Lifað í limbói 14. júní 2004 00:01 Heimildarmyndin Alive in Limbo, Lifandi í limbói, var frumsýnd á Heimildar- og stuttmyndahátíðinni í Reykjavík í gærkvöldi. Myndina gerðu Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Tina Nacceche og Ericu Marcus og tók framleiðsla hennar tæpan áratug. Í myndinni er fjallað um palestínska flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum í Líbanon og rætt við þá um afstöðu þeirra til manna og málefna. Kvikmyndagerðarkonurnar fóru fyrst til Líbanon árið 1993 og í þrígang á árunum 1999 til 2002. "Það var erfitt að vinna myndina á svona löngum tíma. Fjármörgnun gekk erfiðlega og sérstaklega var erfitt að fá peninga í Bandaríkjunum til verksins enda fjallað á gagnrýninn hátt um framgöngu Bandaríkjastjórnar í málefnum araba. Um tíma leit út fyrir að myndin yrði ekki gerð," segir Hrafnhildur. Verkefnið er runnið undan rifjum Ericu sem er gyðingur en svíður að horfa á illa meðferð araba og útbreidda fordóma gegn þeim. Hrafnhildur segir að gerð myndarinnar og ferðalögin til Líbanon hafi haft mikil áhrif á sig. "Það urðu miklar breytingar á mínu lífi við að kynnast þessum heimi. Myndin sem vanalega er dregin upp af aröbum er ósanngjörn og ósönn. Mér leið ofboðslega vel í Líbanon og vonast til að komast þangað aftur." Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Heimildarmyndin Alive in Limbo, Lifandi í limbói, var frumsýnd á Heimildar- og stuttmyndahátíðinni í Reykjavík í gærkvöldi. Myndina gerðu Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Tina Nacceche og Ericu Marcus og tók framleiðsla hennar tæpan áratug. Í myndinni er fjallað um palestínska flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum í Líbanon og rætt við þá um afstöðu þeirra til manna og málefna. Kvikmyndagerðarkonurnar fóru fyrst til Líbanon árið 1993 og í þrígang á árunum 1999 til 2002. "Það var erfitt að vinna myndina á svona löngum tíma. Fjármörgnun gekk erfiðlega og sérstaklega var erfitt að fá peninga í Bandaríkjunum til verksins enda fjallað á gagnrýninn hátt um framgöngu Bandaríkjastjórnar í málefnum araba. Um tíma leit út fyrir að myndin yrði ekki gerð," segir Hrafnhildur. Verkefnið er runnið undan rifjum Ericu sem er gyðingur en svíður að horfa á illa meðferð araba og útbreidda fordóma gegn þeim. Hrafnhildur segir að gerð myndarinnar og ferðalögin til Líbanon hafi haft mikil áhrif á sig. "Það urðu miklar breytingar á mínu lífi við að kynnast þessum heimi. Myndin sem vanalega er dregin upp af aröbum er ósanngjörn og ósönn. Mér leið ofboðslega vel í Líbanon og vonast til að komast þangað aftur."
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira