Helmingur ósáttur ef herinn færi 12. júlí 2004 00:01 Tæplega 53 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins sögðust verða ósáttir ef Bandaríkjamenn færu með herinn burt úr landi. Rúmlega 47 prósent sögðu að þeir yrðu sáttir við það. Þegar þeir sem tóku ekki afstöðu eru teknir í reikninginn eru 40,8 prósent ósáttir við að varnarliðið fari úr landi, 36,7 prósent eru sátt en 22,6 prósent tóku ekki afstöðu. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins miðað við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 prósent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta vera mikil tíðindi. "Það eru verulega ólík viðhorf með þjóðinni en ráðandi öfl hafa haldið fram. Flestir flokkar hafa haldið fram linnulausum áróðri um nauðsyn hersetunnar, en greinilega mistekist að fá þjóðina með sér." Steingrímur segir sífellt fleiri sjá engan tilgang með veru varnarliðsins hér. Þá telur hann utanríkisstefnu Bandaríkjanna líka skipta máli. "Stríðsrekstur Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra hafa ekki aukið álit fólks á stefnu hernaðarhaukanna og ég efast ekki um að menn sjái samhengi þarna á milli." Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það jákvætt að meirihluti þjóðarinnar hafi skilning á gildi þess að halda uppi öflugum loftvörnum, en telur að margir segjast sáttir þó að herinn fari sökum ergelsis í garð Bandaríkjamanna, fyrir að hafa sent ósýr skilaboð fram til þessa. Hann trúir að fylgismönnum varnarliðsins hér á landi eigi eftir að fjölga þegar varnarmálin hafa verið leidd til lykta. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Tæplega 53 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins sögðust verða ósáttir ef Bandaríkjamenn færu með herinn burt úr landi. Rúmlega 47 prósent sögðu að þeir yrðu sáttir við það. Þegar þeir sem tóku ekki afstöðu eru teknir í reikninginn eru 40,8 prósent ósáttir við að varnarliðið fari úr landi, 36,7 prósent eru sátt en 22,6 prósent tóku ekki afstöðu. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins miðað við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 prósent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta vera mikil tíðindi. "Það eru verulega ólík viðhorf með þjóðinni en ráðandi öfl hafa haldið fram. Flestir flokkar hafa haldið fram linnulausum áróðri um nauðsyn hersetunnar, en greinilega mistekist að fá þjóðina með sér." Steingrímur segir sífellt fleiri sjá engan tilgang með veru varnarliðsins hér. Þá telur hann utanríkisstefnu Bandaríkjanna líka skipta máli. "Stríðsrekstur Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra hafa ekki aukið álit fólks á stefnu hernaðarhaukanna og ég efast ekki um að menn sjái samhengi þarna á milli." Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það jákvætt að meirihluti þjóðarinnar hafi skilning á gildi þess að halda uppi öflugum loftvörnum, en telur að margir segjast sáttir þó að herinn fari sökum ergelsis í garð Bandaríkjamanna, fyrir að hafa sent ósýr skilaboð fram til þessa. Hann trúir að fylgismönnum varnarliðsins hér á landi eigi eftir að fjölga þegar varnarmálin hafa verið leidd til lykta. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira