Fótboltaferillinn gekk ekki upp 21. júní 2004 00:01 "Ég þraukaði í tíu ár í fótbolta en fattaði svo að ég var lélegur," segir Sverrir Bergmann sem er allt í senn; tónlistarmaður, leikari og dagskrárgerðarmaður á Popptíví. Sverrir ólst upp á Sauðárkróki og æfði þar fótbolta á sumrin og körfubolta á veturna. "Ég varð Íslandsmeistari í körfubolta í áttunda flokki með Tindastól á Sauðárkróki. Síðan á ég pening síðan ég varð framhaldsskólameistari í körfubolta og líka einhverja silfurpeninga," segir Sverrir, sem spilar körfubolta enn þann dag í dag. "Nú spila ég í annarri deildinni með liði sem heitir UMF Glói, en það er lið frá Siglufirði. Við stóðum okkur ágætlega þetta tímabil. Við náðum settu takmarki allavega - að vinna einn leik," segir Sverrir og hlær. Fótboltaferillinn var ekki eins farsæll hjá Sverri. "Ég var ágætur í því að láta sparka mig niður en restin af fótboltalistinni var ekki að ganga upp. Nú í dag finnst mér bara fótbolti leiðinlegur þó mér finnist ágætt að horfa á hann. Það eru allt of stórir vellir og of mikil hlaup. Í körfunni er meira að gerast í einu en í fótbolta þarf maður að bíða eftir því að hlaupa eftir næsta manni," segir Sverrir en körfubolti er svo sannarlega hans íþrótt. Nóg er að gerast hjá Sverri þessa dagana þar sem hann leikur stórt hlutverk í söngleiknum Hárinu sem frumsýndur verður 9. júlí næstkomandi. Einnig var Sverrir nýlega að gefa út plötu með sveit sinni Daysleeper og að sögn hans gengur það mjög vel. "Ég er svona ágætlega ánægður með lífið en það mætti þó vera minna að gera," segir Sverrir að lokum. lilja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég þraukaði í tíu ár í fótbolta en fattaði svo að ég var lélegur," segir Sverrir Bergmann sem er allt í senn; tónlistarmaður, leikari og dagskrárgerðarmaður á Popptíví. Sverrir ólst upp á Sauðárkróki og æfði þar fótbolta á sumrin og körfubolta á veturna. "Ég varð Íslandsmeistari í körfubolta í áttunda flokki með Tindastól á Sauðárkróki. Síðan á ég pening síðan ég varð framhaldsskólameistari í körfubolta og líka einhverja silfurpeninga," segir Sverrir, sem spilar körfubolta enn þann dag í dag. "Nú spila ég í annarri deildinni með liði sem heitir UMF Glói, en það er lið frá Siglufirði. Við stóðum okkur ágætlega þetta tímabil. Við náðum settu takmarki allavega - að vinna einn leik," segir Sverrir og hlær. Fótboltaferillinn var ekki eins farsæll hjá Sverri. "Ég var ágætur í því að láta sparka mig niður en restin af fótboltalistinni var ekki að ganga upp. Nú í dag finnst mér bara fótbolti leiðinlegur þó mér finnist ágætt að horfa á hann. Það eru allt of stórir vellir og of mikil hlaup. Í körfunni er meira að gerast í einu en í fótbolta þarf maður að bíða eftir því að hlaupa eftir næsta manni," segir Sverrir en körfubolti er svo sannarlega hans íþrótt. Nóg er að gerast hjá Sverri þessa dagana þar sem hann leikur stórt hlutverk í söngleiknum Hárinu sem frumsýndur verður 9. júlí næstkomandi. Einnig var Sverrir nýlega að gefa út plötu með sveit sinni Daysleeper og að sögn hans gengur það mjög vel. "Ég er svona ágætlega ánægður með lífið en það mætti þó vera minna að gera," segir Sverrir að lokum. lilja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira