Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 07:41 Ójafnvægi hefur aukist á milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði. vísir/vilhelm Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurnin hefur aukist töluvert en til samanburðar var einn í virkri leit fyrir hvern nýjan leigusamning í byrjun þessa árs. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur. Miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stór hluti leiguíbúða séu í eigu óhagnaðardrifinna leigufélaga. Á meðan markaðsleiga hafi hækkað hratt á undanförnum misserum hafi meðalleigufjárhæð lækkað á föstu verðlagi á höfuðborgarsvæðinu. Hafa ber hugfast í því efni að leiguvísitalan byggir á leigusamningum um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskyni. Á höfuðborgarsvæðinu er rétt tæpur helmingur (47%) leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana „Meðalleigufjárhæð á höfuðborgarsvæðinu í júlí var 233 þúsund krónur og hefur hún lækkað úr 238 þúsund krónum á einu ári samkvæmt gögnum úr Leiguskrá. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var meðalleigan 228 þúsund krónur í júlí en var 225 þúsund krónur í júlí á síðasta ári.“ 19 prósent selst á yfirverði Í skýrslunni kemur fram að fasteignamarkaðurinn hafi verið líflegur á nýliðnum ársfjórðungi. Að teknu tilliti til uppkaupa Fasteignafélagsins Þórkötlu hafi kaupsamningar ekki verið fleiri á öðrum ársfjórðungi að undanskildum árunum 2007 og 2021. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 19 prósent eigna yfir ásettu verði í júní en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent. Íbúðaverð heldur einnig áfram að hækka umfram verðlag, en í júlí síðastliðnum hækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,8 prósent á milli mánaða.“ Fram kemur að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á fyrri hluta ársins, en hlutdeild þeirra í sögulegu samhengi sé enn lág. „Áhrif hárra vaxta gætir hér en fjölgun íbúða í eigu einstaklinga sem eiga eina íbúð hefur dregist hratt saman á síðustu árum á sama tíma og viðbótaríbúðir hafi auknum mæli runnið til stærri íbúðaeigenda.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurnin hefur aukist töluvert en til samanburðar var einn í virkri leit fyrir hvern nýjan leigusamning í byrjun þessa árs. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur. Miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stór hluti leiguíbúða séu í eigu óhagnaðardrifinna leigufélaga. Á meðan markaðsleiga hafi hækkað hratt á undanförnum misserum hafi meðalleigufjárhæð lækkað á föstu verðlagi á höfuðborgarsvæðinu. Hafa ber hugfast í því efni að leiguvísitalan byggir á leigusamningum um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskyni. Á höfuðborgarsvæðinu er rétt tæpur helmingur (47%) leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana „Meðalleigufjárhæð á höfuðborgarsvæðinu í júlí var 233 þúsund krónur og hefur hún lækkað úr 238 þúsund krónum á einu ári samkvæmt gögnum úr Leiguskrá. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var meðalleigan 228 þúsund krónur í júlí en var 225 þúsund krónur í júlí á síðasta ári.“ 19 prósent selst á yfirverði Í skýrslunni kemur fram að fasteignamarkaðurinn hafi verið líflegur á nýliðnum ársfjórðungi. Að teknu tilliti til uppkaupa Fasteignafélagsins Þórkötlu hafi kaupsamningar ekki verið fleiri á öðrum ársfjórðungi að undanskildum árunum 2007 og 2021. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 19 prósent eigna yfir ásettu verði í júní en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent. Íbúðaverð heldur einnig áfram að hækka umfram verðlag, en í júlí síðastliðnum hækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,8 prósent á milli mánaða.“ Fram kemur að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á fyrri hluta ársins, en hlutdeild þeirra í sögulegu samhengi sé enn lág. „Áhrif hárra vaxta gætir hér en fjölgun íbúða í eigu einstaklinga sem eiga eina íbúð hefur dregist hratt saman á síðustu árum á sama tíma og viðbótaríbúðir hafi auknum mæli runnið til stærri íbúðaeigenda.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira