Viðskipti

Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl

„Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“

Atvinnulíf

Árs­reikningum skilað fyrr og betur

Alls hafði 16.290 ársreikningum verið skilað til ársreikningaskrár fyrir reikningsárið 2020 á fimmtudaginn í síðustu viku. Á sama tíma á síðasta ári hafði 15.504 ársreikningum skilað til ársreikningaskrár og jafngildir þetta því fjölgun á skiluðum ársreikningum um fimm prósent milli ára.

Viðskipti innlent

Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar

„Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney.

Atvinnulíf

Krónan af­nemur grímu­skyldu

Krónan mun afnema grímuskyldu í verslunum sínum á morgun, 1. september. Telja forsvarsmenn keðjunnar að viðskiptavinum og starfsfólki sé nú treystandi til að meta sjálft hvort þörf sé á grímu.

Viðskipti innlent

Landsbankinn ríður á vaðið og hækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig. Tæp vika er liðin frá stýrivaxtahækkun Seðlabankans og er Landsbankinn fyrstur stóru viðskiptabankanna til að tilkynna vaxtabreytingar í kjölfarið.

Viðskipti innlent

Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ

Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf.

Viðskipti innlent