Danska lögreglan ræður ekki við málafjöldan frá skattinum 8. desember 2009 10:53 Danska lögreglan ræður ekki við málafjöldan frá skattinum þar í landi en það sem af er ári hefur fjármálaglæpadeild skattsins sent 102 mál til rannsóknar hjá lögreglunni. Lögreglan hefur hinsvegar ekki náð að afgreiða nema 28 þeirra.Í frétt um málið í blaðinu Politiken segir að ríkisskattstjóri Danmerkur óttist að glæpamennirnir fái mildari dóma en ella sökum þessa ástands. Lögreglan ber við skorti á mannskap við að rannsaka öll þessi mál frá skattinum.„Í augnablikinu eigum við í miklum vandræðum með flöskuhálsa hjá lögreglunni," segir Ole Kjær ríkisskattstjóri Danmerkur í samtali við Politiken. „Málin hrúgast upp þar sem ákæruvaldið hefur ekki undan að afgreiða þau."Hin mikla aukning á fjármálaglæpum í Danmörku er tilkomin vegna kreppunnar þar í landi. Í augnablikinu liggur lögreglan með 370 ókláruð mál á þessum vettvangi og sá bunki mun aukast töluvert á næstu mánuðum. Bara skatturinn er tilbúinn að senda lögreglunni 93 ný mál en þau eiga það sameiginlegt að upphæðirnar í þeim eru allar yfir 2,5 milljónum kr. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Danska lögreglan ræður ekki við málafjöldan frá skattinum þar í landi en það sem af er ári hefur fjármálaglæpadeild skattsins sent 102 mál til rannsóknar hjá lögreglunni. Lögreglan hefur hinsvegar ekki náð að afgreiða nema 28 þeirra.Í frétt um málið í blaðinu Politiken segir að ríkisskattstjóri Danmerkur óttist að glæpamennirnir fái mildari dóma en ella sökum þessa ástands. Lögreglan ber við skorti á mannskap við að rannsaka öll þessi mál frá skattinum.„Í augnablikinu eigum við í miklum vandræðum með flöskuhálsa hjá lögreglunni," segir Ole Kjær ríkisskattstjóri Danmerkur í samtali við Politiken. „Málin hrúgast upp þar sem ákæruvaldið hefur ekki undan að afgreiða þau."Hin mikla aukning á fjármálaglæpum í Danmörku er tilkomin vegna kreppunnar þar í landi. Í augnablikinu liggur lögreglan með 370 ókláruð mál á þessum vettvangi og sá bunki mun aukast töluvert á næstu mánuðum. Bara skatturinn er tilbúinn að senda lögreglunni 93 ný mál en þau eiga það sameiginlegt að upphæðirnar í þeim eru allar yfir 2,5 milljónum kr.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira