Viðskipti

Hjörtur frá Amazon til Lucinity

Hjörtur Líndal Stefánsson hefur verið ráðinn yfirmaður tækni- og hugbúnaðarþróunar (CTO) hjá sprotafyrirtækinu Lucinity. Hann snýr nú aftur til Íslands eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum hjá tæknirisanum Amazon síðustu átta ár.

Viðskipti innlent

Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár

Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 

Viðskipti erlent

Apple slær ekki feilnótu með iPhone 14

Apple leggur sig sífellt fram við að bæta viðmót og upplifun notanda og eru nýju símarnir iPhone 14 og 14 Pro stútfullir af frábærum eiginleikum. Meðal annars eru þeir búnir bestu rafhlöðuendingu sem sést hefur í iPhone, háþróuðu tvöföldu myndavélakerfi og árekstrarskynjara með sjálfvirku neyðarboði. Í boði eru fimm fallegir litir eins og ljósgull, ljósblár og svarblár.

Samstarf

Himin­háar sektir fyrir lygar um 737 MAX

Bandaríska verðbréfaeftirlitið hefur sektað bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um 200 milljónir dollara, tæpa þrjátíu milljarði króna, fyrir að veita fjárfestum sínum rangar upplýsingar um öryggisvandamál Boeing 737 MAX vélarinnar. Fyrrum forstjórinn þarf einnig að greiða rúmar 140 milljónir króna í sekt.

Viðskipti erlent

Brim kaupir aukinn kvóta og nýtt skip

Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir. Markmið viðskiptanna er sagt vera að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði.

Viðskipti innlent

Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008

Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun.

Viðskipti erlent

Twitch bannar fjár­hættu­spila­streymi

Frá og með 18. október næstkomandi munu notendur streymissíðunnar Twitch ekki geta streymt frá því þegar þeir stunda fjárhættuspil á netinu, nema að vefsíðan sem þeir nota sé skráð í Bandaríkjunum. Fjárhættuspilastreymi hafa aukist gríðarlega í vinsældum upp á síðkastið.

Viðskipti erlent

Ragnhildur áfram rektor HR

Ný stjórn Háskólans í Reykjavík hefur framlengt ráðningarsamning Ragnhildar Helgadóttur rektors til ársins 2026. Ragnhildur tók við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni árið 2021, en hann hafði þá verið rektor í ellefu ár. Ragnhildur gerði upphaflega samning til eins árs, sem hefur nú verið framlengdur.

Viðskipti innlent

Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“

„Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni.

Atvinnulíf

Breyta nafni hótel­keðju Icelandair og Flug­leiða

Nafnabreytingu á Flugleiðahótelum hf. og keðju Icelandair Hótela er lokið, en nýir eigendur félagsins, Berjaya Land Berhard (Berjaya), gerðu samkomulag við fyrri eigendur, Icelandair Group, um að láta af notkun vörumerkis þess síðarnefnda að lokinni sölu hótelfélagsins.

Viðskipti innlent