Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 08:54 FTX er á meðal stærstu kauphalla með rafmyntir í heiminum. Fall þess hefur valdið miklum titringi á rafmyntarmarkaði í vikunni. Vísir/Getty Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. Gengi helstu rafmynta heims hefur hrapað í kjölfar hremminga FTX í vikunni. Fyrirtækið varð fyrir áhlaupi þegar viðskiptavinir þess vildu leysa út fé sé í hrönnum. Aðstandendur þess eru nú sagðir vinna að því í örvæntingu að safna um 9,4 milljörðum dollara frá fjárfestum og keppinautum til þess að eiga fyrir innistæðum. Staða FTX versnaði enn þegar björgunartilraunir aðalkeppinautsins Binance fóru út um þúfur á miðvikudag. Stjórnendum Binance hugnaðist ekki það sem þeir sáu þegar þeir fengu að líta í bókhaldsbækur FTX. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bahamaeyja, þar sem FTX er skráð, frysti í gær eignir dótturfélags FTX og fór fram á að settur yrði skiptastjóri yfir bú þess. Reuters-fréttastofan segir jafnframt óstaðfestar fregnir um að hliðstæð yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaki nú Sam Bankman-Fried, forstjóra og stofnanda FTX, fyrir möguleg brot á lögum um verðbréf. Bandarískir þingmenn krefjast þess nú að rafmyntarbransanum verði sett lög og vilja rannsókn á því hvað leiddi til falls FTX. Nokkrir fjárfestingasjóðir sem lögðu fé í FTX hafa þegar sagst hafa afskrifað þær fjárfestingar sínar. Erfiðleikar FTX er sagðir hafa byrjað fyrr á þessu ári þegar Bankman-Fried kom öðrum rafmyntarfyrirtækjum sem voru í kröggum til bjargar. Hann er sagður hafa lagt að minnsta kosti fjóra milljarða dollara í fyrirtækið Alameda. Fulltrúar Binance sem skoðuðu kaup á FTX líktu bókhaldi þess við svarthol þar sem engin leið væri að greina á milli eigna þess og skulda Alameda. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Fjártækni Bahamaeyjar Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Sjá meira
Gengi helstu rafmynta heims hefur hrapað í kjölfar hremminga FTX í vikunni. Fyrirtækið varð fyrir áhlaupi þegar viðskiptavinir þess vildu leysa út fé sé í hrönnum. Aðstandendur þess eru nú sagðir vinna að því í örvæntingu að safna um 9,4 milljörðum dollara frá fjárfestum og keppinautum til þess að eiga fyrir innistæðum. Staða FTX versnaði enn þegar björgunartilraunir aðalkeppinautsins Binance fóru út um þúfur á miðvikudag. Stjórnendum Binance hugnaðist ekki það sem þeir sáu þegar þeir fengu að líta í bókhaldsbækur FTX. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bahamaeyja, þar sem FTX er skráð, frysti í gær eignir dótturfélags FTX og fór fram á að settur yrði skiptastjóri yfir bú þess. Reuters-fréttastofan segir jafnframt óstaðfestar fregnir um að hliðstæð yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaki nú Sam Bankman-Fried, forstjóra og stofnanda FTX, fyrir möguleg brot á lögum um verðbréf. Bandarískir þingmenn krefjast þess nú að rafmyntarbransanum verði sett lög og vilja rannsókn á því hvað leiddi til falls FTX. Nokkrir fjárfestingasjóðir sem lögðu fé í FTX hafa þegar sagst hafa afskrifað þær fjárfestingar sínar. Erfiðleikar FTX er sagðir hafa byrjað fyrr á þessu ári þegar Bankman-Fried kom öðrum rafmyntarfyrirtækjum sem voru í kröggum til bjargar. Hann er sagður hafa lagt að minnsta kosti fjóra milljarða dollara í fyrirtækið Alameda. Fulltrúar Binance sem skoðuðu kaup á FTX líktu bókhaldi þess við svarthol þar sem engin leið væri að greina á milli eigna þess og skulda Alameda.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Fjártækni Bahamaeyjar Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Sjá meira
Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00