í 741 milljarð danskra króna, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten. Viðskipti erlent 13.10.2009 23:18 Norsk stjórnvöld ganga á olíusjóðinn Norsk stjórnvöld ætla að ganga á olíusjóðinn í meira mæli en áður hefur þekkst. Þetta kemur fram í fjárlögum norsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Ætlunin er að dæla olíupeningunum út í ýmis samfélagsverkefni því að atvinnuleysið er enn að aukast frá þeim 3% sem það stendur nú í. Viðskipti erlent 13.10.2009 10:37 Álverðið aftur að nálgast 2.000 dollara á tonnið Heimsmarkaðsverð á áli er aftur að nálgast 2.000 dollara á tonnið eftir miklar sveiflur á markaðinum í London (London Metal Exchange) undanfarinn mánuð. Í morgun var verðið komið í rétt tæpa 1.950 dollara m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 13.10.2009 08:28 Makrílstríð í uppsiglingu milli Noregs og ESB Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að í uppsiglingu sé makrílstríð milli Noregs og Evrópusambandsins. LÍÚ fjallar um málið á vefsíðu sinni og vitnar til formanns systursamtaka sinna í Noregi. Viðskipti erlent 12.10.2009 14:21 Þráðlausir peningar eru handan við hornið Víða erlendis er að ryðja sér til rúms tækni þar sem farsímar virka sem greiðslukort, bankareikningar og seðlar. Það verður sum sé hægt að borga fyrir innkaup og reikninga með því að ýta á einn takka á farsímanum. Viðskipti erlent 12.10.2009 13:50 Fyrsta konan sem fær Nóbelsverðlaunin í hagfræði Elinor Ostrom er fyrsta konan til að fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði en tilkynnt var um verðlaunahafa í morgun. Alls eru 40 ár frá því að þessi verðlaun voru veitt í fyrsta sinn. Viðskipti erlent 12.10.2009 13:05 Dynasty stjarnan Joan Collins verslar í lágvöruverslun Hin 76 ára gamla fyrrum Dynasty stjarna Joan Collins hefur orðið fyrir barðinu á kreppunni eins og flestir aðrir og upplýsir nú að hún sé byrjuð að versla í lágvöruverslunarkeðjunni Primark. Hún hafi ekki lengur efni á að kaupa sér hátískuföt. Viðskipti erlent 12.10.2009 10:27 Ferðaskrifstofa gjaldþrota áður en fyrsta ferðin seldist Mosaik Travel, ferðaskrifstofa í Kaupmannahöfn, hefur verið úrskurðuð gjaldþrota áður en henni tókst að selja eina einustu ferð á sínum vegum. Viðskipti erlent 12.10.2009 10:06 Seðlabankar heimsins á flótta frá dollaranum Dollarinn virðist vera að tapa hlutverki sínu sem gjaldeyrisforðamynt seðlabanka heimsins. Seðlabankarnir eru nú á flótta frá dollaranum og vilja frekar hafa gjaldeyrisforða sinn í evrum og jenum. Viðskipti erlent 12.10.2009 09:05 Vilja meira en fimmtungshlut Finnska fjármálafyrirtækið Sampo er nú stærsti hluthafi Nordea, umsvifamesta banka Norðurlanda. Þetta kemur fram á nýjum hluthafalista Nordea sem birtur var á föstudag. Viðskipti erlent 12.10.2009 04:00 Fyrrverandi starfsmaður í lánadeild Kaupþings á lista yfir grunaða Fyrrverandi starfsmaður í lánadeild Kaupþings, sem nú hefur umsjón með norrænum eignum bankans fyrir kröfuhafa, er sagður á lista yfir grunaða í rannsókn sérstaks saksóknara á kaupum Al-Thanis á hlut í Kaupþingi. Viðskipti erlent 11.10.2009 11:59 Störf í boði fyrir bankamenn á Wall Street Fjármálafyrirtæki á Wall Street í New York eru byrjuð að ráða til sín fjölda starfsmanna. Síðustu tvö ár hafa tæplega 200 þúsund starfsmenn í bönkum og öðrum fjarmálastofnunum í fjármálahluta borgarinnar misst vinnuna. Viðskipti erlent 10.10.2009 18:16 Enn meiri niðurskurður boðaður í Lettlandi Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, boðar frekari niðurskurð en tilgreinir ekki hvað felst í aðgerðunum. Nú þegar hefur ríkisstjórn landsins skorið mikið niður í ríkisútgjöldum. Viðskipti erlent 10.10.2009 13:34 Iceland-stjórar á 800 milljóna ráðstefnu í Disney World Yfirmannaráðstefna verslunarkeðju sem kostar 4 milljónir punda eða rúmlega 800 milljónir kr. gæti talist yfirdrifið í kreppunni. Það er ekki mat Malclom Walker forstjóra Iceland keðjunnar í Bretlandi sem bauð öllum 800 verslunarstjórum, svæðisstjórum og öðrum yfirmönnum Iceland á ráðstefnu í Disney World í Flórída í síðustu viku. Landsbankinn fer nú með tæplega 14% hlut í Iceland sem var áður í eigu Baugs. Viðskipti erlent 9.10.2009 11:08 Dönsk skattayfirvöld á auðæfaskaki í skattaskjólum Dönsk skattayfirvöld eru nú að leita að leyndum auðæfum danskra ríkisborgara í skattaskjólum eða aflandseyjum víða um heiminn. Danski skatturinn reiknar með að þetta skak muni skila þeim fleiri hundruð milljónum danskra króna í ríkiskassann. Viðskipti erlent 9.10.2009 09:36 Bankahlutir í blóðbaði í kauphöll Kaupmannahafnar Hlutir í Amagerbanken féllu um 31% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í gærdag og við upphaf markaðarins í dag féllu hlutirnir um 40%. Yfir helmingur af verðmæti hlutanna hefur gufað upp á tveimur dögum. Viðskipti erlent 9.10.2009 08:54 Yfir 300 hótel í Kaliforníu eru gjaldþrota Yfir 300 hótel í Kaliforníu hafa orðið gjaldþrota frá áramótum og er það um fimmföld aukning á slíkum gjaldþrotum í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Ástæðan er bæði að eigendur geta ekki staðið í skilum af lánum sínum og að verulega hefur dregið úr ferðalögum innan ríkisins vegna kreppunnar. Viðskipti erlent 8.10.2009 13:33 Íbúðasala ekki jafn léleg í 30 ár í Danmörku Árið í ár lítur út fyrir að verða það lélegasta í 30 ár hvað varðar sölu íbúða í Danmörku. Þetta kemur fram í nýjum sölutölum frá fasteignasölukeðjunni EDC. Viðskipti erlent 8.10.2009 09:45 Alcoa: Óvæntur hagnaður, hlutabréf hækka um 6% Bandaríski álrisinn Alcoa skilaði óvæntum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn 39 milljónum dollara, eða 4,9 milljörðum kr. sem gerir 4 sent á hlutinn. Sérfræðingar höfðu hinsvegar spáð tapi upp á 9 sent á hlutinn. Hlutir í Alcoa hækkuðu um 6% á eftirmarkaði þegar uppgjörið var tilkynnt eftir lokun markaða í gærkvöldi. Viðskipti erlent 8.10.2009 08:27 Kreppan leikur Finna grátt Finnar upplifa nú mestu niðursveiflu í efnahagslífi sínu síðan að kreppan þar hófst á síðasta ári. Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Finnlands dróst efnahagslíf landsins saman um 11,6% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Viðskipti erlent 7.10.2009 14:49 Alcoa: Reiknað með minnsta ársfjórðungstapi ársins Bandaríski álrisinn Alcoa birtir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung í dag eftir lokun markaða vestan hafs. Sérfræðingar reikna með minnsta ársfjórðungstapi ársins hjá Alco að þessu sinni að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 7.10.2009 13:29 Gætu tapað hundruðum milljarða á nýrri löggjöf í Lettlandi Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd. Viðskipti erlent 7.10.2009 10:22 « ‹ 287 288 289 290 291 292 293 294 295 … 334 ›
Evrusvæðið stígur stórt skref út úr kreppunni Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%. Viðskipti erlent 14.10.2009 13:09
JPMorgan skilar mjög góðu uppgjöri JPMorgan Chase & Co bankinn skilaði mjög góðu uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. Mun betra en flestir sérfræðingar áttu von á. Viðskipti erlent 14.10.2009 11:22
Lyfjarisinn GlaxoSmithKline í verulegum vandræðum Breski lyfjarisinn GlaxoSmithkKline (GSK) er í verulegum vandræðum eftir að dómstóll í Pennsylvaníu dæmdi móður skaðabætur frá GSK upp á 2,5 milljónir dollara. Móðirin hafði fætt barn með hjartagalla eftir að hafa notað þunglyndislyfið Paxil meðan á meðgöngunni stóð. Viðskipti erlent 14.10.2009 10:59
Ford innkallar 4,5 milljónir bíla Bílaframleiðandinn Ford hefur innkallað 4,5 milljónir bíla og vill fá þá á verkstæði til að gera við gallaðan hnapp í mælaborði þeirra. Vegna hnappsins er hætta á að eldur kvikni í bílunum, jafnvel þegar þeir eru ekki í gangi. Viðskipti erlent 14.10.2009 10:23
David Sullivan í viðræðum um kaup á West Ham David Sullivan hefur átt óformlegar viðræður við CB Holding um kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham að því er segir í frétt í blaðinu Evening Standard. Sullivan er einn af fyrrum eigendum Birmingham liðsins. Viðskipti erlent 14.10.2009 09:29
Risabónusar bíða eftir strákunum á Wall Street Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja. Viðskipti erlent 14.10.2009 09:01
Góðar hagtölur frá Kína og dollar hækka olíuverðið Heimsmarkaðsverð á olíu fór í morgun yfir 75 dollara á tunnuna en þetta er hæsta verð á olíu hingað til í ár. Það eru góðar hagtölur frá Kína og áframhaldandi veiking dollarans sem valda olíuverðhækkunum í augnablikinu. Viðskipti erlent 14.10.2009 08:46
Sérsveit lögreglu í skipulögðum glæpum rannsakar JJB Sports Sérsveit á vegum bresku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi (Serious Organised Crime Agency eða SOCA) er nú að kanna mál fyrrum yfirmanna íþróttavörukeðunnar JJB Sports. Rannsókin beinist meðal annars að Chris Ronnie fyrrum viðskiptafélaga Existu í Bretlandi. Viðskipti erlent 14.10.2009 08:21
Danir dæla peningum inn á bankareikninga Danir leggja peninga inn á bankareikninga nú sem aldrei fyrr. Á einu ári hafa innistæður danskra heimila í bönkunum aukist úr 690 í 741 milljarð danskra króna, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten. Viðskipti erlent 13.10.2009 23:18
Norsk stjórnvöld ganga á olíusjóðinn Norsk stjórnvöld ætla að ganga á olíusjóðinn í meira mæli en áður hefur þekkst. Þetta kemur fram í fjárlögum norsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Ætlunin er að dæla olíupeningunum út í ýmis samfélagsverkefni því að atvinnuleysið er enn að aukast frá þeim 3% sem það stendur nú í. Viðskipti erlent 13.10.2009 10:37
Álverðið aftur að nálgast 2.000 dollara á tonnið Heimsmarkaðsverð á áli er aftur að nálgast 2.000 dollara á tonnið eftir miklar sveiflur á markaðinum í London (London Metal Exchange) undanfarinn mánuð. Í morgun var verðið komið í rétt tæpa 1.950 dollara m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 13.10.2009 08:28
Makrílstríð í uppsiglingu milli Noregs og ESB Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að í uppsiglingu sé makrílstríð milli Noregs og Evrópusambandsins. LÍÚ fjallar um málið á vefsíðu sinni og vitnar til formanns systursamtaka sinna í Noregi. Viðskipti erlent 12.10.2009 14:21
Þráðlausir peningar eru handan við hornið Víða erlendis er að ryðja sér til rúms tækni þar sem farsímar virka sem greiðslukort, bankareikningar og seðlar. Það verður sum sé hægt að borga fyrir innkaup og reikninga með því að ýta á einn takka á farsímanum. Viðskipti erlent 12.10.2009 13:50
Fyrsta konan sem fær Nóbelsverðlaunin í hagfræði Elinor Ostrom er fyrsta konan til að fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði en tilkynnt var um verðlaunahafa í morgun. Alls eru 40 ár frá því að þessi verðlaun voru veitt í fyrsta sinn. Viðskipti erlent 12.10.2009 13:05
Dynasty stjarnan Joan Collins verslar í lágvöruverslun Hin 76 ára gamla fyrrum Dynasty stjarna Joan Collins hefur orðið fyrir barðinu á kreppunni eins og flestir aðrir og upplýsir nú að hún sé byrjuð að versla í lágvöruverslunarkeðjunni Primark. Hún hafi ekki lengur efni á að kaupa sér hátískuföt. Viðskipti erlent 12.10.2009 10:27
Ferðaskrifstofa gjaldþrota áður en fyrsta ferðin seldist Mosaik Travel, ferðaskrifstofa í Kaupmannahöfn, hefur verið úrskurðuð gjaldþrota áður en henni tókst að selja eina einustu ferð á sínum vegum. Viðskipti erlent 12.10.2009 10:06
Seðlabankar heimsins á flótta frá dollaranum Dollarinn virðist vera að tapa hlutverki sínu sem gjaldeyrisforðamynt seðlabanka heimsins. Seðlabankarnir eru nú á flótta frá dollaranum og vilja frekar hafa gjaldeyrisforða sinn í evrum og jenum. Viðskipti erlent 12.10.2009 09:05
Vilja meira en fimmtungshlut Finnska fjármálafyrirtækið Sampo er nú stærsti hluthafi Nordea, umsvifamesta banka Norðurlanda. Þetta kemur fram á nýjum hluthafalista Nordea sem birtur var á föstudag. Viðskipti erlent 12.10.2009 04:00
Fyrrverandi starfsmaður í lánadeild Kaupþings á lista yfir grunaða Fyrrverandi starfsmaður í lánadeild Kaupþings, sem nú hefur umsjón með norrænum eignum bankans fyrir kröfuhafa, er sagður á lista yfir grunaða í rannsókn sérstaks saksóknara á kaupum Al-Thanis á hlut í Kaupþingi. Viðskipti erlent 11.10.2009 11:59
Störf í boði fyrir bankamenn á Wall Street Fjármálafyrirtæki á Wall Street í New York eru byrjuð að ráða til sín fjölda starfsmanna. Síðustu tvö ár hafa tæplega 200 þúsund starfsmenn í bönkum og öðrum fjarmálastofnunum í fjármálahluta borgarinnar misst vinnuna. Viðskipti erlent 10.10.2009 18:16
Enn meiri niðurskurður boðaður í Lettlandi Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, boðar frekari niðurskurð en tilgreinir ekki hvað felst í aðgerðunum. Nú þegar hefur ríkisstjórn landsins skorið mikið niður í ríkisútgjöldum. Viðskipti erlent 10.10.2009 13:34
Iceland-stjórar á 800 milljóna ráðstefnu í Disney World Yfirmannaráðstefna verslunarkeðju sem kostar 4 milljónir punda eða rúmlega 800 milljónir kr. gæti talist yfirdrifið í kreppunni. Það er ekki mat Malclom Walker forstjóra Iceland keðjunnar í Bretlandi sem bauð öllum 800 verslunarstjórum, svæðisstjórum og öðrum yfirmönnum Iceland á ráðstefnu í Disney World í Flórída í síðustu viku. Landsbankinn fer nú með tæplega 14% hlut í Iceland sem var áður í eigu Baugs. Viðskipti erlent 9.10.2009 11:08
Dönsk skattayfirvöld á auðæfaskaki í skattaskjólum Dönsk skattayfirvöld eru nú að leita að leyndum auðæfum danskra ríkisborgara í skattaskjólum eða aflandseyjum víða um heiminn. Danski skatturinn reiknar með að þetta skak muni skila þeim fleiri hundruð milljónum danskra króna í ríkiskassann. Viðskipti erlent 9.10.2009 09:36
Bankahlutir í blóðbaði í kauphöll Kaupmannahafnar Hlutir í Amagerbanken féllu um 31% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í gærdag og við upphaf markaðarins í dag féllu hlutirnir um 40%. Yfir helmingur af verðmæti hlutanna hefur gufað upp á tveimur dögum. Viðskipti erlent 9.10.2009 08:54
Yfir 300 hótel í Kaliforníu eru gjaldþrota Yfir 300 hótel í Kaliforníu hafa orðið gjaldþrota frá áramótum og er það um fimmföld aukning á slíkum gjaldþrotum í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Ástæðan er bæði að eigendur geta ekki staðið í skilum af lánum sínum og að verulega hefur dregið úr ferðalögum innan ríkisins vegna kreppunnar. Viðskipti erlent 8.10.2009 13:33
Íbúðasala ekki jafn léleg í 30 ár í Danmörku Árið í ár lítur út fyrir að verða það lélegasta í 30 ár hvað varðar sölu íbúða í Danmörku. Þetta kemur fram í nýjum sölutölum frá fasteignasölukeðjunni EDC. Viðskipti erlent 8.10.2009 09:45
Alcoa: Óvæntur hagnaður, hlutabréf hækka um 6% Bandaríski álrisinn Alcoa skilaði óvæntum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn 39 milljónum dollara, eða 4,9 milljörðum kr. sem gerir 4 sent á hlutinn. Sérfræðingar höfðu hinsvegar spáð tapi upp á 9 sent á hlutinn. Hlutir í Alcoa hækkuðu um 6% á eftirmarkaði þegar uppgjörið var tilkynnt eftir lokun markaða í gærkvöldi. Viðskipti erlent 8.10.2009 08:27
Kreppan leikur Finna grátt Finnar upplifa nú mestu niðursveiflu í efnahagslífi sínu síðan að kreppan þar hófst á síðasta ári. Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Finnlands dróst efnahagslíf landsins saman um 11,6% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Viðskipti erlent 7.10.2009 14:49
Alcoa: Reiknað með minnsta ársfjórðungstapi ársins Bandaríski álrisinn Alcoa birtir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung í dag eftir lokun markaða vestan hafs. Sérfræðingar reikna með minnsta ársfjórðungstapi ársins hjá Alco að þessu sinni að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 7.10.2009 13:29
Gætu tapað hundruðum milljarða á nýrri löggjöf í Lettlandi Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd. Viðskipti erlent 7.10.2009 10:22