Hátíðir helgarinnar 23. júní 2004 00:01 Færeyskir dagar verða haldnir í Ólafsvík um helgina. Allir ættu að finna eitthvað til skemmtunar við sitt hæfi því margt er í boði. Örvar Kristjánsson spilar á harmonikku og fer með gamanmál, magadansmærin Helga Braga sýnir magadans, Maggi mjói úr Latabæ kíkir í heimsókn og Árni Johnsen flytur sín allra vinsælustu lög. Á markaði sem verður opinn í húsnæði Húsgeyms á Norðurtanga verða um fjörutíu aðilar með margs konar vörur á boðstólum. Sjá nánar á snb.is Djasshátíð verður haldin á Egilsstöðum í sautjánda skipti. Meðal þeirra sem fram koma þar eru djasssöngkonan Ragnheiður Gröndal ásamt hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar gítarleikara, Blues & Brass sem er átta manna blúsband og Havana-band Tómasar R. Einarssonar. Hátíð sem enginn má missa af. Jónsmessuhátíð verður haldin á Hofsósi um helgina þar sem margt verður til skemmtunar. Í Vesturfarasetrinu verður handverkssýning Fléttunnar, farið verður í kvennareið að hætti Svaða kvenna, í Höfðaborg verður grillveisla, útimarkaður og fleira þar sem mun ríkja sannkölluð útihátíðarstemning. Hátíðinni lýkur síðan með stórdansleik í Höfðaborg þar sem hljómsveitin Upplyfting mun spila. Hvalahátíð verður haldin á Húsavík um helgina þar sem hvalurinn verður í sviðsljósinu. Fyrirlestrar verða haldnir um hvali, hvalaskurð og hvalarannsóknir og flaggskip Greenpeace kemur í heimsókn. Á laugardeginum verður fyrirlestur og myndband um líf Keikós, sandkastalakeppni og síðast en ekki síst býðst fólki að fara í Grímseyjarferð með Norðursiglingu. Þetta og margt fleira á hvalahátíð á Húsavík. Ferðalög Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Færeyskir dagar verða haldnir í Ólafsvík um helgina. Allir ættu að finna eitthvað til skemmtunar við sitt hæfi því margt er í boði. Örvar Kristjánsson spilar á harmonikku og fer með gamanmál, magadansmærin Helga Braga sýnir magadans, Maggi mjói úr Latabæ kíkir í heimsókn og Árni Johnsen flytur sín allra vinsælustu lög. Á markaði sem verður opinn í húsnæði Húsgeyms á Norðurtanga verða um fjörutíu aðilar með margs konar vörur á boðstólum. Sjá nánar á snb.is Djasshátíð verður haldin á Egilsstöðum í sautjánda skipti. Meðal þeirra sem fram koma þar eru djasssöngkonan Ragnheiður Gröndal ásamt hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar gítarleikara, Blues & Brass sem er átta manna blúsband og Havana-band Tómasar R. Einarssonar. Hátíð sem enginn má missa af. Jónsmessuhátíð verður haldin á Hofsósi um helgina þar sem margt verður til skemmtunar. Í Vesturfarasetrinu verður handverkssýning Fléttunnar, farið verður í kvennareið að hætti Svaða kvenna, í Höfðaborg verður grillveisla, útimarkaður og fleira þar sem mun ríkja sannkölluð útihátíðarstemning. Hátíðinni lýkur síðan með stórdansleik í Höfðaborg þar sem hljómsveitin Upplyfting mun spila. Hvalahátíð verður haldin á Húsavík um helgina þar sem hvalurinn verður í sviðsljósinu. Fyrirlestrar verða haldnir um hvali, hvalaskurð og hvalarannsóknir og flaggskip Greenpeace kemur í heimsókn. Á laugardeginum verður fyrirlestur og myndband um líf Keikós, sandkastalakeppni og síðast en ekki síst býðst fólki að fara í Grímseyjarferð með Norðursiglingu. Þetta og margt fleira á hvalahátíð á Húsavík.
Ferðalög Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira