Viðskipti

„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“

„Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað.

Atvinnulíf

„Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“

Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla.

Atvinnulíf

FÍB segir trygginga­fé­lögin sitja á „spik­feitum bóta­sjóði“ frekar en að lækka ið­gjöld

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum.

Neytendur

Hlut­fall í­búða sem seljast á yfir­verði lækkar í fyrsta sinn síðan í janúar

Nokkuð hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði á undanförnum mánuðum, en á höfuðborgarsvæðinu dróst fjöldi kaupsamninga saman um 20 prósent á milli mánaðanna júní og júlí og um 25 prósent miðað við júlí í fyrra. Verð á sérbýli hækkar áfram meira en verð íbúða í fjölbýli og þá lækkar hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði í fyrsta sinn síðan í janúar.

Viðskipti innlent

Hugmynd fyrir ári orðið að vinsælum Facebookleik

„Fyrir ári síðan, rétt þegar önnur COVID bylgjan var að skella á, fékk ég þessa flugu í kollinn á göngu í Elliðarárdal. Mér fannst einhvern veginn allt framundan vera svo undirlagt af alvarleika, mikil þyngsl í fólki, veturinn að koma og myrkrið á næsta leiti,“ segir Rúna Magnúsdóttir aðspurð um það hvernig Facebook-leikurinn Game of Boxes kom eiginlega til. Leikurinn stendur yfir í 21 dag og gengur út á að fólk virkjar ímyndunaraflið sitt til þess að brjótast út úr viðjum vanans og viðhorfum sem eru að hefta þau.

Atvinnulíf