Kerecis hlýtur Útflutningsverðlaunin og Laufey heiðruð Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2024 13:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti, Laufey Lín Jónsdóttir, Guðmundur Fertram Sigurjónsson og Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu. Forsetaembættið Líftæknifyrirtækið Kerecis hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2024. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Samhliða var Laufey Lín Jónsdóttir heiðruð fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. Í tilkynningu kemur fram að Kerecis hafi um árabil framleitt sáraroð sem notað sé við meðferð þrálátra sára, til dæmis vegna sykursýki, brunasára og annarra þrálátra sára. „Saga Kerecis hófst árið 2007 þegar Guðmundur Fertram stofnaði fyrirtækið með það að leiðarljósi að stunda nýsköpun á sviði lækningatækja- eða þjónustu. Sú hugmynd að framleiða lækningarvörur úr fiskroði þótti frumleg á sínum tíma. Fyrst vakti hún athygli þegar Kerecis hlaut Nýsköpunarverðlaun Vestfjarða árið 2009. Styrkir úr Tækniþróunarsjóði árið 2009 og Nýsköpunarsjóði árið 2010 hjálpuðu við að greiða götuna fyrstu árin. Rannsóknarstofa var opnuð á Ísafirði árið 2009 og fyrsti starfsmaðurinn var ráðinn. Ári síðar opnaði Kerecis skrifstofu í Reykjavík. Frá því hugmyndin um nýtingu þorskroðs í lækningaskyni fæddist hefur vöruframboðið aukist umtalsvert. Sáraroð er nú notað við sífellt fjölbreyttari aðstæður – t.d. við meðhöndlun á margs konar áverkum, brunasárum og í skurðaðgerðum. Forsetaembættið Ýmsir áfangar hafa brotið blað í sögu félagsins frá stofnun til dagsins í dag. Þar má nefna styrk sem Kerecis hlaut árið 2015 frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna til að þróa lækningavörur fyrir bruna- og sprengjusár. Umsvifin í Bandaríkjunum jukust umtalsvert við þetta og ári síðar opnaði fyrirtækið útibú í Washington. Árið 2023 var svo rannsóknarstofa og dreifingarmiðstöð stofnuð í Minneapolis í Bandaríkjunum. Tekjuvöxtur Kerecis hefur verið gríðarlegur á undanförnum misserum. Árið 2016 voru tekjur fyrirtækisins um hálf milljón dollara og hafa þær tvöfaldast á hverju ári síðan þá. Árið 2023 námu tekjurnar 110 milljónum dollara, sem eru um 15 milljarðar króna, og starfsmenn fyrirtækisins voru í lok síðasta árs um 600 talsins. Nýr kafli var síðan skrifaður í sögu fyrirtækisins í ágúst 2023 þegar félagið var keypt af danska fyrirtækinu Coloplast A/S fyrir 1,3 milljarða dollara. Þar með varð Kerecis fyrsti „einhyrningurinn“ í íslensku viðskiptalífi – þ.e.a.s. fyrsta íslenska sprotafyrirtækið sem metið er á yfir einn milljarð dollara. Laufey Lín Jónsdóttir Við sama tilefni var afhent heiðursviðurkenning, sem árlega er veitt einstaklingi sem þykir með starfi sínu og verkum hafa borið hróður Íslands víða um heim. Laufey Lín Jónsdóttir varð fyrir valinu í ár og var heiðruð fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. Laufey fæddist í Reykjavík árið 1999. Hún heillaðist snemma af djass og klassískri tónlist enda alin upp við mikla tónlistarmenningu. Fjögurra ára byrjaði Laufey að læra á píanó og átta ára á selló. Hún kom fyrst fram á stóra sviðinu þegar hún spilaði einleik á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þá 15 ára. Söngurinn blundaði alltaf með henni og fór hún að koma fram sem söngkona á unglingsaldri meðal annars í Iceland Got Talent og The Voice þar sem hún náði í úrslitakeppnina. Laufey brautskráðist úr Verslunarskólanum og MÍT á árinu 2019 og hlaut í framhaldi af því forsetastyrk frá Berklee College of Music í Boston þar sem hún lærði á selló auk þess að nema tónsmíðar og fleira. Að lokinni útskrift fluttist hún til Los Angeles þar sem hún er nú búsett. Laufey gaf út sína fyrstu smáskífu, „Street by Street“, árið 2020 og sló hún í gegn í útvarpi. Árið 2021 kom stuttskífan „Typical of me“ út og ári síðar fyrsta breiðskífan, „Everything I know about love“. Laufey Lín Jónsdóttir tekur við viðurkenningarskjali úr hendi Guðna Th. Jóhannessyni forseta.Forsetaembættið Önnur breiðskífan, „Bewitched“, kom síðan út í september 2023. Platan naut strax mikillar velgengni og varð önnur mest spilaða platan á Spotify – sem er besti árangur listamanns fyrir djassplötu í sögu Spotify. Í dag hefur tónlist hennar fengið nálægt tveimur milljörðum spilana á heimsvísu. Tónlistarsköpun Laufeyjar er blanda af djassi, klassík og popptónlist. Að eigin sögn er markmið hennar að auka áhuga sinnar kynslóðar á djassi og klassískri tónlist. Þetta hefur hún gert meðal annars með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og nálgast fylgjendur hennar þar 10 milljónir. Tónlist hennar hefur notið gríðarlegra vinsælda og selst hefur upp á alla tónleika hennar undanfarið. Velgengni Laufeyjar var svo kórónuð í febrúar á þessu ári þegar hún hlaut hin virtu Grammy verðlaun í flokki hefðbundinnar tónlistar fyrir plötuna „Bewitched“. Forsetaembættið Um útflutningsverðlaunin Tilgangurinn með veitingu Útflutningverðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum mörkuðum og fleiru. Útflutningsverðlaunin eru nú veitt í 36. sinn en þau voru fyrst afhent árið 1989. Meðal fyrirtækja er hlotið hafa verðlaunin í gegnum tíðina eru Íslensk erfðagreining, Trefjar, Icelandair, Bláa lónið og Marel og á síðasta ári hlaut hugbúnaðarfyrirtækið Gangverk verðlaunin. Í úthlutunarnefndinni sátu að þessu sinni Sif Gunnarsdóttir frá embætti forseta Íslands, Gylfi Magnússon frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Katrín Olga Jóhannesdóttir frá Viðskiptaráði, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Hildur Árnadóttir frá Íslandsstofu en Íslandsstofa ber ábyrgð á kostnaði og framkvæmd við verðlaunaveitinguna,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Líftækni Laufey Lín Íslendingar erlendis Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Kerecis hafi um árabil framleitt sáraroð sem notað sé við meðferð þrálátra sára, til dæmis vegna sykursýki, brunasára og annarra þrálátra sára. „Saga Kerecis hófst árið 2007 þegar Guðmundur Fertram stofnaði fyrirtækið með það að leiðarljósi að stunda nýsköpun á sviði lækningatækja- eða þjónustu. Sú hugmynd að framleiða lækningarvörur úr fiskroði þótti frumleg á sínum tíma. Fyrst vakti hún athygli þegar Kerecis hlaut Nýsköpunarverðlaun Vestfjarða árið 2009. Styrkir úr Tækniþróunarsjóði árið 2009 og Nýsköpunarsjóði árið 2010 hjálpuðu við að greiða götuna fyrstu árin. Rannsóknarstofa var opnuð á Ísafirði árið 2009 og fyrsti starfsmaðurinn var ráðinn. Ári síðar opnaði Kerecis skrifstofu í Reykjavík. Frá því hugmyndin um nýtingu þorskroðs í lækningaskyni fæddist hefur vöruframboðið aukist umtalsvert. Sáraroð er nú notað við sífellt fjölbreyttari aðstæður – t.d. við meðhöndlun á margs konar áverkum, brunasárum og í skurðaðgerðum. Forsetaembættið Ýmsir áfangar hafa brotið blað í sögu félagsins frá stofnun til dagsins í dag. Þar má nefna styrk sem Kerecis hlaut árið 2015 frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna til að þróa lækningavörur fyrir bruna- og sprengjusár. Umsvifin í Bandaríkjunum jukust umtalsvert við þetta og ári síðar opnaði fyrirtækið útibú í Washington. Árið 2023 var svo rannsóknarstofa og dreifingarmiðstöð stofnuð í Minneapolis í Bandaríkjunum. Tekjuvöxtur Kerecis hefur verið gríðarlegur á undanförnum misserum. Árið 2016 voru tekjur fyrirtækisins um hálf milljón dollara og hafa þær tvöfaldast á hverju ári síðan þá. Árið 2023 námu tekjurnar 110 milljónum dollara, sem eru um 15 milljarðar króna, og starfsmenn fyrirtækisins voru í lok síðasta árs um 600 talsins. Nýr kafli var síðan skrifaður í sögu fyrirtækisins í ágúst 2023 þegar félagið var keypt af danska fyrirtækinu Coloplast A/S fyrir 1,3 milljarða dollara. Þar með varð Kerecis fyrsti „einhyrningurinn“ í íslensku viðskiptalífi – þ.e.a.s. fyrsta íslenska sprotafyrirtækið sem metið er á yfir einn milljarð dollara. Laufey Lín Jónsdóttir Við sama tilefni var afhent heiðursviðurkenning, sem árlega er veitt einstaklingi sem þykir með starfi sínu og verkum hafa borið hróður Íslands víða um heim. Laufey Lín Jónsdóttir varð fyrir valinu í ár og var heiðruð fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. Laufey fæddist í Reykjavík árið 1999. Hún heillaðist snemma af djass og klassískri tónlist enda alin upp við mikla tónlistarmenningu. Fjögurra ára byrjaði Laufey að læra á píanó og átta ára á selló. Hún kom fyrst fram á stóra sviðinu þegar hún spilaði einleik á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þá 15 ára. Söngurinn blundaði alltaf með henni og fór hún að koma fram sem söngkona á unglingsaldri meðal annars í Iceland Got Talent og The Voice þar sem hún náði í úrslitakeppnina. Laufey brautskráðist úr Verslunarskólanum og MÍT á árinu 2019 og hlaut í framhaldi af því forsetastyrk frá Berklee College of Music í Boston þar sem hún lærði á selló auk þess að nema tónsmíðar og fleira. Að lokinni útskrift fluttist hún til Los Angeles þar sem hún er nú búsett. Laufey gaf út sína fyrstu smáskífu, „Street by Street“, árið 2020 og sló hún í gegn í útvarpi. Árið 2021 kom stuttskífan „Typical of me“ út og ári síðar fyrsta breiðskífan, „Everything I know about love“. Laufey Lín Jónsdóttir tekur við viðurkenningarskjali úr hendi Guðna Th. Jóhannessyni forseta.Forsetaembættið Önnur breiðskífan, „Bewitched“, kom síðan út í september 2023. Platan naut strax mikillar velgengni og varð önnur mest spilaða platan á Spotify – sem er besti árangur listamanns fyrir djassplötu í sögu Spotify. Í dag hefur tónlist hennar fengið nálægt tveimur milljörðum spilana á heimsvísu. Tónlistarsköpun Laufeyjar er blanda af djassi, klassík og popptónlist. Að eigin sögn er markmið hennar að auka áhuga sinnar kynslóðar á djassi og klassískri tónlist. Þetta hefur hún gert meðal annars með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og nálgast fylgjendur hennar þar 10 milljónir. Tónlist hennar hefur notið gríðarlegra vinsælda og selst hefur upp á alla tónleika hennar undanfarið. Velgengni Laufeyjar var svo kórónuð í febrúar á þessu ári þegar hún hlaut hin virtu Grammy verðlaun í flokki hefðbundinnar tónlistar fyrir plötuna „Bewitched“. Forsetaembættið Um útflutningsverðlaunin Tilgangurinn með veitingu Útflutningverðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum mörkuðum og fleiru. Útflutningsverðlaunin eru nú veitt í 36. sinn en þau voru fyrst afhent árið 1989. Meðal fyrirtækja er hlotið hafa verðlaunin í gegnum tíðina eru Íslensk erfðagreining, Trefjar, Icelandair, Bláa lónið og Marel og á síðasta ári hlaut hugbúnaðarfyrirtækið Gangverk verðlaunin. Í úthlutunarnefndinni sátu að þessu sinni Sif Gunnarsdóttir frá embætti forseta Íslands, Gylfi Magnússon frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Katrín Olga Jóhannesdóttir frá Viðskiptaráði, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Hildur Árnadóttir frá Íslandsstofu en Íslandsstofa ber ábyrgð á kostnaði og framkvæmd við verðlaunaveitinguna,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Líftækni Laufey Lín Íslendingar erlendis Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira