Viðskipti erlent

Fokdýr brautryðjandi

Samsung kynnti nýjustu snjallsíma sína í vikunni. Galaxy Fold, stjarnan í hópnum, er samanbrjótanlegur og mun kosta heilar 235 þúsund krónur í Bandaríkjunum. Huawei nýtir tækifærið og stríðir Samsung.

Viðskipti erlent

500 milljarða sekt UBS

Svissneski bankinn UBS hefur verið sektaður um 3,7 milljarða evra, því sem nemur um 500 milljörðum króna, fyrir að hafa á ólöglegan hátt aðstoðað viðskiptavini sína við að koma fjármunum undan frönskum skattayfirvöldum.

Viðskipti erlent

Bera af sér sakir

Kenneth Fredriksen, forstjóri Huawei í Svíþjóð, er viss um að ásakanir á hendur tæknifyrirtækinu um njósnir séu alrangar. Hann segir engin gögn hafa verið lögð fram sem sýna fram á slíkt.

Viðskipti erlent

Microsoft í sókn gegn sínum eigin netvafra

Öryggissérfræðingur Microsoft varar við því að fólk noti Internet Explorer. Segir hann ekkert meira en lausn til þess að fá gamlar síður til þess að virka. Ekki hefur gengið sem skyldi að fá fólk til þess að nota nýja vafrann, Edge.

Viðskipti erlent

Evrópa að tapa gegn SpaceX

Ríkisendurskoðun Frakklands segir að eldflaugin byggi á gamalli tækni og verði ósamkeppnishæf og þá sérstaklega gagnvart fyrirtækjum í Bandaríkjunum eins og SpaceX.

Viðskipti erlent

Blankfein fær ekki bónusinn strax

Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur ákveðið að fresta því að greiða fyrrverandi bankastjóranum Lloyd Blankfein og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum bankans bónusa vegna rannsóknar yfirvalda á fjármálahneykslinu í kringum fjárfestingarsjóðinn 1MDB.

Viðskipti erlent

Norwegian færðist of mikið í fang

Greinendur telja að stjórnendur lággjaldaflugfélagsins Norwegian hafi lagt of ríka áherslu á vöxt. Félagið hafi færst of mikið í fang. Ekki eru allir sannfærðir um að milljarða króna innspýting inn í félagið muni duga til.

Viðskipti erlent

Kínverskur risi í klandri

Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni.

Viðskipti erlent