Heilgrillun á lambi 18. júní 2004 00:01 "Ég hafði aldrei gert þetta áður, en mig hafði langað til þess lengi," segir Gunnar Þórólfsson húsasmiður, sem tók sig til og heilgrillaði lamb á dögunum. Tilefnið var útskriftarveisla Helgu Thorberg, eiganda Blómálfsins í Vesturgötu 4 í Reykjavík. Helga var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur eftir tveggja ára fjarnám og tók hún því bílastæðið á leigu og hélt veglega veislu þann 29. maí síðastliðinn. Þar kom saman fjöldi fólks og tvær hljómsveitir og þurfti að sérsmíða grillið til að heilgrilla lambið. Það gerði járnsmiðurinn Sigurður Breiðfjörð Jónsson í samráði við Gunnar. Gunnar er mikill grilláhugamaður og hafði viðað að sér miklum upplýsingum áður en hann fór út í heilgrillunina. "Ég vinn með Ítölum og þeir eru vanir því að heilgrilla svín þannig að þeir gátu gefið mér upplýsingar. Síðan vafraði ég um á netinu og þar var sýnt mjög vel hvernig á að heilgrilla hvað sem er," segir Gunnar, en hann notaði ekki mikið til eldamennskunnar. "Ég blandaði kryddlög úr lauk, salti og fersku kryddi eins og lárviðarlaufum, rósmarín, timjan og miklu af svörtum pipar. Síðan var ég með tvo lítra af kjötsoði og þessu tvennu úðaði ég yfir lambið jafnt og þétt," segir Gunnar og bætir við að mikilvægt sé að snúa kjötinu jafnt. Best er að hafa kveikt í tveim eldum á sitthvorum enda svo miðhluti kjötsins brenni ekki. "Það tekur um fjóra tíma að grillast og þá er bara skorið af því en eldurinn látinn loga á meðan," segir Gunnar, en svona lamb ætti að duga fyrir um 25-30 manns. Gunnar notaði síðan kartöflusalat með kjötinu og að sögn Helgu sló þetta rækilega í gegn. Lambið var víst af frægu kyni úr Litla-Dal í Eyjafirði og smakkaðist mjög vel. "Kjötið má ekki vera feitt, það er ekki nógu gott. Þá lekur fitan niður í eldinn og kviknar í henni," segir Gunnar og bætir við að ekki sé hægt að grilla svona stórt stykki einn. "Það má aldrei fara frá lambinu og verður að snúa því jafnt og þétt svo það brenni ekki. Ég var með aðstoðarmann, Samson B. Harðarson landslagsarkitekt. Svo var konan hans líka með að skera kjötið þannig að það var mjög passlegur fjöldi." Nánari upplýsingar um heilgrillun á lambakjöti er að finna á lambakjot.is Matur Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég hafði aldrei gert þetta áður, en mig hafði langað til þess lengi," segir Gunnar Þórólfsson húsasmiður, sem tók sig til og heilgrillaði lamb á dögunum. Tilefnið var útskriftarveisla Helgu Thorberg, eiganda Blómálfsins í Vesturgötu 4 í Reykjavík. Helga var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur eftir tveggja ára fjarnám og tók hún því bílastæðið á leigu og hélt veglega veislu þann 29. maí síðastliðinn. Þar kom saman fjöldi fólks og tvær hljómsveitir og þurfti að sérsmíða grillið til að heilgrilla lambið. Það gerði járnsmiðurinn Sigurður Breiðfjörð Jónsson í samráði við Gunnar. Gunnar er mikill grilláhugamaður og hafði viðað að sér miklum upplýsingum áður en hann fór út í heilgrillunina. "Ég vinn með Ítölum og þeir eru vanir því að heilgrilla svín þannig að þeir gátu gefið mér upplýsingar. Síðan vafraði ég um á netinu og þar var sýnt mjög vel hvernig á að heilgrilla hvað sem er," segir Gunnar, en hann notaði ekki mikið til eldamennskunnar. "Ég blandaði kryddlög úr lauk, salti og fersku kryddi eins og lárviðarlaufum, rósmarín, timjan og miklu af svörtum pipar. Síðan var ég með tvo lítra af kjötsoði og þessu tvennu úðaði ég yfir lambið jafnt og þétt," segir Gunnar og bætir við að mikilvægt sé að snúa kjötinu jafnt. Best er að hafa kveikt í tveim eldum á sitthvorum enda svo miðhluti kjötsins brenni ekki. "Það tekur um fjóra tíma að grillast og þá er bara skorið af því en eldurinn látinn loga á meðan," segir Gunnar, en svona lamb ætti að duga fyrir um 25-30 manns. Gunnar notaði síðan kartöflusalat með kjötinu og að sögn Helgu sló þetta rækilega í gegn. Lambið var víst af frægu kyni úr Litla-Dal í Eyjafirði og smakkaðist mjög vel. "Kjötið má ekki vera feitt, það er ekki nógu gott. Þá lekur fitan niður í eldinn og kviknar í henni," segir Gunnar og bætir við að ekki sé hægt að grilla svona stórt stykki einn. "Það má aldrei fara frá lambinu og verður að snúa því jafnt og þétt svo það brenni ekki. Ég var með aðstoðarmann, Samson B. Harðarson landslagsarkitekt. Svo var konan hans líka með að skera kjötið þannig að það var mjög passlegur fjöldi." Nánari upplýsingar um heilgrillun á lambakjöti er að finna á lambakjot.is
Matur Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira