Hollur matur er alls ekki dýrari 11. júní 2004 00:01 Athyglin hefur beinst að háu matvælaverði á Íslandi undanfarna daga og margir setja hollustuna einmitt fyrir sig sökum þess að hún sé dýrari en óhollustan. En er það tilfellið? Breyttar matarvenjur Íslendinga hafa leitt til þess að allt alls konar heilsufæði fæst nú í almennum matvöruverslunum og í könnun sem Manneldisráð gerði í nóvember á síðasta ári í samvinnu við ASÍ kom í ljós að það er ódýrara að fylgja ráðleggingum um hollt mataræði en að velja mat í samræmi við algengar neysluvenjur Íslendinga. Könnunin var gerð í átta stærstu verslanakeðjunum, sem samtals endurspegla ríflega 90% markaðar á svæðinu. Reiknað var vegið meðalverð hverrar vöru, í samræmi við markaðshlutdeild verslana og valin ódýrasta tegund hverrar vöru í öllum verslunum. Það kostar 125 krónur á dag að fylgja ráðleggingum um 500 grömm af grænmeti, ávöxtum og kartöflum á dag. Til að lifa hollu lífi þarf að minnka neyslu á sykri, kökum, sætindum, ís og gosdrykkjum. Þeir sem borða þessar vörur að ráði þurfa yfirleitt að minnka annan mat á móti, eigi þeir ekki að fitna. Eitt algengt súkkulaðistykki er til dæmis á við þrjár lítið smurðar brauðsneiðar í hitaeiningum og barnastærð af ís hefur jafnmargar hitaeiningar og þrjú glös af léttmjólk. Meðalverð á barnaís er um130 krónur en þrjú glös af léttmjólk kosta 45 krónur. Ef er sett ein skeið af skyri, einn banani og klaki í mjólkurglas og hrært vel í blandara er kominn fyrirtaks drykkur sem gefur mun meiri næringu og færri hitaeiningar en ísinn og kostar mun minna. Með því að velja hollustu í innkaupakörfuna og kaupa lítið af sætindum og ekkert gos má spara umtalsverða fjárhæð, eða 18.852 kr á mann í matarinnkaupum á ári. Heilsa Matur Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Athyglin hefur beinst að háu matvælaverði á Íslandi undanfarna daga og margir setja hollustuna einmitt fyrir sig sökum þess að hún sé dýrari en óhollustan. En er það tilfellið? Breyttar matarvenjur Íslendinga hafa leitt til þess að allt alls konar heilsufæði fæst nú í almennum matvöruverslunum og í könnun sem Manneldisráð gerði í nóvember á síðasta ári í samvinnu við ASÍ kom í ljós að það er ódýrara að fylgja ráðleggingum um hollt mataræði en að velja mat í samræmi við algengar neysluvenjur Íslendinga. Könnunin var gerð í átta stærstu verslanakeðjunum, sem samtals endurspegla ríflega 90% markaðar á svæðinu. Reiknað var vegið meðalverð hverrar vöru, í samræmi við markaðshlutdeild verslana og valin ódýrasta tegund hverrar vöru í öllum verslunum. Það kostar 125 krónur á dag að fylgja ráðleggingum um 500 grömm af grænmeti, ávöxtum og kartöflum á dag. Til að lifa hollu lífi þarf að minnka neyslu á sykri, kökum, sætindum, ís og gosdrykkjum. Þeir sem borða þessar vörur að ráði þurfa yfirleitt að minnka annan mat á móti, eigi þeir ekki að fitna. Eitt algengt súkkulaðistykki er til dæmis á við þrjár lítið smurðar brauðsneiðar í hitaeiningum og barnastærð af ís hefur jafnmargar hitaeiningar og þrjú glös af léttmjólk. Meðalverð á barnaís er um130 krónur en þrjú glös af léttmjólk kosta 45 krónur. Ef er sett ein skeið af skyri, einn banani og klaki í mjólkurglas og hrært vel í blandara er kominn fyrirtaks drykkur sem gefur mun meiri næringu og færri hitaeiningar en ísinn og kostar mun minna. Með því að velja hollustu í innkaupakörfuna og kaupa lítið af sætindum og ekkert gos má spara umtalsverða fjárhæð, eða 18.852 kr á mann í matarinnkaupum á ári.
Heilsa Matur Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira