Lestur hættulegur sjóninni 8. júlí 2004 00:01 Helsta ástæðan fyrir aukinni nærsýni meðal Asíubúa er sú að lífsstíll þeirra hefur tekið miklum breytingum. Nú er svo komið að þar sem ástandið er verst, í Singapúr, eru fjórir af hverjum fimm átján ára piltum sem gegna herþjónustu nærsýnir. Fyrir þrjátíu árum var einungis fjórði hver nýliði nærsýnn. Í grein í New Scientist segir að ein nærtækasta skýringin á því að sífellt fleiri ungmenni greinist nærsýn sé sú að þau einblína mun meira en áður á hluti sem eru nálægt þeim, einkum tölvuskjái, sjónvörp og bækur. Augað aðlagar sig að þessu til að minnka álagið sem þarf til að sjá hluti í fókus. Þetta gerir að verkum að augað á erfiðara með að sjá fjarlægari hluti í fókus. Því hefur lengi verið haldið fram að meiri tíðni nærsýni í Asíu megi rekja til genasamsetningar. Þessu vísa vísindamennirnir Morgan og Kathryn Rose við Háskólann í Sidney á bug, eftir að hafa kannað yfir 40 rannsóknir. Þau segja meiri tengsl milli mikils lestrar og nærsýni en uppruna fólks og nærsýni. Talið er að nærsýni kunni að aukast á Vesturlöndum rétt eins og hún hefur gert í Asíu. Erlent Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Helsta ástæðan fyrir aukinni nærsýni meðal Asíubúa er sú að lífsstíll þeirra hefur tekið miklum breytingum. Nú er svo komið að þar sem ástandið er verst, í Singapúr, eru fjórir af hverjum fimm átján ára piltum sem gegna herþjónustu nærsýnir. Fyrir þrjátíu árum var einungis fjórði hver nýliði nærsýnn. Í grein í New Scientist segir að ein nærtækasta skýringin á því að sífellt fleiri ungmenni greinist nærsýn sé sú að þau einblína mun meira en áður á hluti sem eru nálægt þeim, einkum tölvuskjái, sjónvörp og bækur. Augað aðlagar sig að þessu til að minnka álagið sem þarf til að sjá hluti í fókus. Þetta gerir að verkum að augað á erfiðara með að sjá fjarlægari hluti í fókus. Því hefur lengi verið haldið fram að meiri tíðni nærsýni í Asíu megi rekja til genasamsetningar. Þessu vísa vísindamennirnir Morgan og Kathryn Rose við Háskólann í Sidney á bug, eftir að hafa kannað yfir 40 rannsóknir. Þau segja meiri tengsl milli mikils lestrar og nærsýni en uppruna fólks og nærsýni. Talið er að nærsýni kunni að aukast á Vesturlöndum rétt eins og hún hefur gert í Asíu.
Erlent Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira