Hlægilegt að verða rithöfundur 14. júní 2004 00:01 Þó rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir sé einna þekktust fyrir skáldsögur sínar hafa ljóð hennar einnig lifað góðu lífi. Í dag kemur út heildarsafn ljóða hennar í bók sem nefnist, Ljóðasafn frá Sífellum til Hugásta. "Ég var í raun og veru lengi vel á móti því að verða rithöfundur," segir Steinunn, en hún var aðeins nítján ára þegar fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út. "Ég hafði verið að yrkja frá því ég var þrettán ára en ákvað nítján ára að safna saman ljóðunum mínum til að gefa út á bók. Þetta var í rauninni fáranleg hugmynd miðað við aldur og aðstæður því það var einkennilegur hörgull kvenrithöfunda á Íslandi á þessum tíma. Gáfumennirnir gerðu mikið grín að kellingabókmenntum og mig skorti kvenkyns fyrirmyndir til að þora að taka mig alvarlega. Út á við fannst mér það hlægileg hugmynd að ég gæti orðið rithöfundur en innra með mér langaði mig til að skrifa og þess vegna gat ég ekki hætt," segir Steinunn og bætir við. "Það stigu margar konur fram á ritvöllinn í kringum 1980 en ég er svolítið að velta því fyrir mér núna hvernig stendur á því að svona fáar ungar konur gefa út bækur í dag." Tíu árum eftir að Sífellur leit dagsins ljós var komið annað hljóð í Steinunni gagnvart ritstörfunum. "Ég ákvað að leggja þetta alfarið fyrir mig árið 1979 þegar bókin Verksummerki var gefin út. Ég var að vinna á fréttastofu RÚV, sem var skemmtilegasti vinnustaður í heimi, en ákvað að hætta og láta reyna á það af fullri alvöru að vinna eingöngu við að vera rithöfundur," segir Steinunn, sem lagði sig hart fram við vinnu sína. "Ég var svo þrjósk að ef ég þurfti að klára bók og átti ekki pening þá tók ég bara lán. Þetta þykir líklega ekki góð hagfræði en ég vil meina að þetta hafi orðið til þess að ég kláraði fleiri bækur, betur og fyrr." Steinunn býr nú, ásamt Þorsteini Haukssyni tónskáldi, í þorpi skammt frá Montpellier í Suður Frakklandi. "Ég er á Íslandi tvo til fjóra mánuði á ári og Reykjavík er borgin í mínu lífi þó hún sé í harðri samkeppni við París. Hingað sæki ég innblástur og ég hætti seint að dást að þessari einkennilegu borg." Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Þó rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir sé einna þekktust fyrir skáldsögur sínar hafa ljóð hennar einnig lifað góðu lífi. Í dag kemur út heildarsafn ljóða hennar í bók sem nefnist, Ljóðasafn frá Sífellum til Hugásta. "Ég var í raun og veru lengi vel á móti því að verða rithöfundur," segir Steinunn, en hún var aðeins nítján ára þegar fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út. "Ég hafði verið að yrkja frá því ég var þrettán ára en ákvað nítján ára að safna saman ljóðunum mínum til að gefa út á bók. Þetta var í rauninni fáranleg hugmynd miðað við aldur og aðstæður því það var einkennilegur hörgull kvenrithöfunda á Íslandi á þessum tíma. Gáfumennirnir gerðu mikið grín að kellingabókmenntum og mig skorti kvenkyns fyrirmyndir til að þora að taka mig alvarlega. Út á við fannst mér það hlægileg hugmynd að ég gæti orðið rithöfundur en innra með mér langaði mig til að skrifa og þess vegna gat ég ekki hætt," segir Steinunn og bætir við. "Það stigu margar konur fram á ritvöllinn í kringum 1980 en ég er svolítið að velta því fyrir mér núna hvernig stendur á því að svona fáar ungar konur gefa út bækur í dag." Tíu árum eftir að Sífellur leit dagsins ljós var komið annað hljóð í Steinunni gagnvart ritstörfunum. "Ég ákvað að leggja þetta alfarið fyrir mig árið 1979 þegar bókin Verksummerki var gefin út. Ég var að vinna á fréttastofu RÚV, sem var skemmtilegasti vinnustaður í heimi, en ákvað að hætta og láta reyna á það af fullri alvöru að vinna eingöngu við að vera rithöfundur," segir Steinunn, sem lagði sig hart fram við vinnu sína. "Ég var svo þrjósk að ef ég þurfti að klára bók og átti ekki pening þá tók ég bara lán. Þetta þykir líklega ekki góð hagfræði en ég vil meina að þetta hafi orðið til þess að ég kláraði fleiri bækur, betur og fyrr." Steinunn býr nú, ásamt Þorsteini Haukssyni tónskáldi, í þorpi skammt frá Montpellier í Suður Frakklandi. "Ég er á Íslandi tvo til fjóra mánuði á ári og Reykjavík er borgin í mínu lífi þó hún sé í harðri samkeppni við París. Hingað sæki ég innblástur og ég hætti seint að dást að þessari einkennilegu borg."
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira