Þrír nýir stjórnendur hjá Coca-Cola á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 10:03 Vilborg Anna Garðarsdóttir, Gestur Steinþórsson og Sigurpáll Torfason. Aðsend Vilborg Anna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framlegðar og tekjustýringar Coca-Cola á Íslandi. Vilborg kemur til Coca-Cola á Íslandi frá UN Women á Íslandi þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri. Áður en hún starfaði hjá UN Women var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sixt í tæp tíu ár. Vilborg Anna er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og unnið lengst af í fjármálum síðustu 15 ár. Hún hefur enn fremur góða reynslu af framlegðar- og tekjustýringu. Vilborg Anna GarðarsdóttirAðsend „Það er ómetanlegt tækifæri að ganga til liðs við Coca-Cola á Íslandi og taka þátt í því metnaðarfulla starfi sem þar fer fram. Ég stíg full tilhlökkunar inn í nýtt hlutverk á spennandi markaði og vonast til að geta nýtt reynslu mína úr alþjóðlegu umhverfi á þessum vettvangi,“ segir Vilborg Anna. Gestur Steinþórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri áfengra drykkja hjá Coca-Cola á Íslandi. Hlutverk hans verður að leiða markaðssetningu og vöruþróun áfengra vörumerkja félagsins. Hluti af þeim vörumerkjum eru Víking, Thule og Einstök bjórvörumerki en einnig létt og sterk vín eins og Reyka vodka, Faustino og Las Moras léttvín, William Grants whiskey og margt fleira. Gestur Steinþórsson Gestur hefur starfað mikið við markaðsmál og rekstur undanfarinn áratug og var áður vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og ÍSAM. Hann var einnig meðeigandi og skipuleggjandi The Color Run árið 2015, sem var fyrsta árið sem sá viðburður var haldinn á Íslandi. Gestur stofnaði og var framkvæmdarstjóri EastWest Iceland, sem er ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, og hefur komið að rekstri auglýsingastofa, sem dæmi Silent (nú Sahara) og Vert Markaðsstofu. Gestur er með Bs gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og Msc í Stjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá sama skóla. „Það eru gríðarlega spennandi verkefni og tækifæri framundan hjá Coca-Cola á Íslandi, markaðurinn stendur á krefjandi tímum og eru miklar hreyfingar í gangi. Það eru forréttindi að fá að starfa við vörumerkin, til að mynda Víking bjórinn sem hefur löngum verið stærsta bjór vörumerki á Íslandi,“ segir Gestur. Sigurpáll Torfason hefur verið ráðinn sem Sr Mgr, Engineering hjá Coca-Cola á Íslandi. Sigurpáll hefur leitt tæknisvið fyrirtækisins á Akureyri með góðum árangri frá 2020 og mun nú taka við tæknideildum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hann mun jafnframt hafa yfirumsjón með framkvæmdaverkefnum sem tilheyra vörustjórnunarsviði fyrirtækisins Sigurpáll Torfason Aðsend Sigurpáll hefur víðtæka reynslu af sjálfvirkni og hefur starfað á því sviði um árabil. Hann hefur m.a. starfað við framleiðslu á búnaði fyrir Skagann 3X og uppsetningar og kennslu á búnaði fyrir Völku ehf. og sem bæði eru framúrskarandi fyrirtæki á heimsvísu. „Ég hlakka til að takast á við ný og krefjandi verkefni fyrir Coca-Cola á Íslandi. Hafandi verið í uppsetningum á vélbúnaði um allan heim er virkilega spennandi að sitja hinum megin við borðið. Reynsla mín og þekking kemur að góðum notum í nýju hlutverki þar sem ég þekki ferlið vel frá upphafi til enda,“ segir Sigurpáll. Vistaskipti Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Vilborg Anna er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og unnið lengst af í fjármálum síðustu 15 ár. Hún hefur enn fremur góða reynslu af framlegðar- og tekjustýringu. Vilborg Anna GarðarsdóttirAðsend „Það er ómetanlegt tækifæri að ganga til liðs við Coca-Cola á Íslandi og taka þátt í því metnaðarfulla starfi sem þar fer fram. Ég stíg full tilhlökkunar inn í nýtt hlutverk á spennandi markaði og vonast til að geta nýtt reynslu mína úr alþjóðlegu umhverfi á þessum vettvangi,“ segir Vilborg Anna. Gestur Steinþórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri áfengra drykkja hjá Coca-Cola á Íslandi. Hlutverk hans verður að leiða markaðssetningu og vöruþróun áfengra vörumerkja félagsins. Hluti af þeim vörumerkjum eru Víking, Thule og Einstök bjórvörumerki en einnig létt og sterk vín eins og Reyka vodka, Faustino og Las Moras léttvín, William Grants whiskey og margt fleira. Gestur Steinþórsson Gestur hefur starfað mikið við markaðsmál og rekstur undanfarinn áratug og var áður vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og ÍSAM. Hann var einnig meðeigandi og skipuleggjandi The Color Run árið 2015, sem var fyrsta árið sem sá viðburður var haldinn á Íslandi. Gestur stofnaði og var framkvæmdarstjóri EastWest Iceland, sem er ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, og hefur komið að rekstri auglýsingastofa, sem dæmi Silent (nú Sahara) og Vert Markaðsstofu. Gestur er með Bs gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og Msc í Stjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá sama skóla. „Það eru gríðarlega spennandi verkefni og tækifæri framundan hjá Coca-Cola á Íslandi, markaðurinn stendur á krefjandi tímum og eru miklar hreyfingar í gangi. Það eru forréttindi að fá að starfa við vörumerkin, til að mynda Víking bjórinn sem hefur löngum verið stærsta bjór vörumerki á Íslandi,“ segir Gestur. Sigurpáll Torfason hefur verið ráðinn sem Sr Mgr, Engineering hjá Coca-Cola á Íslandi. Sigurpáll hefur leitt tæknisvið fyrirtækisins á Akureyri með góðum árangri frá 2020 og mun nú taka við tæknideildum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hann mun jafnframt hafa yfirumsjón með framkvæmdaverkefnum sem tilheyra vörustjórnunarsviði fyrirtækisins Sigurpáll Torfason Aðsend Sigurpáll hefur víðtæka reynslu af sjálfvirkni og hefur starfað á því sviði um árabil. Hann hefur m.a. starfað við framleiðslu á búnaði fyrir Skagann 3X og uppsetningar og kennslu á búnaði fyrir Völku ehf. og sem bæði eru framúrskarandi fyrirtæki á heimsvísu. „Ég hlakka til að takast á við ný og krefjandi verkefni fyrir Coca-Cola á Íslandi. Hafandi verið í uppsetningum á vélbúnaði um allan heim er virkilega spennandi að sitja hinum megin við borðið. Reynsla mín og þekking kemur að góðum notum í nýju hlutverki þar sem ég þekki ferlið vel frá upphafi til enda,“ segir Sigurpáll.
Vistaskipti Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira