Skemmtilegt að spara 13. júní 2004 00:01 Sæll Ingólfur Hrafnkell. Ég hef stundum velt fyrir mér að fara af stað með námskeið til að kenna fólki aðferðir til að spara. Líkar því vel að sjá einhvern skrifa á móti bruðlinu. Sannarlega er þörf á góðum ráðum varðandi ávöxtun. Fyrsta spurning er: Hvað er besti kostur til að ávaxta litlar upphæðir til dæmis ef fólk leggur fyrir mánaðarlega. Önnur spurning: Hvaða kostur er bestur og öruggastur til að ávaxta stærri upphæðir án bindingar til margra ára. Fyrirfram þökk. Ingibjörg Sigfúsdóttir Sæl Ingibjörg. Já, stundum getur maður ekki setið á sér og hneykslast svolítið á "heimsku" annarra í fjármálum. Sérstaklega tekst mér vel upp við prédikunina þegar ég gleymi hvernig ég hegðaði mér sjálfur áður. Sparnaður er það skemmtilegasta sem maður gerir við peningana fyrir utan að eyða þeim. Gott er setja lágar upphæðir, sem lagðar eru fyrir reglulega, inn á verðtryggða reikninga ef ekki þarf að nálgast þær með stuttum fyrirvara. Verðtryggðir reikningar eru bundnir til nokkurra ára en oftast er hægt að semja um að upphæðin sem sparast við reglulegt innlegg verði öll laus á sama tíma. Ég mæli ekki með óverðtryggðum sparireikningum því þeir eru að jafnaði með neikvæða ávöxtun. Annar kostur er að kaupa í áskrift hlutdeild í verðbréfasjóðum. Öruggast er að kaupa í sjóðum sem eru myndaðir af ríkisverðbréfum. Lágmarksupphæð í áskrift er 5 til 10.000 krónur. Ávöxtun er að öllu jöfnu góð og hægt er að losa peningana hvenær sem er með því að selja sinn hlut. Sú fjármálastofnun sem gætir sjóðsins tekur þó oftast 1-2% þóknun fyrir kaup og vörslu bréfanna. Eign í ríkisverðbréfasjóðum er eignarskattsfrjáls en maður getur þurft að greiða 0,6% eignarskatt af bréfum í öðrum sjóðum. Þetta er ekki há prósenta en þó rétt að hafa hana í huga. Öruggast er að geyma stærri upphæðir í ríkisverðbréfasjóðum eða öðrum ríkistryggðum bréfum og nokkuð öruggt í öðrum skuldabréfasjóðum eða sjóðum með hátt hlutfall skuldabréfa en lágt hlutfall hlutabréfa. Reynslan virðist þó sýna að fjárfesting í hlutabréfasjóðum og þá sérstaklega svokölluðum vísitölusjóðum skilar bestri ávöxtun til langs tíma eða um 15 til 20 ára bindingu. Sveiflur milli ára geta verið miklar svo ekki er alltaf jafn hagstætt að selja bréf til að losa um peninga sem maður þarf á að halda. Kveðja, Ingólfur Hrafnkell Fjármál Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sæll Ingólfur Hrafnkell. Ég hef stundum velt fyrir mér að fara af stað með námskeið til að kenna fólki aðferðir til að spara. Líkar því vel að sjá einhvern skrifa á móti bruðlinu. Sannarlega er þörf á góðum ráðum varðandi ávöxtun. Fyrsta spurning er: Hvað er besti kostur til að ávaxta litlar upphæðir til dæmis ef fólk leggur fyrir mánaðarlega. Önnur spurning: Hvaða kostur er bestur og öruggastur til að ávaxta stærri upphæðir án bindingar til margra ára. Fyrirfram þökk. Ingibjörg Sigfúsdóttir Sæl Ingibjörg. Já, stundum getur maður ekki setið á sér og hneykslast svolítið á "heimsku" annarra í fjármálum. Sérstaklega tekst mér vel upp við prédikunina þegar ég gleymi hvernig ég hegðaði mér sjálfur áður. Sparnaður er það skemmtilegasta sem maður gerir við peningana fyrir utan að eyða þeim. Gott er setja lágar upphæðir, sem lagðar eru fyrir reglulega, inn á verðtryggða reikninga ef ekki þarf að nálgast þær með stuttum fyrirvara. Verðtryggðir reikningar eru bundnir til nokkurra ára en oftast er hægt að semja um að upphæðin sem sparast við reglulegt innlegg verði öll laus á sama tíma. Ég mæli ekki með óverðtryggðum sparireikningum því þeir eru að jafnaði með neikvæða ávöxtun. Annar kostur er að kaupa í áskrift hlutdeild í verðbréfasjóðum. Öruggast er að kaupa í sjóðum sem eru myndaðir af ríkisverðbréfum. Lágmarksupphæð í áskrift er 5 til 10.000 krónur. Ávöxtun er að öllu jöfnu góð og hægt er að losa peningana hvenær sem er með því að selja sinn hlut. Sú fjármálastofnun sem gætir sjóðsins tekur þó oftast 1-2% þóknun fyrir kaup og vörslu bréfanna. Eign í ríkisverðbréfasjóðum er eignarskattsfrjáls en maður getur þurft að greiða 0,6% eignarskatt af bréfum í öðrum sjóðum. Þetta er ekki há prósenta en þó rétt að hafa hana í huga. Öruggast er að geyma stærri upphæðir í ríkisverðbréfasjóðum eða öðrum ríkistryggðum bréfum og nokkuð öruggt í öðrum skuldabréfasjóðum eða sjóðum með hátt hlutfall skuldabréfa en lágt hlutfall hlutabréfa. Reynslan virðist þó sýna að fjárfesting í hlutabréfasjóðum og þá sérstaklega svokölluðum vísitölusjóðum skilar bestri ávöxtun til langs tíma eða um 15 til 20 ára bindingu. Sveiflur milli ára geta verið miklar svo ekki er alltaf jafn hagstætt að selja bréf til að losa um peninga sem maður þarf á að halda. Kveðja, Ingólfur Hrafnkell
Fjármál Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira