Boðið verður upp á ferðir með hjólaskipi undir Látrabjarg um helgina í tilefni tíu ára afmælis Vesturbyggðar. Með þessu móti gefst fólki einstakt tækifæri á að kynnast Látrabjargi þar sem það er tilkomumest.
Siglingar hefjast í dag, 17. júní, og verður siglt á hverjum degi fram á sunnudag. Brottfarir eru klukkan 13, 16 og 19. Fólk getur komið sér sjálft að Látravík eða hugsanlega Keflavík eða Rauðasandi ef veður er vont í Látravík. Einnig er hægt að taka rútu frá Esso-stöðinni á Patreksfirði og leggja þær af stað klukkustund fyrir brottfarartíma siglingarinnar.
Siglt undir Látrabjargi
