Torfbæir og stemningsmyndir 14. júní 2004 00:01 "Við höfum verið í tvö ár að undirbúa þessa opnun," segir María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, en myndavefur safnsins hefur verið opnaður. Á vefnum má nú finna um 3000 ljósmyndir en að sögn Maríu mun þeim fjölga verulega á næstu mánuðum og stefnan er sett á 10.000 myndir í árslok. "Það er metnaður okkar að auka þjónustuna við almenning og bregðast við kröfum nútímans." Á vefnum má nú finna myndir eftir þrjá ljósmyndara, þá Tempest Anderson, Magnús Ólafsson, Gunnar Rúnar Ólafsson og Andrés Kolbeinsson. "Í eigu safnsins eru um 40 myndasöfn og myndirnar eru á aðra milljón," segir María og bætir því við að almenningi er boðið að festa kaup á myndum sem eru í eigu safnsins. "Þetta er mjög ódýr en jafnframt falleg og skemmtileg myndlist. Myndirnar á vefnum eru frá lokum 19. aldar fram til 1960 og eru fjölbreytilegar. Sem dæmi má nefna mynd tekna árið 1890 af börnum við torfbæi í Þingholtunum og stemningsmynd frá Austurstræti upp úr 1960." María segir Ljósmyndasafnið gegna margvíslegu hlutverki ásamt því að varðveita ljósmyndaeign Reykjavíkurborgar og halda utan um myndasöfnin. Safnið heldur þrjár sýningar árlega og leggur mikið upp úr þjónustu við almenning. "Sýningin sem við erum með núna er á finnskum samtímaljósmyndum en það er í tengslum við Listahátíð. Í haust opnar sýningin "Fyrir og eftir" en á henni verður borin saman ljósmyndatækni fyrr á tímum og nú. Áður fyrr var málað ofan í ljósmyndir til að fegra fólkið en nú notum við einfaldlega photoshop. Á sýningunni verður þetta borðið saman en tilhneigingin er alltaf að fegra," segir María. Ótrúleg breyting hefur orðið á starfsemi safnsins eftir að það flutti úr Borgartúninu í Grófarhúsið í Tryggvagötu. "Nú erum við í sama húsi og tvö önnur söfn ásamt því að vera í návist við Listasafn Reykjavíkur," segir María og bætir því við að fjöldi gesta hafi margfaldast, farið úr þúsund gestum á ári í tíu þúsund. Ljósmyndavefurinn verður opnaður í dag og er slóðin ljosmyndasafnreykjavikur.is. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
"Við höfum verið í tvö ár að undirbúa þessa opnun," segir María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, en myndavefur safnsins hefur verið opnaður. Á vefnum má nú finna um 3000 ljósmyndir en að sögn Maríu mun þeim fjölga verulega á næstu mánuðum og stefnan er sett á 10.000 myndir í árslok. "Það er metnaður okkar að auka þjónustuna við almenning og bregðast við kröfum nútímans." Á vefnum má nú finna myndir eftir þrjá ljósmyndara, þá Tempest Anderson, Magnús Ólafsson, Gunnar Rúnar Ólafsson og Andrés Kolbeinsson. "Í eigu safnsins eru um 40 myndasöfn og myndirnar eru á aðra milljón," segir María og bætir því við að almenningi er boðið að festa kaup á myndum sem eru í eigu safnsins. "Þetta er mjög ódýr en jafnframt falleg og skemmtileg myndlist. Myndirnar á vefnum eru frá lokum 19. aldar fram til 1960 og eru fjölbreytilegar. Sem dæmi má nefna mynd tekna árið 1890 af börnum við torfbæi í Þingholtunum og stemningsmynd frá Austurstræti upp úr 1960." María segir Ljósmyndasafnið gegna margvíslegu hlutverki ásamt því að varðveita ljósmyndaeign Reykjavíkurborgar og halda utan um myndasöfnin. Safnið heldur þrjár sýningar árlega og leggur mikið upp úr þjónustu við almenning. "Sýningin sem við erum með núna er á finnskum samtímaljósmyndum en það er í tengslum við Listahátíð. Í haust opnar sýningin "Fyrir og eftir" en á henni verður borin saman ljósmyndatækni fyrr á tímum og nú. Áður fyrr var málað ofan í ljósmyndir til að fegra fólkið en nú notum við einfaldlega photoshop. Á sýningunni verður þetta borðið saman en tilhneigingin er alltaf að fegra," segir María. Ótrúleg breyting hefur orðið á starfsemi safnsins eftir að það flutti úr Borgartúninu í Grófarhúsið í Tryggvagötu. "Nú erum við í sama húsi og tvö önnur söfn ásamt því að vera í návist við Listasafn Reykjavíkur," segir María og bætir því við að fjöldi gesta hafi margfaldast, farið úr þúsund gestum á ári í tíu þúsund. Ljósmyndavefurinn verður opnaður í dag og er slóðin ljosmyndasafnreykjavikur.is.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira