Reynir Lyngdal: Konan fann jakkana 1. júlí 2004 00:01 Í augnablikinu er uppáhaldsflíkin mín brúnn leðurjakki sem var keyptur í London," segir Reynir Lyngdal leikstjóri. "Þessi jakki minnir mig á annan jakka sem ég átti í fyrra og konan mín gaf mér. Hann eyðilagðist af notkun og var allur farinn að rakna upp því ég var svo mikið í honum. Hann var uppáhaldsjakkinn minn á því tímabili," segir Reynir en kona hans, leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir, fann nýja uppáhaldsjakkann á flóamarkaði í London. "Hann er notaður en ekki nýr og svipar mikið til hins gamla. Og það var sama manneskjan sem fann þessa báða uppáhaldsjakka," segir Reynir en honum finnst föt ekki nógu flott nema búið sé að nota þau aðeins. Reynir á aldeilis ekki aðeins uppáhaldsjakka heldur líka uppáhaldsskó. "Uppáhaldsskórnir mínir í augnablikinu eru Puma strigaskór sem ég keypti í brúðkaupsferð okkar til Barcelona," segir Reynir. "Ég er búinn að nota þessa skó svo mikið að það er komið gat á stóru tána. Það reyndar sést nú ekkert ef ég er í sokkum samlitum skónum," segir Reynir en hann segist vera mikill strákur í klæðamálum. "Við strákarnir getum nýtt fötin okkar svo mikið og verið í þeim aftur og aftur. Ég get til dæmis verið í gallabuxum þangað til þær rifna utan af mér. "Þetta er svona það sem er í uppáhaldi í augnablikinu en það getur breyst á örskotstundu," segir Reynir en eins með hann og okkur öll kemur alltaf eitthvað nýtt sem heillar augað. Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Í augnablikinu er uppáhaldsflíkin mín brúnn leðurjakki sem var keyptur í London," segir Reynir Lyngdal leikstjóri. "Þessi jakki minnir mig á annan jakka sem ég átti í fyrra og konan mín gaf mér. Hann eyðilagðist af notkun og var allur farinn að rakna upp því ég var svo mikið í honum. Hann var uppáhaldsjakkinn minn á því tímabili," segir Reynir en kona hans, leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir, fann nýja uppáhaldsjakkann á flóamarkaði í London. "Hann er notaður en ekki nýr og svipar mikið til hins gamla. Og það var sama manneskjan sem fann þessa báða uppáhaldsjakka," segir Reynir en honum finnst föt ekki nógu flott nema búið sé að nota þau aðeins. Reynir á aldeilis ekki aðeins uppáhaldsjakka heldur líka uppáhaldsskó. "Uppáhaldsskórnir mínir í augnablikinu eru Puma strigaskór sem ég keypti í brúðkaupsferð okkar til Barcelona," segir Reynir. "Ég er búinn að nota þessa skó svo mikið að það er komið gat á stóru tána. Það reyndar sést nú ekkert ef ég er í sokkum samlitum skónum," segir Reynir en hann segist vera mikill strákur í klæðamálum. "Við strákarnir getum nýtt fötin okkar svo mikið og verið í þeim aftur og aftur. Ég get til dæmis verið í gallabuxum þangað til þær rifna utan af mér. "Þetta er svona það sem er í uppáhaldi í augnablikinu en það getur breyst á örskotstundu," segir Reynir en eins með hann og okkur öll kemur alltaf eitthvað nýtt sem heillar augað.
Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira