Að kaupa fyrstu íbúðina 22. júní 2004 00:01 Í augum margra eru íbúðarkaup stórmál. Pappírsvinnan og formsatriðin virðast flókin í fyrstu og ekki vita allir hvert á að leita til að taka fyrstu skrefin. Mikilvægast er að gera sér grein fyrir að ferlið er auðveldara en það virðist. Í upphafi er skynsamlegast að renna yfir heimilisbókhaldið og kanna fjárhagsstöðuna. Áætla hversu há innkoma og útgjöld verða næsta árið og hvað er raunhæft að geta borgað mikið á mánuði til íbúðarkaupa. Eftir slíka sjálfskoðun er maður betur í stakk búinn að vinda sér í næsta skref. Greiðslumat: Hafðu samband við þjónustufulltrúa í þínum viðskiptabanka og óskaðu eftir greiðslumati. Bankinn gerir þá úttekt á hvað þú átt af fé og hvað þú ræður við mikla greiðslubyrði. Þar með er ramminn kominn að því hvað þú getur leyft þér að kaupa dýra íbúð. Finna íbúðina: Nú reynir á þolinmæði og skynsemi. Kynntu þér íbúðarverð og gerðu samanburð. Forgangsraðaðu helstu óskum þínum um íbúð og skoðaðu þær sem uppfylla þau skilyrði. Ekki skoða íbúðir sem þú hefur ekki efni á að kaupa. Ósjaldan færðu nýrri eða stærri eign ef þú kaupir í úthverfi. Að sögn Remax fasteignasölu er verðmunur á hverfum sívaxandi og miðbærinn er ekki endilega hagstæður kostur. Fjármögnun: Draumaíbúðin er fundin og verðið er viðráðanlegt miðað við þitt greiðslumat. Komið er á það stig að útbúa tilboðið. Hægt er að fá ráð hjá fasteignasölum hvort hagstæðara er að taka við þeim lánum sem fyrir hvíla á fasteigninni eða taka upp ný lán hjá Íbúðalánasjóði. Hvort svo sem verður útvegar fasteignasalinn nauðsynleg gögn og útbýr verðtilboðið sem fer næst til íbúðareiganda. Ef samkomulag næst um kaupverð fer tilboðið sem umsókn til Íbúðalánasjóðs. Teljir þú þig auk þess þurfa viðbótarlán er sótt um samþykki hjá Félagsþjónustunni. Uppfylla þarf skilyrði um tekju- og eignamörk fyrir veitingu lánsins. Þumalputtaregla um fjármögnun íbúða er að Íbúðalánasjóður veitir yfirleitt lán fyrir um það bil 70% af fasteignarverði en viðbótarlánin eru um 20%. Lokafrágangur: Ef viðbótarlán og/eða lán Íbúðalánasjóðs eru samþykkt er gerður kaupsamningur. Þá fær söluaðili sína greiðslu fyrir fasteignina og samkomulag er gert um að samningar muni standast. Samningurinn er þá þinglýstur en næsta skref er afsalið, sem er lokauppgjör og endanleg staðfesting á að kaupandinn hafi eignast íbúðina. Oftast líður einhver tími frá því að kaupsamningur er þinglýstur þar til lokauppgjörið fer fram. Í millitíðinni tekur yfirleitt hinn nýi eigandi við íbúðinni og borgar fyrstu afborgun af lánum. Innflutningspartí: Nauðsynlegt er að fagna sinni fyrstu íbúð með ærlegu innflutningspartíi. Ekki þarf að sækja um sérstök leyfi til þess en reikna þarf með töluverðum kostnaði. Fjármál Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í augum margra eru íbúðarkaup stórmál. Pappírsvinnan og formsatriðin virðast flókin í fyrstu og ekki vita allir hvert á að leita til að taka fyrstu skrefin. Mikilvægast er að gera sér grein fyrir að ferlið er auðveldara en það virðist. Í upphafi er skynsamlegast að renna yfir heimilisbókhaldið og kanna fjárhagsstöðuna. Áætla hversu há innkoma og útgjöld verða næsta árið og hvað er raunhæft að geta borgað mikið á mánuði til íbúðarkaupa. Eftir slíka sjálfskoðun er maður betur í stakk búinn að vinda sér í næsta skref. Greiðslumat: Hafðu samband við þjónustufulltrúa í þínum viðskiptabanka og óskaðu eftir greiðslumati. Bankinn gerir þá úttekt á hvað þú átt af fé og hvað þú ræður við mikla greiðslubyrði. Þar með er ramminn kominn að því hvað þú getur leyft þér að kaupa dýra íbúð. Finna íbúðina: Nú reynir á þolinmæði og skynsemi. Kynntu þér íbúðarverð og gerðu samanburð. Forgangsraðaðu helstu óskum þínum um íbúð og skoðaðu þær sem uppfylla þau skilyrði. Ekki skoða íbúðir sem þú hefur ekki efni á að kaupa. Ósjaldan færðu nýrri eða stærri eign ef þú kaupir í úthverfi. Að sögn Remax fasteignasölu er verðmunur á hverfum sívaxandi og miðbærinn er ekki endilega hagstæður kostur. Fjármögnun: Draumaíbúðin er fundin og verðið er viðráðanlegt miðað við þitt greiðslumat. Komið er á það stig að útbúa tilboðið. Hægt er að fá ráð hjá fasteignasölum hvort hagstæðara er að taka við þeim lánum sem fyrir hvíla á fasteigninni eða taka upp ný lán hjá Íbúðalánasjóði. Hvort svo sem verður útvegar fasteignasalinn nauðsynleg gögn og útbýr verðtilboðið sem fer næst til íbúðareiganda. Ef samkomulag næst um kaupverð fer tilboðið sem umsókn til Íbúðalánasjóðs. Teljir þú þig auk þess þurfa viðbótarlán er sótt um samþykki hjá Félagsþjónustunni. Uppfylla þarf skilyrði um tekju- og eignamörk fyrir veitingu lánsins. Þumalputtaregla um fjármögnun íbúða er að Íbúðalánasjóður veitir yfirleitt lán fyrir um það bil 70% af fasteignarverði en viðbótarlánin eru um 20%. Lokafrágangur: Ef viðbótarlán og/eða lán Íbúðalánasjóðs eru samþykkt er gerður kaupsamningur. Þá fær söluaðili sína greiðslu fyrir fasteignina og samkomulag er gert um að samningar muni standast. Samningurinn er þá þinglýstur en næsta skref er afsalið, sem er lokauppgjör og endanleg staðfesting á að kaupandinn hafi eignast íbúðina. Oftast líður einhver tími frá því að kaupsamningur er þinglýstur þar til lokauppgjörið fer fram. Í millitíðinni tekur yfirleitt hinn nýi eigandi við íbúðinni og borgar fyrstu afborgun af lánum. Innflutningspartí: Nauðsynlegt er að fagna sinni fyrstu íbúð með ærlegu innflutningspartíi. Ekki þarf að sækja um sérstök leyfi til þess en reikna þarf með töluverðum kostnaði.
Fjármál Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira