Hefur fitnað í sjónvarpinu 29. júní 2004 00:01 "Ég hef fitnað rosalega síðan ég byrjaði í sjónvarpi og held mér eiginlega ekki í formi," segir Hugi Halldórsson, dagskrágerðarmaður á sjónvarpsstöðinni Popptíví. "Ég held ég hafi farið út að hlaupa tvisvar sinnum í síðasta mánuði en ég reyni samt aðeins að passa mataræðið þessa dagana," segir Hugi, en hann hætti að stunda íþróttir þegar hann fluttist á mölina. "Ég ólst upp á Sauðárkróki og var þar mikið í fótbolta en nú er ég ekkert að æfa mig. Ég hygg nú samt á að breyta því á næstunni," segir Hugi, sem gerir þó alltaf armbeygjur og magaæfingar á kvöldin. "Ég held þeirri reglu til streitu þar sem ég hef gert það síðan ég var þrettán ára patti." Aðspurður um hvort það fylgi sjónvarpslífinu að hafa mikið að gera og grípa frekar í skyndibita segir Hugi það alveg vera raunin. "Þó að það sé mikið að gera og ég oft á þönum þá borða ég frekar óhollan mat þegar ég hef lítinn tíma. Málið er að ég kemst ekkert í líkamsrækt nema á morgnana sökum anna. Ég sef nú frekar á morgnana og er ólíklegastur manna til að hreyfa mig neitt svona snemma dags," segir Hugi. Hann hefur þó verið að reyna að borða meira grænmeti síðustu tvær eða þrjár vikurnar. "Það sést nú einhver munur síðan ég byrjaði að borða grænmeti þannig að það er gott mál. Núna þarf ég bara að byrja að hreyfa mig reglulega," segir Hugi að lokum. lilja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég hef fitnað rosalega síðan ég byrjaði í sjónvarpi og held mér eiginlega ekki í formi," segir Hugi Halldórsson, dagskrágerðarmaður á sjónvarpsstöðinni Popptíví. "Ég held ég hafi farið út að hlaupa tvisvar sinnum í síðasta mánuði en ég reyni samt aðeins að passa mataræðið þessa dagana," segir Hugi, en hann hætti að stunda íþróttir þegar hann fluttist á mölina. "Ég ólst upp á Sauðárkróki og var þar mikið í fótbolta en nú er ég ekkert að æfa mig. Ég hygg nú samt á að breyta því á næstunni," segir Hugi, sem gerir þó alltaf armbeygjur og magaæfingar á kvöldin. "Ég held þeirri reglu til streitu þar sem ég hef gert það síðan ég var þrettán ára patti." Aðspurður um hvort það fylgi sjónvarpslífinu að hafa mikið að gera og grípa frekar í skyndibita segir Hugi það alveg vera raunin. "Þó að það sé mikið að gera og ég oft á þönum þá borða ég frekar óhollan mat þegar ég hef lítinn tíma. Málið er að ég kemst ekkert í líkamsrækt nema á morgnana sökum anna. Ég sef nú frekar á morgnana og er ólíklegastur manna til að hreyfa mig neitt svona snemma dags," segir Hugi. Hann hefur þó verið að reyna að borða meira grænmeti síðustu tvær eða þrjár vikurnar. "Það sést nú einhver munur síðan ég byrjaði að borða grænmeti þannig að það er gott mál. Núna þarf ég bara að byrja að hreyfa mig reglulega," segir Hugi að lokum. lilja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira