Tæpar 30 milljónir á átta árum 8. júlí 2004 00:01 Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna af svonefndu eftirmenntunargjaldi sem ganga átti til reksturs skólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Þá er Jóni Árna einnig gefið að sök að hafa sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans í Faxafeni, svikið skólann um 450 þúsund krónur með því framvísa falsaðri kvittun fyrir móttöku á málverki eftir Kára Eiríksson. Hann er sagður hafa breytt upphæð hennar úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og "látið færa andvirðið sér til tekna í bókhaldi skólans, þrátt fyrir að ákærði hafi tekið við málverkinu fyrir hönd skólans hjá forsvarsmönnum Rammamiðstöðvarinnar sem greiðslu á skólagjöldum eins nemanda skólans," eins og segir í ákæru. Brotin eru talin varða við 155. og 248. grein almennra hegningarlaga og er í ákæru krafist refsingar. "Ég lýsi mig saklausan af báðum ákæruatriðum," sagði Jón Árni fyrir dómi í gær. "Málið snýst fyrst og fremst um launadeilu milli mín og endurmenntunar rafeindavirkja." Hann sagði greiðslurnar til hans sem helst væri deilt um hafa verið inntar af hendi með ávísunum stíluðum á hann sjálfan. "Það er ólíklegt að nokkrum gæti dottið í hug að hægt væri að stunda fjárdrátt með þeim hætti," bætti hann við. Í einkamáli sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði á hendur Jóni Árna í fyrra var hann dæmdur til að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna sem hann hafði tekið út af reikningi hennar, en í sakamálinu á hendur honum er einungis ákært fyrir tæpar 28 milljónir þar sem hann gat gert grein fyrir ráðstöfun hluta peninganna í þágu Rafiðnaðarskólans. Einkamálinu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem það býður nú þar til niðurstaða fæst í sakamálinu á hendur Jóni Árna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að til sanns vegar megi færa að brugðist hafi ákveðið eftirlit hjá eftirmenntunarnefndinni. "Þeir treystu honum bara fyllilega og sannarlega tókst honum að spila mjög ísmogið á kerfið með því að sækja til stelpnanna á innheimtudeildinni færslulista fyrir alla reikninga sem greitt var inn á, en halda svo eftir einum færslulistanum þegar hann fór með þá til endurskoðanda skólakerfisins," sagði Guðmundur í viðtali við blaðið, en hann var á meðal fjölmargra vitna sem leidd voru fyrir réttinn í gær. Málflutningur heldur áfram í dag. Fjárdráttur Jóns Árna samkvæmt ákæru lögreglunnar í Reykjavík: 1994 2.825.959 kr. 1995 2.870.010 kr. 1996 3.013.833 kr. 1997 4.045.216 kr. 1998 4.146.203 kr. 1999 2.613.769 kr. 2000 5.296.783 kr. 2001 3.972.397 kr. Samtals 28.784.170 kr. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna af svonefndu eftirmenntunargjaldi sem ganga átti til reksturs skólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Þá er Jóni Árna einnig gefið að sök að hafa sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans í Faxafeni, svikið skólann um 450 þúsund krónur með því framvísa falsaðri kvittun fyrir móttöku á málverki eftir Kára Eiríksson. Hann er sagður hafa breytt upphæð hennar úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og "látið færa andvirðið sér til tekna í bókhaldi skólans, þrátt fyrir að ákærði hafi tekið við málverkinu fyrir hönd skólans hjá forsvarsmönnum Rammamiðstöðvarinnar sem greiðslu á skólagjöldum eins nemanda skólans," eins og segir í ákæru. Brotin eru talin varða við 155. og 248. grein almennra hegningarlaga og er í ákæru krafist refsingar. "Ég lýsi mig saklausan af báðum ákæruatriðum," sagði Jón Árni fyrir dómi í gær. "Málið snýst fyrst og fremst um launadeilu milli mín og endurmenntunar rafeindavirkja." Hann sagði greiðslurnar til hans sem helst væri deilt um hafa verið inntar af hendi með ávísunum stíluðum á hann sjálfan. "Það er ólíklegt að nokkrum gæti dottið í hug að hægt væri að stunda fjárdrátt með þeim hætti," bætti hann við. Í einkamáli sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði á hendur Jóni Árna í fyrra var hann dæmdur til að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna sem hann hafði tekið út af reikningi hennar, en í sakamálinu á hendur honum er einungis ákært fyrir tæpar 28 milljónir þar sem hann gat gert grein fyrir ráðstöfun hluta peninganna í þágu Rafiðnaðarskólans. Einkamálinu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem það býður nú þar til niðurstaða fæst í sakamálinu á hendur Jóni Árna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að til sanns vegar megi færa að brugðist hafi ákveðið eftirlit hjá eftirmenntunarnefndinni. "Þeir treystu honum bara fyllilega og sannarlega tókst honum að spila mjög ísmogið á kerfið með því að sækja til stelpnanna á innheimtudeildinni færslulista fyrir alla reikninga sem greitt var inn á, en halda svo eftir einum færslulistanum þegar hann fór með þá til endurskoðanda skólakerfisins," sagði Guðmundur í viðtali við blaðið, en hann var á meðal fjölmargra vitna sem leidd voru fyrir réttinn í gær. Málflutningur heldur áfram í dag. Fjárdráttur Jóns Árna samkvæmt ákæru lögreglunnar í Reykjavík: 1994 2.825.959 kr. 1995 2.870.010 kr. 1996 3.013.833 kr. 1997 4.045.216 kr. 1998 4.146.203 kr. 1999 2.613.769 kr. 2000 5.296.783 kr. 2001 3.972.397 kr. Samtals 28.784.170 kr.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira