Líkami og sál 29. júní 2004 00:01 Þessa dagana finnst mér einhvern veginn að allir séu að leita sér að meiri orku. Stórum fjármunum er varið í að auglýsa vörur og þjónustu sem eiga að skila sér í aukinni orku, hvort sem hún er líkamleg eða andleg. Mér finnst hins vegar alltof fáir staldra við og spyrja sig af hverju þeir eru að leita eftir meiri orku. Er það til þess að geta unnið meira, afkastað meiru, eignast meira, verið meira með fjölskyldunni, stundað andlegt líferni, þjónað öðrum eða klifið fleiri fjöll. Miklu máli skiptir að svara þessari spurningu vegna þess að þeir sem öðlast aukna orku án þess að beina henni í einhvern jákvæðan og uppbyggilega farveg eru hvorki að gera sjálfum sér né öðrum gott. Aukin orka sem ekki fær farveg getur komið fram í eirðarleysi og pirringi. Hjá þeim sem ekki hafa styrka siðferðiskennd getur aukin orka til dæmis brotist fram í mikilmennskubrjálæði og óheftri þörf til að auðgast á kostnað annarra. Því skaltu hugsa! Næst þegar að þú opnar orkudrykk, færð þér orkubar eða ferð í ræktina til að næla þér meiri orku. Hvað ætla ég að gera við þessa orku? Er það uppbyggilegt? Hjálpar það öðrum samhliða því að hjálpa sjálfum mér? Ef það er ekki jákvætt er kannski betur heima setið en af stað farið. Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þessa dagana finnst mér einhvern veginn að allir séu að leita sér að meiri orku. Stórum fjármunum er varið í að auglýsa vörur og þjónustu sem eiga að skila sér í aukinni orku, hvort sem hún er líkamleg eða andleg. Mér finnst hins vegar alltof fáir staldra við og spyrja sig af hverju þeir eru að leita eftir meiri orku. Er það til þess að geta unnið meira, afkastað meiru, eignast meira, verið meira með fjölskyldunni, stundað andlegt líferni, þjónað öðrum eða klifið fleiri fjöll. Miklu máli skiptir að svara þessari spurningu vegna þess að þeir sem öðlast aukna orku án þess að beina henni í einhvern jákvæðan og uppbyggilega farveg eru hvorki að gera sjálfum sér né öðrum gott. Aukin orka sem ekki fær farveg getur komið fram í eirðarleysi og pirringi. Hjá þeim sem ekki hafa styrka siðferðiskennd getur aukin orka til dæmis brotist fram í mikilmennskubrjálæði og óheftri þörf til að auðgast á kostnað annarra. Því skaltu hugsa! Næst þegar að þú opnar orkudrykk, færð þér orkubar eða ferð í ræktina til að næla þér meiri orku. Hvað ætla ég að gera við þessa orku? Er það uppbyggilegt? Hjálpar það öðrum samhliða því að hjálpa sjálfum mér? Ef það er ekki jákvætt er kannski betur heima setið en af stað farið.
Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira