Uppskriftir frá Gallerý fisk 18. júní 2004 00:01 Nokkrar uppskriftir frá Kristófer hjá Gallerý fiski Camembertfyllt og basilhjúpuð stórlúða 1,2 kíló stórlúða með beini Hálft stykki Camembert-ostur Hálft búnt af fersku basil Einn desilítri góð olía, ekki of bragðmikil Smá hvítlaukur Salt og pipar Aðferð Fisksalar í Gallerý fiski úrbeina lúðuna, haldið roðinu en snyrtið að öðru leyti lúðuna. Merjið saman í olíuna hvítlaukinn og basillaufin. Leggið lúðustykkin á roðið og skerið vasa sem nær niður að roði, fyllið með sneiðum af camembert. Penslið með olíunni og byrjið að grilla. Snúið stykkinu þegar osturinn er farinn að bráðna og góður litur er kominn á lúðuna. Grillið á hinni hliðinni þannig að þar komi einnig fallegar rendur eftir grillið. Penslið lúðuna beggja vegna með olíunni og kryddið með salti og pipar. Gott er að bera fram með þessu ferskt salat með rauðlauk, blaðlauk, tómötum og fetaosti, ferska kalda sósu og bakaðar kartöflur. 8-900 grömm laxaflök, roðlaus eða með roði Ein teskeið maukaður chilli eða ferskur Ein teskeið maukaður engifer eða ferskur Ein teskeið maukaður hvítlaukur eða ferskur (hægt er að kaupa mikið af þessum kryddum/grænmeti maukað í krukku) Einn desilítri olía, ekki of bragðmikil Salt og pipar Aðferð Maukið kryddjurtirnar og blandið saman í olíuna. Skerið laxinn í nettar steikur cirka tvær á mann. Penslið með olíu og grillið á heitu grilli. Lækkið hitann eftir 1-2 mínútur. Snúið og penslið með kryddolíunni. Saltið og piprið eftir smekk. Einnig er gott að skipta út chilli með maukuðum kóríander eða jafnvel að bæta því við. Grilluð fiskispjót með grænmeti 300 grömm skötuselur 300 grömm lax 300 grömm hlýri eða lúða Nokkrir heilir sveppir Nokkrar þykkar hálfsneiðar af kúrbít Nokkrar þykkar hálfsneiðar af eggaldini Nokkrar sneiðar af sítrónu eða lime Nokkrir bitar af rauðri eða grænni papriku Góð og bragðmikil grillolía t.d. frá Pottagöldrum (kebab) Aðferð Skerið fiskinn í nokkuð stóra bita, sirka 3x3 sentimetra, og veltið upp úr grillolíunni. Þræðið upp á spjót til skiptis einn til tvo bita af grænmeti og svo fisk. Penslið með grillolíunni og grillið fyrst á miklum hita og svo lækkað eftir eina til tvær mínútur og snúið. Penslið með olíunni nokkrum sinnum meðan eldað er. Saltið og piprið eftir smekk. Gott grillgrænmeti er: Kúrbítur, sveppir, eggaldin, paprika, tómatar, rauðlaukur, ananas, kartöflur og nánast allt grænmeti nema baunir (þær vilja detta svo á milli ristanna). Heppilegast er að skera eggaldin í þykkar sneiðar og salta létt og þerra eftir 15-20 mínútur. Þannig kemur bragð eggaldinsins best fram. Matur Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Nokkrar uppskriftir frá Kristófer hjá Gallerý fiski Camembertfyllt og basilhjúpuð stórlúða 1,2 kíló stórlúða með beini Hálft stykki Camembert-ostur Hálft búnt af fersku basil Einn desilítri góð olía, ekki of bragðmikil Smá hvítlaukur Salt og pipar Aðferð Fisksalar í Gallerý fiski úrbeina lúðuna, haldið roðinu en snyrtið að öðru leyti lúðuna. Merjið saman í olíuna hvítlaukinn og basillaufin. Leggið lúðustykkin á roðið og skerið vasa sem nær niður að roði, fyllið með sneiðum af camembert. Penslið með olíunni og byrjið að grilla. Snúið stykkinu þegar osturinn er farinn að bráðna og góður litur er kominn á lúðuna. Grillið á hinni hliðinni þannig að þar komi einnig fallegar rendur eftir grillið. Penslið lúðuna beggja vegna með olíunni og kryddið með salti og pipar. Gott er að bera fram með þessu ferskt salat með rauðlauk, blaðlauk, tómötum og fetaosti, ferska kalda sósu og bakaðar kartöflur. 8-900 grömm laxaflök, roðlaus eða með roði Ein teskeið maukaður chilli eða ferskur Ein teskeið maukaður engifer eða ferskur Ein teskeið maukaður hvítlaukur eða ferskur (hægt er að kaupa mikið af þessum kryddum/grænmeti maukað í krukku) Einn desilítri olía, ekki of bragðmikil Salt og pipar Aðferð Maukið kryddjurtirnar og blandið saman í olíuna. Skerið laxinn í nettar steikur cirka tvær á mann. Penslið með olíu og grillið á heitu grilli. Lækkið hitann eftir 1-2 mínútur. Snúið og penslið með kryddolíunni. Saltið og piprið eftir smekk. Einnig er gott að skipta út chilli með maukuðum kóríander eða jafnvel að bæta því við. Grilluð fiskispjót með grænmeti 300 grömm skötuselur 300 grömm lax 300 grömm hlýri eða lúða Nokkrir heilir sveppir Nokkrar þykkar hálfsneiðar af kúrbít Nokkrar þykkar hálfsneiðar af eggaldini Nokkrar sneiðar af sítrónu eða lime Nokkrir bitar af rauðri eða grænni papriku Góð og bragðmikil grillolía t.d. frá Pottagöldrum (kebab) Aðferð Skerið fiskinn í nokkuð stóra bita, sirka 3x3 sentimetra, og veltið upp úr grillolíunni. Þræðið upp á spjót til skiptis einn til tvo bita af grænmeti og svo fisk. Penslið með grillolíunni og grillið fyrst á miklum hita og svo lækkað eftir eina til tvær mínútur og snúið. Penslið með olíunni nokkrum sinnum meðan eldað er. Saltið og piprið eftir smekk. Gott grillgrænmeti er: Kúrbítur, sveppir, eggaldin, paprika, tómatar, rauðlaukur, ananas, kartöflur og nánast allt grænmeti nema baunir (þær vilja detta svo á milli ristanna). Heppilegast er að skera eggaldin í þykkar sneiðar og salta létt og þerra eftir 15-20 mínútur. Þannig kemur bragð eggaldinsins best fram.
Matur Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira