Grillað úti í náttúrunni 18. júní 2004 00:01 Ýmsum frumstæðum brögðum má beita til að gera matinn á grillinu gómsætari. Ef grillað er á ferðalögum er skemmtilegt að hafa augun opin og nota það sem hendi er næst. Maríneringar má útbúa úr nánast hverju sem er og lögurinn hefur skemmtileg áhrif á bragðið af kjötinu. Æskilegt er að láta kjötið liggja í leginum í nokkrar klukkustundir, jafnvel sólarhring, svo það verði meyrt og taki til sín bragðið. Gott er að setja kjötið ásamt maríneringunni í loftþétt plastílát og snúa því reglulega en plastpokar eru ágætis lausn líka. Í stað maríneringar má setja hvítvín, rauðvín, eplasafa, balsamedik, sítrónusafa eða annan góðan vökva í úðabrúsa og úða yfir kjötið á meðan það grillast. Það bætir bragðið og kjötið þornar síður. Ferskar kryddjurtir gefa grillkjötinu góðan keim og henta vel með kjúklingi, fiski og kjöti. Sniðugt er að skera raufir í vöðvana og fylla þá kryddjurtunum. Í útilegum eru ferskir bragðaukar á hverju strái. Birkilauf, lyng, blóðberg og aðrar jurtir úr náttúrunni gefa rammíslenskt bragð með lambakjöti. Tilvalið er að tína nokkrar hundasúrur í salatið með. Matur Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ýmsum frumstæðum brögðum má beita til að gera matinn á grillinu gómsætari. Ef grillað er á ferðalögum er skemmtilegt að hafa augun opin og nota það sem hendi er næst. Maríneringar má útbúa úr nánast hverju sem er og lögurinn hefur skemmtileg áhrif á bragðið af kjötinu. Æskilegt er að láta kjötið liggja í leginum í nokkrar klukkustundir, jafnvel sólarhring, svo það verði meyrt og taki til sín bragðið. Gott er að setja kjötið ásamt maríneringunni í loftþétt plastílát og snúa því reglulega en plastpokar eru ágætis lausn líka. Í stað maríneringar má setja hvítvín, rauðvín, eplasafa, balsamedik, sítrónusafa eða annan góðan vökva í úðabrúsa og úða yfir kjötið á meðan það grillast. Það bætir bragðið og kjötið þornar síður. Ferskar kryddjurtir gefa grillkjötinu góðan keim og henta vel með kjúklingi, fiski og kjöti. Sniðugt er að skera raufir í vöðvana og fylla þá kryddjurtunum. Í útilegum eru ferskir bragðaukar á hverju strái. Birkilauf, lyng, blóðberg og aðrar jurtir úr náttúrunni gefa rammíslenskt bragð með lambakjöti. Tilvalið er að tína nokkrar hundasúrur í salatið með.
Matur Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira