Framsóknarflokkurinn upp við vegg 2. júlí 2004 00:01 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja átökin í dag snúast um hversu mikið sé hægt að beygja Framsóknarflokkinn. Formaður Vinstri grænna segir að Framsókn sé búin að kaupa forsætisráðherrastólinn svo dýru verði að hana muni ekkert um smávegis í viðbót. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú komi í ljós hvort það séu bein eða brjósk í baki Framsóknarflokksins. Formönnum stærstu stjórnarandstöðuflokkanna kom ekki á óvart sá vandræðagangur sem þeir segja að sé á ríkisstjórninni ogi endurspeglaðist í atburðarás dagsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta birtast sér sem afleiðingar af þeim þrákelknislegu og fráleitu viðbrögðum og vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hafi viðhaft í málinu. Hann telur að utankjörstaðaratkvæðagreiðsla gæti þegar verið hafin ef ríkisstjórnin hefði valið að fara einfalda og óumdeilda leið og ýtt til hliðar öllum hugmyndum um girðingar og þröskulda í atkvæðagreiðslunni. Össur Skarphéðinsson segir ekki annað hægt að skilja af atburðarás dagsins en að það sé bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar og greinilega sé farið að reyna á þanþol hennar. „Manni finnst nú að átök af þessu tagi sýni að ekki sé mikið traust lengur manna á millum. Hins vegar álít ég að þessi átök séu í raun óþörf,“ segir Össur. Össur segir Samfylkinguna hafa kynnt vandað lögfræðiálit sem sýni að ekki megi, gagnvart stjórnarskránni, setja kosningahöft. Steingrímur gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að láta tímann fara til spillis; nú sé mánuður liðinn frá því forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Menn hafa velt fyrir sér hvort atburðir dagsins þýði að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur segir þessa ríkisstjórn nánast frá upphafi hafa „lafað saman á völdunum og stólafíkninni.“ Össur segir þetta vera mynstur sem hann hafi séð áður, þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn stilli Framsóknarflokknum upp við vegg og athugi hvað hægt sé að komast langt með hann. „Ég hef engan framsóknarmann hitt undanfarið sem er ánægður með að setja höft af því tagi sem hér um ræðir,“ segir Össur. Össur segir grasrót Framsóknarflokksins ósammála sumum forystumönnum flokksins og Steingrímur tekur undir það. Hann segist halda að mörgum framsóknarmönnum sé að verða það ljóst að „stóllinn Halldórs sé að verða þeim ansi dýr ef þeir verða að gefa eftir í hverju málinu á fætur öðru. Einhvern tímann hefði verið sagt: Dýr myndi Hafliði allur,“ segir Steingrímur. Össur og Steingrímur segja að hjá stjórnvöldum virðist ríkja sá hugsunarháttur að í lagi sé að brjóta gegn stjórnarskránni, bara ef það sé ekki of mikið. Steingrímur telur að ríkisstjórnin muni lifa hremmingarnar af. „Ég held að það sé þegar búið að kaupa 15. september það dýru verði að menn láti ekki standa á smá viðbótarinnborgun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja átökin í dag snúast um hversu mikið sé hægt að beygja Framsóknarflokkinn. Formaður Vinstri grænna segir að Framsókn sé búin að kaupa forsætisráðherrastólinn svo dýru verði að hana muni ekkert um smávegis í viðbót. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú komi í ljós hvort það séu bein eða brjósk í baki Framsóknarflokksins. Formönnum stærstu stjórnarandstöðuflokkanna kom ekki á óvart sá vandræðagangur sem þeir segja að sé á ríkisstjórninni ogi endurspeglaðist í atburðarás dagsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta birtast sér sem afleiðingar af þeim þrákelknislegu og fráleitu viðbrögðum og vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hafi viðhaft í málinu. Hann telur að utankjörstaðaratkvæðagreiðsla gæti þegar verið hafin ef ríkisstjórnin hefði valið að fara einfalda og óumdeilda leið og ýtt til hliðar öllum hugmyndum um girðingar og þröskulda í atkvæðagreiðslunni. Össur Skarphéðinsson segir ekki annað hægt að skilja af atburðarás dagsins en að það sé bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar og greinilega sé farið að reyna á þanþol hennar. „Manni finnst nú að átök af þessu tagi sýni að ekki sé mikið traust lengur manna á millum. Hins vegar álít ég að þessi átök séu í raun óþörf,“ segir Össur. Össur segir Samfylkinguna hafa kynnt vandað lögfræðiálit sem sýni að ekki megi, gagnvart stjórnarskránni, setja kosningahöft. Steingrímur gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að láta tímann fara til spillis; nú sé mánuður liðinn frá því forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Menn hafa velt fyrir sér hvort atburðir dagsins þýði að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur segir þessa ríkisstjórn nánast frá upphafi hafa „lafað saman á völdunum og stólafíkninni.“ Össur segir þetta vera mynstur sem hann hafi séð áður, þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn stilli Framsóknarflokknum upp við vegg og athugi hvað hægt sé að komast langt með hann. „Ég hef engan framsóknarmann hitt undanfarið sem er ánægður með að setja höft af því tagi sem hér um ræðir,“ segir Össur. Össur segir grasrót Framsóknarflokksins ósammála sumum forystumönnum flokksins og Steingrímur tekur undir það. Hann segist halda að mörgum framsóknarmönnum sé að verða það ljóst að „stóllinn Halldórs sé að verða þeim ansi dýr ef þeir verða að gefa eftir í hverju málinu á fætur öðru. Einhvern tímann hefði verið sagt: Dýr myndi Hafliði allur,“ segir Steingrímur. Össur og Steingrímur segja að hjá stjórnvöldum virðist ríkja sá hugsunarháttur að í lagi sé að brjóta gegn stjórnarskránni, bara ef það sé ekki of mikið. Steingrímur telur að ríkisstjórnin muni lifa hremmingarnar af. „Ég held að það sé þegar búið að kaupa 15. september það dýru verði að menn láti ekki standa á smá viðbótarinnborgun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent