Litlir púkar í skóginum 14. júní 2004 00:01 Leikaraparið Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir standa fyrir þremur leiklistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í sumar. "Við verðum með þema úr Dýrunum í Hálsaskógi á fyrsta námskeiðinu sem hefst á mánudaginn. Þá æfum við senur og syngjum saman lög úr leikritinu með krökkunum," segir Jón Ingi en hann og Laufey Brá, kona hans, eru ekki að vinna saman í fyrsta sinn því þau léku bæði í barnaleikritinu Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz sem sýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir tveimur árum. Laufey Brá leikstýrði líka söngleiknum Chicago hjá Menntaskólanum á Akureyri og þá var Jón Ingi aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. "Við Laufey höfum unnið mikið að leiklist með börnum og unglingum, aðallega í sitt hvoru lagi. Það hefur gefist okkur báðum vel og við hlökkum til að fá að vinna saman með þessum hætti." Hvert leiklistarnámskeið stendur yfir í þrjár vikur í senn. "Við verðum í Hafnarfirði og ætlum að láta krakkana sýna afrakstur vinnu sinnar í Hellisgerði. Næsta námskeið hefst um leið og því fyrsta lýkur en þá ætlum við að leika okkur með Ronju Ræningjadóttur. Á síðasta námskeiðinu vinnum við svo með Hróa hött en þessi þrjú leikrit eiga það öll sameiginlegt að gerast úti í skógi og því má segja að Hellisgerði verði undirlagt af litlum skógarpúkum í allt sumar." Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Nórður-Kóreu?“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikaraparið Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir standa fyrir þremur leiklistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í sumar. "Við verðum með þema úr Dýrunum í Hálsaskógi á fyrsta námskeiðinu sem hefst á mánudaginn. Þá æfum við senur og syngjum saman lög úr leikritinu með krökkunum," segir Jón Ingi en hann og Laufey Brá, kona hans, eru ekki að vinna saman í fyrsta sinn því þau léku bæði í barnaleikritinu Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz sem sýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir tveimur árum. Laufey Brá leikstýrði líka söngleiknum Chicago hjá Menntaskólanum á Akureyri og þá var Jón Ingi aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. "Við Laufey höfum unnið mikið að leiklist með börnum og unglingum, aðallega í sitt hvoru lagi. Það hefur gefist okkur báðum vel og við hlökkum til að fá að vinna saman með þessum hætti." Hvert leiklistarnámskeið stendur yfir í þrjár vikur í senn. "Við verðum í Hafnarfirði og ætlum að láta krakkana sýna afrakstur vinnu sinnar í Hellisgerði. Næsta námskeið hefst um leið og því fyrsta lýkur en þá ætlum við að leika okkur með Ronju Ræningjadóttur. Á síðasta námskeiðinu vinnum við svo með Hróa hött en þessi þrjú leikrit eiga það öll sameiginlegt að gerast úti í skógi og því má segja að Hellisgerði verði undirlagt af litlum skógarpúkum í allt sumar."
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Nórður-Kóreu?“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira