Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2022 10:01 Stefanía Guðrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri hjá Eyrri Venture Management vann einu sinni í sjoppu á Hólmavík og fannst fátt skemmtilegra þar en að smúla planið. Hún sæi sjálfan sig alveg sem uppátækjasaman karakter í Næturvaktinni, sem mögulega myndi smúla fleira en planið ef þyrfti. Vísir/Vilhelm Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um klukkan hálf sjö við vekjara sem líkir eftir sólarupprás, engin hljóð, bara ljós, þá er eins og það sé vor alla daga.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fer beint í útiföt og sæki smalahundinn Sám sem fer með mér í morgungöngu í hálftíma. Þegar við komum heim vekjum við Katrínu, tíu ára sem fær smalahund og mömmu sína upp í rúm til sín í knús. Fjölskyldan mætir svo öll í morgunmat sem Snorri, eiginmaður minn hefur útbúið meðan ég og Sámur kláruðum morgungönguna.“ Nefndu karakter úr Næturvaktarseríunum sem þú myndir helst samsvara þér við? Ég væri líklega starfsmaður á plani, sem unglingur vann ég í sjoppu á Hólmavík og það skemmtilegasta sem ég gerði var að spúla þvottaplanið. Slíkur karakter gæti átt það til að láta það eftir sér að spúla fleiri en bara planið ef þörf væri á.“ Dagarnir hjá Stefaníu fara oft í annars vegar að skoða fyrirtæki til að fjárfesta í en hins vegar að sitja stjórnarfundi í sprotafyrirtækjum sem Eyrir Venture Management hefur þegar fjárfest í. Outlook heldur algjörlega um skipulagið og þegar Stefanía þarf næði til að sinna verkefnum, bókar hún tíma í dagatalið fyrir sjálfan sig.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það sem mér finnst skemmtilegast við vinnuna mína er að það er enginn dagur eins, flestir daga snúast um að skoða ný sprotafyrirtæki sem eru að leita af fjárfestum. Ekkert fyrirtæki er eins og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Áður en við ákveðum hvort við ætlum að fjárfesta í fyrirtækjum hefur átt sér stað mikil greiningarvinna sem innifelur bæði vinnu við að lesa sig í gegnum ýmis skjöl en líka það sem mér þykir áhugaverðast, en það er að taka samtöl við þau sem standa að baki fyrirtækinu, greinendur og við aðra hagaðila. Eftir að við fjárfestum, þá tekur við vinna með félögunum við að byggja upp og stækka. Hefðbundinn dagur hjá mér er því oftast blanda þessu tvennu að skoða ný sprotafyrirtæki og svo sitja stjórnarfundum í fyrirtækjum sem hafa fengið fjárfestingu. Partur af deginum mínum fer einnig alþjóðleg samskipti eins og mál tengdum viðskiptahraðal MIT háskólans í Boston sem við hjá Eyri Vexti erum í samstarfi við. Í gegnum það verkefni styðjum við sprotafyrirtækin sem við höfum fjárfest í, í þeirri vegferð að stækka og ná árangri á alþjóðamörkuðum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er undir stöðugri handleiðslu Outlook dagatalsins sem stjórnar deginum mínum með harðri hendi en ég passa upp á að bóka allt sem kemur til mín þar inn þá næ ég frekar að gera það sem ég ætla mér þá vikuna. Þetta snýst dálítið um aga en þegar fólk hefur samband við mig í gegnum allt mögulegt, Linkedin, Facbook eða símtöl, en allt fer inn í Outlook hjá mér. Sama á við um þegar ég þarf tíma til að vinna ákveðin verkefni í næði, þá bóka ég tíma hjá sjálfri mér. Á föstudögum hef ég það fyrir venju að fara yfir skipulag næstu viku til að vera viss um að ég nái að undirbúa næstu viku þegar þess þarf.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þó ég sé nagli, þá fer ég hallærislega snemma að sofa því ég er kvöldsvæf, fer upp í rúm fyrir klukkan ellefu að lesa og reyni að vera ekki í símanum. Það er átakið núna, að lesa meira og leggja símann frá mér.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00 Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. 22. október 2022 10:01 Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. 29. október 2022 10:01 Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. 8. október 2022 10:01 „Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um klukkan hálf sjö við vekjara sem líkir eftir sólarupprás, engin hljóð, bara ljós, þá er eins og það sé vor alla daga.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fer beint í útiföt og sæki smalahundinn Sám sem fer með mér í morgungöngu í hálftíma. Þegar við komum heim vekjum við Katrínu, tíu ára sem fær smalahund og mömmu sína upp í rúm til sín í knús. Fjölskyldan mætir svo öll í morgunmat sem Snorri, eiginmaður minn hefur útbúið meðan ég og Sámur kláruðum morgungönguna.“ Nefndu karakter úr Næturvaktarseríunum sem þú myndir helst samsvara þér við? Ég væri líklega starfsmaður á plani, sem unglingur vann ég í sjoppu á Hólmavík og það skemmtilegasta sem ég gerði var að spúla þvottaplanið. Slíkur karakter gæti átt það til að láta það eftir sér að spúla fleiri en bara planið ef þörf væri á.“ Dagarnir hjá Stefaníu fara oft í annars vegar að skoða fyrirtæki til að fjárfesta í en hins vegar að sitja stjórnarfundi í sprotafyrirtækjum sem Eyrir Venture Management hefur þegar fjárfest í. Outlook heldur algjörlega um skipulagið og þegar Stefanía þarf næði til að sinna verkefnum, bókar hún tíma í dagatalið fyrir sjálfan sig.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það sem mér finnst skemmtilegast við vinnuna mína er að það er enginn dagur eins, flestir daga snúast um að skoða ný sprotafyrirtæki sem eru að leita af fjárfestum. Ekkert fyrirtæki er eins og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Áður en við ákveðum hvort við ætlum að fjárfesta í fyrirtækjum hefur átt sér stað mikil greiningarvinna sem innifelur bæði vinnu við að lesa sig í gegnum ýmis skjöl en líka það sem mér þykir áhugaverðast, en það er að taka samtöl við þau sem standa að baki fyrirtækinu, greinendur og við aðra hagaðila. Eftir að við fjárfestum, þá tekur við vinna með félögunum við að byggja upp og stækka. Hefðbundinn dagur hjá mér er því oftast blanda þessu tvennu að skoða ný sprotafyrirtæki og svo sitja stjórnarfundum í fyrirtækjum sem hafa fengið fjárfestingu. Partur af deginum mínum fer einnig alþjóðleg samskipti eins og mál tengdum viðskiptahraðal MIT háskólans í Boston sem við hjá Eyri Vexti erum í samstarfi við. Í gegnum það verkefni styðjum við sprotafyrirtækin sem við höfum fjárfest í, í þeirri vegferð að stækka og ná árangri á alþjóðamörkuðum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er undir stöðugri handleiðslu Outlook dagatalsins sem stjórnar deginum mínum með harðri hendi en ég passa upp á að bóka allt sem kemur til mín þar inn þá næ ég frekar að gera það sem ég ætla mér þá vikuna. Þetta snýst dálítið um aga en þegar fólk hefur samband við mig í gegnum allt mögulegt, Linkedin, Facbook eða símtöl, en allt fer inn í Outlook hjá mér. Sama á við um þegar ég þarf tíma til að vinna ákveðin verkefni í næði, þá bóka ég tíma hjá sjálfri mér. Á föstudögum hef ég það fyrir venju að fara yfir skipulag næstu viku til að vera viss um að ég nái að undirbúa næstu viku þegar þess þarf.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þó ég sé nagli, þá fer ég hallærislega snemma að sofa því ég er kvöldsvæf, fer upp í rúm fyrir klukkan ellefu að lesa og reyni að vera ekki í símanum. Það er átakið núna, að lesa meira og leggja símann frá mér.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00 Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. 22. október 2022 10:01 Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. 29. október 2022 10:01 Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. 8. október 2022 10:01 „Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00
Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. 22. október 2022 10:01
Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. 29. október 2022 10:01
Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. 8. október 2022 10:01
„Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00