Viðskipti erlent

Sjóðir hætta við tilboð í Ratiopharm, Actavis enn með

Fjárfestingarsjóðir hafa hætt við að senda inn tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Það er því allt útlit er fyrir að Ratiopharm verði selt öðru lyfjafyrirtæki. Þar er Actacvis enn með í hópnum að því er best er vitað.

Þetta kemur fram í frétt um málið á Reuters. Þar segir að fjárfestingasjóðirnir KKR, TPG og Permira hafi hætt við að senda inn tilboð. Þá er bankinn Goldman Sachs hættur við aðkomu sína að málinu en bankinn ætlaði að senda inn tilboð í samvinnu við Advent. Aðeins sænski sjóðurinn EQT er eftir í hópi fjárfesta.

Bankamaður sem kunnur er stöðunni segir að svo virðist sem annað lyfjafyrirtæki muni kaupa Ratipharm. Fyrir utan Actavis hafa þar verið nefnd til sögunnar nöfn á borð við Sanofi-Aventis, Teva, Mylan, Pfizer, Watson Pharmaceuticals og kínverskt lyfafyrirtæki.

Reiknað er með að velta Ratiopharm nemi 1,6 milljörðum evra á þessu ári og að brúttóhagnaður, það er fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, nemi um 200 milljónum evra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×