Íþróttamót lögð í einelti 28. júní 2004 00:01 Löggæslugjald -Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Enn berast af því fréttir að dómsmálaráðherra leggi mótshald á landsbyggðinni í einelti með innheimtu gríðarhárra upphæða fyrir löggæslu á íþróttamótum. Væru mótin haldin í Reykjavík eða á Akureyri þyrfti ekki að greiða umræddan kostnað. Nýlega úrskurðaði ráðherra að Landsmót og Unglingalandsmót sem haldin verða á Sauðárkróki skyldu greiða 2,5 milljónir í löggæslukostnað. Óskiljanlegt er að dómsmálaráðherra leggi með þessum hætti stein í götu íþróttamóta á landsbyggðinni. Færa má góð og gild rök fyrir því að unglingalandsmótin um verslunarmannahelgar séu einmitt öflug forvörn fyrir æsku landsins og góður kostur fyrir krakka sem vilja skemmta sér án vímuefna og við íþróttaiðkun. Innheimta löggæslukostnaðarins hefur verið umdeild, en keyrði þó um þverbak þegar unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði var síðasta sumar krafið um þennan kostnað. Vegna þess hve umræddur löggæslukostnaður er ósanngjarn lagði ég fram frumvarp þess efnis að fella í burtu heimild til innheimtu hans. Frumvarpið fékk almennt jákvæða umsögn. T.d. sagði í umsögn lögreglustjóraembættisins í Reykjavík: "Flestir ef ekki allir landsmenn stunda skemmtanir af einu eða öðru tagi og fer mikill meirihluti þeirra fram undir almennri vernd lögreglu án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Undantekningum frá þessari meginreglu fer fækkandi og er nú svo komið að telja verður eðlilegt að jafna með öllu kostnað af skemmtanahaldi í landinu svo allir sitji við sama borð í þessu tilliti jafnt í þéttbýli sem dreifbýli en sem kunnugt er hefur þessi löggæslukostnaður helst lagst á skemmtanir í dreifbýli." Einhverra hluta vegna treystu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sér ekki til að veita málinu brautargengi. Í því endurspeglast hugur flokkanna til landsbyggðarinnar þegar á reynir. Ástæður þess að fella þarf burt heimildina til innheimtu löggæslukostnaðarins eru margvíslegar. Í fyrsta lagi er lagaramminn fyrir innheimtuna ótraustur. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra sem fara átti yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir og skemmtanir var komist að þeirri niðurstöðu að gildandi reglur væru mjög ótraustar. Í öðru lagi hefur notkun heimildarinnar til þess að innheimta gjaldið verið mjög handahófskennd og særir réttlætiskennd almennings. Til dæmis var lítil bæjarhátíð á Skagaströnd síðasta sumar látin greiða háan löggæslukostnað þrátt fyrir að þar hafi lítið annað farið fram en dansleikur og guðsþjónusta. Á sama tíma fór fram miklu stærri hátíð á Akureyri þar sem ekki var innheimt sérstak gjald, þrátt fyrir að þar væri mun meira að gera fyrir lögreglu. Í þriðja lagi er meginreglan sú að kostnaður vegna starfsemi lögreglu skuli greiddur úr ríkissjóði. Einu undantekningarnar eru löggæslukostnaður á skemmtunum og kostnaður vegna framkvæmda eða flutnings á óvenjulegum eða hættulegum farmi. Fjármunirnir sem innheimtir eru með þessum hætti skipta vart sköpum við fjármögnun löggæslunnar í landinu. Ríkið heldur uppi lögum og reglu í landinu og lögreglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn í því að fella niður þessa ósanngjörnu gjaldtöku. Ef ekki, þá hljóta þau skömm af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Löggæslugjald -Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Enn berast af því fréttir að dómsmálaráðherra leggi mótshald á landsbyggðinni í einelti með innheimtu gríðarhárra upphæða fyrir löggæslu á íþróttamótum. Væru mótin haldin í Reykjavík eða á Akureyri þyrfti ekki að greiða umræddan kostnað. Nýlega úrskurðaði ráðherra að Landsmót og Unglingalandsmót sem haldin verða á Sauðárkróki skyldu greiða 2,5 milljónir í löggæslukostnað. Óskiljanlegt er að dómsmálaráðherra leggi með þessum hætti stein í götu íþróttamóta á landsbyggðinni. Færa má góð og gild rök fyrir því að unglingalandsmótin um verslunarmannahelgar séu einmitt öflug forvörn fyrir æsku landsins og góður kostur fyrir krakka sem vilja skemmta sér án vímuefna og við íþróttaiðkun. Innheimta löggæslukostnaðarins hefur verið umdeild, en keyrði þó um þverbak þegar unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði var síðasta sumar krafið um þennan kostnað. Vegna þess hve umræddur löggæslukostnaður er ósanngjarn lagði ég fram frumvarp þess efnis að fella í burtu heimild til innheimtu hans. Frumvarpið fékk almennt jákvæða umsögn. T.d. sagði í umsögn lögreglustjóraembættisins í Reykjavík: "Flestir ef ekki allir landsmenn stunda skemmtanir af einu eða öðru tagi og fer mikill meirihluti þeirra fram undir almennri vernd lögreglu án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Undantekningum frá þessari meginreglu fer fækkandi og er nú svo komið að telja verður eðlilegt að jafna með öllu kostnað af skemmtanahaldi í landinu svo allir sitji við sama borð í þessu tilliti jafnt í þéttbýli sem dreifbýli en sem kunnugt er hefur þessi löggæslukostnaður helst lagst á skemmtanir í dreifbýli." Einhverra hluta vegna treystu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sér ekki til að veita málinu brautargengi. Í því endurspeglast hugur flokkanna til landsbyggðarinnar þegar á reynir. Ástæður þess að fella þarf burt heimildina til innheimtu löggæslukostnaðarins eru margvíslegar. Í fyrsta lagi er lagaramminn fyrir innheimtuna ótraustur. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra sem fara átti yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir og skemmtanir var komist að þeirri niðurstöðu að gildandi reglur væru mjög ótraustar. Í öðru lagi hefur notkun heimildarinnar til þess að innheimta gjaldið verið mjög handahófskennd og særir réttlætiskennd almennings. Til dæmis var lítil bæjarhátíð á Skagaströnd síðasta sumar látin greiða háan löggæslukostnað þrátt fyrir að þar hafi lítið annað farið fram en dansleikur og guðsþjónusta. Á sama tíma fór fram miklu stærri hátíð á Akureyri þar sem ekki var innheimt sérstak gjald, þrátt fyrir að þar væri mun meira að gera fyrir lögreglu. Í þriðja lagi er meginreglan sú að kostnaður vegna starfsemi lögreglu skuli greiddur úr ríkissjóði. Einu undantekningarnar eru löggæslukostnaður á skemmtunum og kostnaður vegna framkvæmda eða flutnings á óvenjulegum eða hættulegum farmi. Fjármunirnir sem innheimtir eru með þessum hætti skipta vart sköpum við fjármögnun löggæslunnar í landinu. Ríkið heldur uppi lögum og reglu í landinu og lögreglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn í því að fella niður þessa ósanngjörnu gjaldtöku. Ef ekki, þá hljóta þau skömm af.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun