Viðskipti

Tix fær nýtt nafn og nýjan framkvæmdastjóra

Hrefna Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri miðasölufyrirtækisins Tix en samhliða því fær fyrirtækið nýjan stjórnarformann sem kemur úr röðum Ticketmaster og nýtt nafn, Tixly. Hér á landi verður upprunalega nafnið þó áfram notað. 

Viðskipti innlent

Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“

„Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Atvinnulíf

„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“

„Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.

Atvinnulíf

Rannsóknin sé ítarleg og muni taka af allan vafa

Seðlabankastjóri segir að rannsókn Fjármálaeftirlits bankans á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka muni taka af allan vafa hvort innherjaupplýsingar hafi verið nýttar í tengslum við yfirvofandi útboð bankans. Allir þættir málsins verði skoðaðir.

Viðskipti innlent

Þrota­bú Wow air fær ekki krónu frá Skúla og fé­lögum

Skaðabótakröfu þrotabús Wow air gegn Títan Fjárfestingafélagi, félagi Skúla Mogensen, Skúla sjálfum og fjórum stjórnarmönnum Wow air hefur verið vísað frá héraðsdómi. Þrotabúið fór fram á tæplega hálfan milljarð króna í skaðabætur en þarf að greiða 14,1 milljón króna í málskostnað.

Viðskipti innlent

Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar

Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar.

Viðskipti innlent

Framsókn vill leyfa sölu áfengis á sunnudögum

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verði einnig opin á sunnudögum. sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudaginn í ágúst. Telja þau að „veita þurfi áfengisútsölustöðum rýmri heimildir til að bregðast við tilkomu nýrra verslunarhátta“ og gera auðveldara að opna dyr ÁTVR fyrir neytendum þegar þeim hentar best.

Neytendur

Strætó hækkar verðið

Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur.

Neytendur

Hörður hættir í Macland

Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu. Hann segir viðskilnaðinn ljúfsáran en tímabært hafi verið að breyta til. Næstu mánuði mun hann vinna að verkefni með rafskútu- og deilibílaleigunni Hopp.

Viðskipti innlent