Eilíft sólskin 14. júní 2004 00:01 Sambandsslit og skilnaðir geta verið farið ansi illa með fólk og það eru þá ekki síst minningarnar um þá eða þann fyrrverandi sem valda hugarangri og éta þá sem engjast í ástarsorg upp að innan. Í Eternal Sunshine of the Spotless Mind kemst Jim Carrey að því að það er til skemmtileg og ódýr lausn á þessu hvimleiða vandamáli; maður fer bara til læknis sem hreinsar burt allar minningar hans um fyrrverandi kærustuna sína. Aðgerðin tekur eina nótt og þegar hann vaknar mun hann ekki sakna elskunnar sinnar sem Kate Winslet leikur einfaldlega vegna þess að fyrir honum hefur hún aldrei verið til. Það borgar sig að segja sem minnst um innihald myndarinnar en atburðarásin á sér að mestu stað í huga aðalpersónunnar á meðan hún sefur og horfir á minningar sínar hverfa. Sagan er í eðli sínu flókin og það hefði hæglega verið hægt að klúðra henni en framsetningin er pottþétt, áferðin smart og leikararnir svo góðir að það klikkar ekkert. Myndin vekur upp margar spurningar um ástina, hugsanir, minningar og samskipti kynjanna. Hún svarar ef til vill engu en minnir á hið fornkveðna að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og að minningarnar eru það dýrmætasta sem við eigum þó þær geti verið sárar. Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni þessa dagana. Mynd sem gleymist seint og býður upp á endalausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Sambandsslit og skilnaðir geta verið farið ansi illa með fólk og það eru þá ekki síst minningarnar um þá eða þann fyrrverandi sem valda hugarangri og éta þá sem engjast í ástarsorg upp að innan. Í Eternal Sunshine of the Spotless Mind kemst Jim Carrey að því að það er til skemmtileg og ódýr lausn á þessu hvimleiða vandamáli; maður fer bara til læknis sem hreinsar burt allar minningar hans um fyrrverandi kærustuna sína. Aðgerðin tekur eina nótt og þegar hann vaknar mun hann ekki sakna elskunnar sinnar sem Kate Winslet leikur einfaldlega vegna þess að fyrir honum hefur hún aldrei verið til. Það borgar sig að segja sem minnst um innihald myndarinnar en atburðarásin á sér að mestu stað í huga aðalpersónunnar á meðan hún sefur og horfir á minningar sínar hverfa. Sagan er í eðli sínu flókin og það hefði hæglega verið hægt að klúðra henni en framsetningin er pottþétt, áferðin smart og leikararnir svo góðir að það klikkar ekkert. Myndin vekur upp margar spurningar um ástina, hugsanir, minningar og samskipti kynjanna. Hún svarar ef til vill engu en minnir á hið fornkveðna að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og að minningarnar eru það dýrmætasta sem við eigum þó þær geti verið sárar. Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni þessa dagana. Mynd sem gleymist seint og býður upp á endalausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira