Viðskipti Íslandsbanki greiðir 570 milljóna króna sekt Íslandsbanki hefur tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkennir að brotin séu mörg og alvarleg. Viðskipti innlent 1.6.2024 15:11 „Katrín Olga, þetta er eingöngu hálftími af þínu lífi“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher. Atvinnulíf 1.6.2024 10:00 Kann best við sig í háspennunni Rafvirkjameistarinn Pétur Hrólfsson hefur starfaði í greininni í um fjóra áratugi. Hann stefndi á húsasmíðameistarann en tók svo ákvörðun að Skipta yfir í rafmagnið enda vantaði fleiri rafvirkja á hans heimaslóðum á þeim tíma. Pétur er einn þeirra sjö sem keppa um titilinn Iðnaðarmaður ársins 2024. Samstarf 31.5.2024 11:18 Bein útsending: „Hvað verður í matinn?“ Málþing um matvælarannsóknir og framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi fer fram í Hörpu í dag. Þar verður það nýjasta á sviði matvælarannsókna í brennidepli ásamt áskorunum og tækifærum í matvælaframleiðslu í framtíðinni. Viðskipti innlent 31.5.2024 10:47 Að gera ekki algeng mistök sem stjórnandi í fyrsta sinn Ertu stjórnandi í fyrsta sinn? Að fá stóra tækifærið, að springa úr stolti og áhugasemi og ætlar þér að gera frábæra hluti? Atvinnulíf 31.5.2024 07:00 Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. Viðskipti innlent 30.5.2024 19:04 Vilja rannsaka meint samráð með OPEC Chuck Schumer og 22 aðrir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins, hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna beiti öllum ráðum til að koma í veg fyrir verðsamráð í olíuiðnaði Bandaríkjanna. Þingmennirnir vilja að meint samráð verði rannsakað og forsvarsmenn fyrirtækja ákærðir, þyki tilefni til. Viðskipti erlent 30.5.2024 16:39 Reynslubolti í hótelrekstri færir sig um set Thelma Thorarensen hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Keahótelum ehf. Thelma mun, sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, stýra starfsemi tíu hótela félagsins sem staðsett eru í Reykjavík og á landsbyggðinni. Viðskipti innlent 30.5.2024 15:24 Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár. Viðskipti erlent 30.5.2024 13:05 Ný og glæsileg Icebreaker deild opnar í dag Icebreaker ullarvörurnar eru gæðaflíkur frá Nýja-Sjálandi sem hafa svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og víðar undanfarin ár. Samstarf 30.5.2024 11:48 Icelandair tekur skarpa dýfu niður fyrir útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur tekið skarpa dýfu niður á við í morgun og er komið verulega niður fyrir gengið í útboðinu árið 2020. Viðskipti innlent 30.5.2024 10:34 Verðbólgan tekur smá kipp upp á við Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósentustig í maí. Hún stendur nú í 627,3 stigum og hefur hækkað um 6,2 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Viðskipti innlent 30.5.2024 10:09 Vinnur við að bjarga okkur frá því að drukkna í eigin kúk Sjötti keppandinn sem kynntur er til sögunnar í keppninni um Iðnaðarmann ársins 2024 heitir Tinna Kristjánsdóttir. Hún er rafvirki og dæluviðgerðarmanneskja og má segja að hennar aðalstarf sé að bjarga fólki frá því að drukkna í eigin kúk. Samstarf 30.5.2024 09:48 Wise og Þekking orðin eitt Wise og Þekking hafa nú sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust. Viðskipti innlent 30.5.2024 08:45 Nýr CLE 53 frá Mercedes-AMG frumsýndur á laugardag Mercedes-Benz á Íslandi býður gestum og gangandi einstakt tækifæri til þess að sjá þennan magnaða CLE 53 frá Mercedes-AMG á laugardag milli kl 12-16 . Tilvalið að koma við á leið á kjörstað og upplifa sportlegan og kraftlegan AMG bíl frá Mercedes-Benz. Samstarf 30.5.2024 08:41 Kínverski risinn sem herjar á evrópska neytendur Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist. Viðskipti innlent 30.5.2024 07:01 „Ég nenni ekki að standa í einhverju veseni“ „Ég á það til dæmis til að tala svolítið mikið. Samt hef ég ekkert meiri rétt til þess að tala á kaffistofunni en starfsfólkið. Enda hef ég sagt við þau að þá verði þau bara að segja mér að þegja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og íþróttalýsandi. Atvinnulíf 30.5.2024 07:01 Sögðu upp 82 starfsmönnum Icelandair gekk frá starfslokasamningum við 82 starfsmenn í dag. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Viðskipti innlent 29.5.2024 15:50 Hvetja fólk til að taka verðmerkingum í Hagkaup með fyrirvara Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir verðmerkingar í Hagkaup óáreiðanlegar. Í einhverjum tilfellum séu tvær ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun en slík dæmi finnist aðeins örsjaldan í öðrum verslunum. Í einu tilfelli hafi munurinn numið 260 krónum. Sektir hafi ekki dugað. ASÍ hvetur neytendur til að taka verðmerkingum í hillu í Hagkaup með fyrirvara. Viðskipti innlent 29.5.2024 13:33 Umferðareiður kjötiðnaðarmaður tilnefndur Jón Gísli Jónsson kjötiðnaðarmaður er tilnefndur til Iðnaðarmanns Íslands 2024 og mætti á X977 til Tomma í spjall en X977 stendur fyrir keppninni ásamt Sindra. Þar kom í ljós að Jón er Húnvetningur og hans uppáhaldsstaður eru uppeldisstöðvarnar Blönduós. Samstarf 29.5.2024 12:25 Landvörðurinn sem endaði í píparanum Aníta Björk er pípari sem hefur m.a. haldið úti fræðslu á Instagram reikningi sínum í samstarfi við BYKO. Hún er ein þeirra sem er tilnefnd sem Iðnaðarmaður ársins. Samstarf 29.5.2024 11:54 Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. Viðskipti innlent 29.5.2024 10:40 Kaldvík skráð á markað Kaldvík, áður Ice Fish Farm, var tekið til viðskipta í dag á First North vaxtarmarkaði Nasdaq Iceland klukkan 9.30 við opnun markaða. Viðskipti innlent 29.5.2024 09:54 Velur brauðtertu fram yfir heitan rétt - Gunnar Þór er tilnefndur í Iðnaðarmanni ársins Leitin að iðnaðarmanni ársins 2024 í boði X977 og Sindra er í hámarki þessa stundina. Tommi Steindórs fær þau sjö sem tilnefnd eru til Iðnaðarmanns ársins í létta yfirheyrslu á X977. Samstarf 29.5.2024 09:44 „Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. Atvinnulíf 29.5.2024 07:00 Vill sigra svo hún geti skilað lánsverkfærum Ólöf Ólafsdóttir konditori hefur verið kölluð eftirréttadrottning Ísland en hún er ein af þeim sjö sem tilnefnd eru sem Iðnaðarmaður ársins 2024 á X977. Samstarf 28.5.2024 16:06 Skímó í uppáhaldi - Ásmundur Goði tilnefndur í Iðnaðarmanni ársins Leitin að iðnaðarmanni ársins 2024 í boði X977 og Sindra er í hámarki þessa stundina. Tommi Steindórs fær þau sjö sem tilnefnd eru til Iðnaðarmanns ársins í létta yfirheyrslu á X977. Samstarf 28.5.2024 15:01 Ofgreiddar lífeyrisgreiðslur nærri tvöfölduðust á milli ára Alls fengu um 52 þúsund einstaklingar ofgreiddar lífeyrisgreiðslur í fyrra og þurfa að greiða þær til baka. Miðgildi ofgreiðslna árið 2023 var rúmlega 122.000 krónur en var árið 2022 rúmar 66.000 krónur. Ofgreiðslan nærri tvöfaldast því á milli ára. Viðskipti innlent 28.5.2024 14:22 Dæla skyrinu af ísvélum á Skálinni Hagkaup hefur opnað skálastaðinn Skálina í Hagkaup Skeifunni. Á Skálinni er boðið upp á skálar úr skyr-, jógúrt-, hafrajógúrt- og acaí-grunni, sem dælt er úr ísvélum. Viðskipti innlent 28.5.2024 13:18 Bein útsending: Framtíð EES til umræðu á þrjátíu ára afmæli Utanríkisráðherra EFTA ríkjanna fjögurra auk fulltrúi Evrópuráðsins koma saman til fundar í Brussel í Belgíu í dag í tilefni þrjátíu ára afmælis Evrópska efnahagssvæðisins. Viðskipti innlent 28.5.2024 13:15 « ‹ 115 116 117 118 119 120 121 122 123 … 334 ›
Íslandsbanki greiðir 570 milljóna króna sekt Íslandsbanki hefur tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkennir að brotin séu mörg og alvarleg. Viðskipti innlent 1.6.2024 15:11
„Katrín Olga, þetta er eingöngu hálftími af þínu lífi“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher. Atvinnulíf 1.6.2024 10:00
Kann best við sig í háspennunni Rafvirkjameistarinn Pétur Hrólfsson hefur starfaði í greininni í um fjóra áratugi. Hann stefndi á húsasmíðameistarann en tók svo ákvörðun að Skipta yfir í rafmagnið enda vantaði fleiri rafvirkja á hans heimaslóðum á þeim tíma. Pétur er einn þeirra sjö sem keppa um titilinn Iðnaðarmaður ársins 2024. Samstarf 31.5.2024 11:18
Bein útsending: „Hvað verður í matinn?“ Málþing um matvælarannsóknir og framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi fer fram í Hörpu í dag. Þar verður það nýjasta á sviði matvælarannsókna í brennidepli ásamt áskorunum og tækifærum í matvælaframleiðslu í framtíðinni. Viðskipti innlent 31.5.2024 10:47
Að gera ekki algeng mistök sem stjórnandi í fyrsta sinn Ertu stjórnandi í fyrsta sinn? Að fá stóra tækifærið, að springa úr stolti og áhugasemi og ætlar þér að gera frábæra hluti? Atvinnulíf 31.5.2024 07:00
Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. Viðskipti innlent 30.5.2024 19:04
Vilja rannsaka meint samráð með OPEC Chuck Schumer og 22 aðrir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins, hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna beiti öllum ráðum til að koma í veg fyrir verðsamráð í olíuiðnaði Bandaríkjanna. Þingmennirnir vilja að meint samráð verði rannsakað og forsvarsmenn fyrirtækja ákærðir, þyki tilefni til. Viðskipti erlent 30.5.2024 16:39
Reynslubolti í hótelrekstri færir sig um set Thelma Thorarensen hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Keahótelum ehf. Thelma mun, sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, stýra starfsemi tíu hótela félagsins sem staðsett eru í Reykjavík og á landsbyggðinni. Viðskipti innlent 30.5.2024 15:24
Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár. Viðskipti erlent 30.5.2024 13:05
Ný og glæsileg Icebreaker deild opnar í dag Icebreaker ullarvörurnar eru gæðaflíkur frá Nýja-Sjálandi sem hafa svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og víðar undanfarin ár. Samstarf 30.5.2024 11:48
Icelandair tekur skarpa dýfu niður fyrir útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur tekið skarpa dýfu niður á við í morgun og er komið verulega niður fyrir gengið í útboðinu árið 2020. Viðskipti innlent 30.5.2024 10:34
Verðbólgan tekur smá kipp upp á við Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósentustig í maí. Hún stendur nú í 627,3 stigum og hefur hækkað um 6,2 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Viðskipti innlent 30.5.2024 10:09
Vinnur við að bjarga okkur frá því að drukkna í eigin kúk Sjötti keppandinn sem kynntur er til sögunnar í keppninni um Iðnaðarmann ársins 2024 heitir Tinna Kristjánsdóttir. Hún er rafvirki og dæluviðgerðarmanneskja og má segja að hennar aðalstarf sé að bjarga fólki frá því að drukkna í eigin kúk. Samstarf 30.5.2024 09:48
Wise og Þekking orðin eitt Wise og Þekking hafa nú sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust. Viðskipti innlent 30.5.2024 08:45
Nýr CLE 53 frá Mercedes-AMG frumsýndur á laugardag Mercedes-Benz á Íslandi býður gestum og gangandi einstakt tækifæri til þess að sjá þennan magnaða CLE 53 frá Mercedes-AMG á laugardag milli kl 12-16 . Tilvalið að koma við á leið á kjörstað og upplifa sportlegan og kraftlegan AMG bíl frá Mercedes-Benz. Samstarf 30.5.2024 08:41
Kínverski risinn sem herjar á evrópska neytendur Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist. Viðskipti innlent 30.5.2024 07:01
„Ég nenni ekki að standa í einhverju veseni“ „Ég á það til dæmis til að tala svolítið mikið. Samt hef ég ekkert meiri rétt til þess að tala á kaffistofunni en starfsfólkið. Enda hef ég sagt við þau að þá verði þau bara að segja mér að þegja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og íþróttalýsandi. Atvinnulíf 30.5.2024 07:01
Sögðu upp 82 starfsmönnum Icelandair gekk frá starfslokasamningum við 82 starfsmenn í dag. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Viðskipti innlent 29.5.2024 15:50
Hvetja fólk til að taka verðmerkingum í Hagkaup með fyrirvara Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir verðmerkingar í Hagkaup óáreiðanlegar. Í einhverjum tilfellum séu tvær ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun en slík dæmi finnist aðeins örsjaldan í öðrum verslunum. Í einu tilfelli hafi munurinn numið 260 krónum. Sektir hafi ekki dugað. ASÍ hvetur neytendur til að taka verðmerkingum í hillu í Hagkaup með fyrirvara. Viðskipti innlent 29.5.2024 13:33
Umferðareiður kjötiðnaðarmaður tilnefndur Jón Gísli Jónsson kjötiðnaðarmaður er tilnefndur til Iðnaðarmanns Íslands 2024 og mætti á X977 til Tomma í spjall en X977 stendur fyrir keppninni ásamt Sindra. Þar kom í ljós að Jón er Húnvetningur og hans uppáhaldsstaður eru uppeldisstöðvarnar Blönduós. Samstarf 29.5.2024 12:25
Landvörðurinn sem endaði í píparanum Aníta Björk er pípari sem hefur m.a. haldið úti fræðslu á Instagram reikningi sínum í samstarfi við BYKO. Hún er ein þeirra sem er tilnefnd sem Iðnaðarmaður ársins. Samstarf 29.5.2024 11:54
Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. Viðskipti innlent 29.5.2024 10:40
Kaldvík skráð á markað Kaldvík, áður Ice Fish Farm, var tekið til viðskipta í dag á First North vaxtarmarkaði Nasdaq Iceland klukkan 9.30 við opnun markaða. Viðskipti innlent 29.5.2024 09:54
Velur brauðtertu fram yfir heitan rétt - Gunnar Þór er tilnefndur í Iðnaðarmanni ársins Leitin að iðnaðarmanni ársins 2024 í boði X977 og Sindra er í hámarki þessa stundina. Tommi Steindórs fær þau sjö sem tilnefnd eru til Iðnaðarmanns ársins í létta yfirheyrslu á X977. Samstarf 29.5.2024 09:44
„Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. Atvinnulíf 29.5.2024 07:00
Vill sigra svo hún geti skilað lánsverkfærum Ólöf Ólafsdóttir konditori hefur verið kölluð eftirréttadrottning Ísland en hún er ein af þeim sjö sem tilnefnd eru sem Iðnaðarmaður ársins 2024 á X977. Samstarf 28.5.2024 16:06
Skímó í uppáhaldi - Ásmundur Goði tilnefndur í Iðnaðarmanni ársins Leitin að iðnaðarmanni ársins 2024 í boði X977 og Sindra er í hámarki þessa stundina. Tommi Steindórs fær þau sjö sem tilnefnd eru til Iðnaðarmanns ársins í létta yfirheyrslu á X977. Samstarf 28.5.2024 15:01
Ofgreiddar lífeyrisgreiðslur nærri tvöfölduðust á milli ára Alls fengu um 52 þúsund einstaklingar ofgreiddar lífeyrisgreiðslur í fyrra og þurfa að greiða þær til baka. Miðgildi ofgreiðslna árið 2023 var rúmlega 122.000 krónur en var árið 2022 rúmar 66.000 krónur. Ofgreiðslan nærri tvöfaldast því á milli ára. Viðskipti innlent 28.5.2024 14:22
Dæla skyrinu af ísvélum á Skálinni Hagkaup hefur opnað skálastaðinn Skálina í Hagkaup Skeifunni. Á Skálinni er boðið upp á skálar úr skyr-, jógúrt-, hafrajógúrt- og acaí-grunni, sem dælt er úr ísvélum. Viðskipti innlent 28.5.2024 13:18
Bein útsending: Framtíð EES til umræðu á þrjátíu ára afmæli Utanríkisráðherra EFTA ríkjanna fjögurra auk fulltrúi Evrópuráðsins koma saman til fundar í Brussel í Belgíu í dag í tilefni þrjátíu ára afmælis Evrópska efnahagssvæðisins. Viðskipti innlent 28.5.2024 13:15