Enn óvissa í varnarmálum Íslands 30. júní 2004 00:01 "Það kom ekkert fram um íslensk varnarmál á fundinum, þau voru rædd á göngum og í tveggja manna tali," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Tyrklandi sem lauk í gær. Staðan í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands er því óbreytt. Bæði Halldór og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa rætt við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, um þessi mál en ekkert frekar hafi komið úr þeim viðræðum. Þeir hafi fylgt eftir þeim samtölum sem þeir áttu við hann þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu. Þá sagði framkvæmdastjórinn að hann væri reiðubúinn að aðstoða við samningaviðræður en NATO gæti ekki fyllt skarð bandaríska hersins, þetta væri mál sem Bandaríkin og Ísland yrðu að leysa sín á milli. Davíð Oddsson átti fund með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, en Halldór vildi ekki tjá sig um hvað þeim hafi farið á milli. "Davíð verður að greina frá því." Halldór segir stöðu öryggismála gjörbreytta frá því að Atlantshafsbandalagið var stofnað. "Friðargæsluhlutverk NATO hefur stóraukist og sem dæmi eru Íslendingar farnir að taka mikinn og virkan þátt í því starfi, til dæmis með flugumferðarstjórn í Kosovo og umsjón með flugvellinum í Kabúl. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum." Íslenskir friðargæsluliðar sem starfa innan vébanda NATO fá stöðu hermanna og hljóta þjálfun sem slíkir. Halldór segir þó að það sé "út í hött" að ætla að þetta sé skref í átt til hervæðingar Íslands. "Það að vinna að friði og stuðla að uppbyggingu annarra þjóða er ekki að hervæðast. Það þarf að hafa í huga að það er alltaf einhver hætta á ferðum og menn verða að geta varið sig og læra þess vegna sjálfsvörn en það er af og frá að íslendingar séu að hervæðast." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
"Það kom ekkert fram um íslensk varnarmál á fundinum, þau voru rædd á göngum og í tveggja manna tali," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Tyrklandi sem lauk í gær. Staðan í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands er því óbreytt. Bæði Halldór og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa rætt við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, um þessi mál en ekkert frekar hafi komið úr þeim viðræðum. Þeir hafi fylgt eftir þeim samtölum sem þeir áttu við hann þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu. Þá sagði framkvæmdastjórinn að hann væri reiðubúinn að aðstoða við samningaviðræður en NATO gæti ekki fyllt skarð bandaríska hersins, þetta væri mál sem Bandaríkin og Ísland yrðu að leysa sín á milli. Davíð Oddsson átti fund með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, en Halldór vildi ekki tjá sig um hvað þeim hafi farið á milli. "Davíð verður að greina frá því." Halldór segir stöðu öryggismála gjörbreytta frá því að Atlantshafsbandalagið var stofnað. "Friðargæsluhlutverk NATO hefur stóraukist og sem dæmi eru Íslendingar farnir að taka mikinn og virkan þátt í því starfi, til dæmis með flugumferðarstjórn í Kosovo og umsjón með flugvellinum í Kabúl. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum." Íslenskir friðargæsluliðar sem starfa innan vébanda NATO fá stöðu hermanna og hljóta þjálfun sem slíkir. Halldór segir þó að það sé "út í hött" að ætla að þetta sé skref í átt til hervæðingar Íslands. "Það að vinna að friði og stuðla að uppbyggingu annarra þjóða er ekki að hervæðast. Það þarf að hafa í huga að það er alltaf einhver hætta á ferðum og menn verða að geta varið sig og læra þess vegna sjálfsvörn en það er af og frá að íslendingar séu að hervæðast."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira