Hornstrandir 23. júní 2004 00:01 Guðmundur Hallvarðsson tónlistarmaður var á förum norður á Hornstrandir að dytta að eyðibýlum og skálum eftir veturinn þegar við náðum í hann. Hann á þar margt sporið sem fararstjóri hópa á vegum Ferðafélags Íslands í fjórtán ár. Enn er sumar fram undan og enn verður gengið um eyðibyggðir og fjöll Hornstranda. "Við teygjum okkur yfir nokkuð stórt svæði og erum með mismunandi ferðir sem geta tekið allt að sjö dögum," segir hann. "Sumar eru hreinar bakpokaferðir þar sem fólk ber allan sinn farangur enda vilja sumir hafa fyrirkomulagið sem frumstæðast og reyna á sig. Í öðrum eru meiri þægindi, svo sem trússbátar, og í sumum ferðum er fæði innifalið. Þannig er reynt að mæta ólíkum þörfum. Þetta eru allt frekar erfiðar ferðir og fólk þarf að vera þokkalega á sig komið til að leggja í þær nema það ætli að dvelja á sama stað því það er líka inni í myndinni. Við erum til dæmis með ferðir sem við köllum Sæludaga í Hlöðuvík. Þá er alltaf gist á sama stað í ágætu húsi og fólk ræður hvort það fer í göngu á hverjum degi. Það getur líka verið um kyrrt og hugleitt heimsmálin." Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Guðmundur Hallvarðsson tónlistarmaður var á förum norður á Hornstrandir að dytta að eyðibýlum og skálum eftir veturinn þegar við náðum í hann. Hann á þar margt sporið sem fararstjóri hópa á vegum Ferðafélags Íslands í fjórtán ár. Enn er sumar fram undan og enn verður gengið um eyðibyggðir og fjöll Hornstranda. "Við teygjum okkur yfir nokkuð stórt svæði og erum með mismunandi ferðir sem geta tekið allt að sjö dögum," segir hann. "Sumar eru hreinar bakpokaferðir þar sem fólk ber allan sinn farangur enda vilja sumir hafa fyrirkomulagið sem frumstæðast og reyna á sig. Í öðrum eru meiri þægindi, svo sem trússbátar, og í sumum ferðum er fæði innifalið. Þannig er reynt að mæta ólíkum þörfum. Þetta eru allt frekar erfiðar ferðir og fólk þarf að vera þokkalega á sig komið til að leggja í þær nema það ætli að dvelja á sama stað því það er líka inni í myndinni. Við erum til dæmis með ferðir sem við köllum Sæludaga í Hlöðuvík. Þá er alltaf gist á sama stað í ágætu húsi og fólk ræður hvort það fer í göngu á hverjum degi. Það getur líka verið um kyrrt og hugleitt heimsmálin."
Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira