Tæpar 30 milljónir á átta árum 8. júlí 2004 00:01 Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna af svonefndu eftirmenntunargjaldi sem ganga átti til reksturs skólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Þá er Jóni Árna einnig gefið að sök að hafa sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans í Faxafeni, svikið skólann um 450 þúsund krónur með því framvísa falsaðri kvittun fyrir móttöku á málverki eftir Kára Eiríksson. Hann er sagður hafa breytt upphæð hennar úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og "látið færa andvirðið sér til tekna í bókhaldi skólans, þrátt fyrir að ákærði hafi tekið við málverkinu fyrir hönd skólans hjá forsvarsmönnum Rammamiðstöðvarinnar sem greiðslu á skólagjöldum eins nemanda skólans," eins og segir í ákæru. Brotin eru talin varða við 155. og 248. grein almennra hegningarlaga og er í ákæru krafist refsingar. "Ég lýsi mig saklausan af báðum ákæruatriðum," sagði Jón Árni fyrir dómi í gær. "Málið snýst fyrst og fremst um launadeilu milli mín og endurmenntunar rafeindavirkja." Hann sagði greiðslurnar til hans sem helst væri deilt um hafa verið inntar af hendi með ávísunum stíluðum á hann sjálfan. "Það er ólíklegt að nokkrum gæti dottið í hug að hægt væri að stunda fjárdrátt með þeim hætti," bætti hann við. Í einkamáli sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði á hendur Jóni Árna í fyrra var hann dæmdur til að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna sem hann hafði tekið út af reikningi hennar, en í sakamálinu á hendur honum er einungis ákært fyrir tæpar 28 milljónir þar sem hann gat gert grein fyrir ráðstöfun hluta peninganna í þágu Rafiðnaðarskólans. Einkamálinu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem það býður nú þar til niðurstaða fæst í sakamálinu á hendur Jóni Árna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að til sanns vegar megi færa að brugðist hafi ákveðið eftirlit hjá eftirmenntunarnefndinni. "Þeir treystu honum bara fyllilega og sannarlega tókst honum að spila mjög ísmogið á kerfið með því að sækja til stelpnanna á innheimtudeildinni færslulista fyrir alla reikninga sem greitt var inn á, en halda svo eftir einum færslulistanum þegar hann fór með þá til endurskoðanda skólakerfisins," sagði Guðmundur í viðtali við blaðið, en hann var á meðal fjölmargra vitna sem leidd voru fyrir réttinn í gær. Málflutningur heldur áfram í dag. Fjárdráttur Jóns Árna samkvæmt ákæru lögreglunnar í Reykjavík: 1994 2.825.959 kr. 1995 2.870.010 kr. 1996 3.013.833 kr. 1997 4.045.216 kr. 1998 4.146.203 kr. 1999 2.613.769 kr. 2000 5.296.783 kr. 2001 3.972.397 kr. Samtals 28.784.170 kr. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna af svonefndu eftirmenntunargjaldi sem ganga átti til reksturs skólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Þá er Jóni Árna einnig gefið að sök að hafa sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans í Faxafeni, svikið skólann um 450 þúsund krónur með því framvísa falsaðri kvittun fyrir móttöku á málverki eftir Kára Eiríksson. Hann er sagður hafa breytt upphæð hennar úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og "látið færa andvirðið sér til tekna í bókhaldi skólans, þrátt fyrir að ákærði hafi tekið við málverkinu fyrir hönd skólans hjá forsvarsmönnum Rammamiðstöðvarinnar sem greiðslu á skólagjöldum eins nemanda skólans," eins og segir í ákæru. Brotin eru talin varða við 155. og 248. grein almennra hegningarlaga og er í ákæru krafist refsingar. "Ég lýsi mig saklausan af báðum ákæruatriðum," sagði Jón Árni fyrir dómi í gær. "Málið snýst fyrst og fremst um launadeilu milli mín og endurmenntunar rafeindavirkja." Hann sagði greiðslurnar til hans sem helst væri deilt um hafa verið inntar af hendi með ávísunum stíluðum á hann sjálfan. "Það er ólíklegt að nokkrum gæti dottið í hug að hægt væri að stunda fjárdrátt með þeim hætti," bætti hann við. Í einkamáli sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði á hendur Jóni Árna í fyrra var hann dæmdur til að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna sem hann hafði tekið út af reikningi hennar, en í sakamálinu á hendur honum er einungis ákært fyrir tæpar 28 milljónir þar sem hann gat gert grein fyrir ráðstöfun hluta peninganna í þágu Rafiðnaðarskólans. Einkamálinu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem það býður nú þar til niðurstaða fæst í sakamálinu á hendur Jóni Árna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að til sanns vegar megi færa að brugðist hafi ákveðið eftirlit hjá eftirmenntunarnefndinni. "Þeir treystu honum bara fyllilega og sannarlega tókst honum að spila mjög ísmogið á kerfið með því að sækja til stelpnanna á innheimtudeildinni færslulista fyrir alla reikninga sem greitt var inn á, en halda svo eftir einum færslulistanum þegar hann fór með þá til endurskoðanda skólakerfisins," sagði Guðmundur í viðtali við blaðið, en hann var á meðal fjölmargra vitna sem leidd voru fyrir réttinn í gær. Málflutningur heldur áfram í dag. Fjárdráttur Jóns Árna samkvæmt ákæru lögreglunnar í Reykjavík: 1994 2.825.959 kr. 1995 2.870.010 kr. 1996 3.013.833 kr. 1997 4.045.216 kr. 1998 4.146.203 kr. 1999 2.613.769 kr. 2000 5.296.783 kr. 2001 3.972.397 kr. Samtals 28.784.170 kr.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira