Mikilvægt að setja markmið 13. október 2005 14:24 Sæll Ingólfur Hrafnkell ! Mig langar að vita hvað þú ráðleggur varðandi sparnað fyrir ungt fólk sem ekki er búið að kaupa eigið húsnæði og er í háskóla? Einnig langar mig að vita hvaða álit þú hefur á söfnunarlíftryggingum fyrir ungt fólk? Kveðja ! Guðlaug B. Guðjónsdóttir Sæl Guðlaug. Það fyrsta sem þú ættir að gera er að setja þér markmið fyrir næstu þrjú til fimm árin. Spurðu þig hvernig þú viljir sjá fjármálin þín líta út að þeim tíma liðnum. Það er allt í lagi að setja sér háleit markmið því þau eru ekki síður raunhæf en hin hófsömu. Settu þér markmið fyrir alla útgjaldaliðina þrjá: Sparnað, framfærslu og skuldir. Láttu framfærsluna þína eða væntanlegar greiðslur af námslánum eða öðrum skuldum ekki hafa áhrif á sparnaðinn og öfugt. Það er nefnilega farsælast að sinna hverjum útgjaldalið fyrir sig óháð hinum. Þú spyrð um sparnaðinn sérstaklega. Þar ráðlegg ég þér að spara í tvennum tilgangi. Annars vegar til þess að eiga fyrir stærri eða óvæntum útgjöldum svo þú þurfir ekki að taka neyslulán. Hins vegar til þess að fjárfesta seinna í einhverju sem gæti skilað þér arði. Ég ráðlegg þér því að taka hluta af tekjum þínum, hverjar svo sem þær eru, og leggja þær fyrir. Prófaðu 10% til að byrja með. Ekki ætla þér að spara of háa upphæð. Í sparnaði er það ekki upphæðin sem skiptir máli heldur vextirnir og tíminn sem þú gefur þér í sparnaðinn. Í sparnaði er þolinmæði dyggð. Álit mitt á söfnunarlíftryggingu fer eftir því hvað ég myndi ætla mér með henni. Liti ég á líftrygginguna sem öryggi fyrir fjölskyldu mína, ef ég félli skyndilega frá hefði ég lítið með sparnaðarhlutann að gera. Væri ég hins vegar að horfa á mögulegan sparnað eða útborgun úr tryggingunni eftir einhvern árafjölda, myndi ég frekar skoða hvort ég fyndi ekki aðrar og áhrifaríkari sparnaðarleiðir. Þú finnur einfaldlega sjálf rétta svarið með því að spyrja þig um tilganginn og hver sé besta leiðin til þess að ná honum. Gangi þér vel, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi. Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is Fjármál Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sæll Ingólfur Hrafnkell ! Mig langar að vita hvað þú ráðleggur varðandi sparnað fyrir ungt fólk sem ekki er búið að kaupa eigið húsnæði og er í háskóla? Einnig langar mig að vita hvaða álit þú hefur á söfnunarlíftryggingum fyrir ungt fólk? Kveðja ! Guðlaug B. Guðjónsdóttir Sæl Guðlaug. Það fyrsta sem þú ættir að gera er að setja þér markmið fyrir næstu þrjú til fimm árin. Spurðu þig hvernig þú viljir sjá fjármálin þín líta út að þeim tíma liðnum. Það er allt í lagi að setja sér háleit markmið því þau eru ekki síður raunhæf en hin hófsömu. Settu þér markmið fyrir alla útgjaldaliðina þrjá: Sparnað, framfærslu og skuldir. Láttu framfærsluna þína eða væntanlegar greiðslur af námslánum eða öðrum skuldum ekki hafa áhrif á sparnaðinn og öfugt. Það er nefnilega farsælast að sinna hverjum útgjaldalið fyrir sig óháð hinum. Þú spyrð um sparnaðinn sérstaklega. Þar ráðlegg ég þér að spara í tvennum tilgangi. Annars vegar til þess að eiga fyrir stærri eða óvæntum útgjöldum svo þú þurfir ekki að taka neyslulán. Hins vegar til þess að fjárfesta seinna í einhverju sem gæti skilað þér arði. Ég ráðlegg þér því að taka hluta af tekjum þínum, hverjar svo sem þær eru, og leggja þær fyrir. Prófaðu 10% til að byrja með. Ekki ætla þér að spara of háa upphæð. Í sparnaði er það ekki upphæðin sem skiptir máli heldur vextirnir og tíminn sem þú gefur þér í sparnaðinn. Í sparnaði er þolinmæði dyggð. Álit mitt á söfnunarlíftryggingu fer eftir því hvað ég myndi ætla mér með henni. Liti ég á líftrygginguna sem öryggi fyrir fjölskyldu mína, ef ég félli skyndilega frá hefði ég lítið með sparnaðarhlutann að gera. Væri ég hins vegar að horfa á mögulegan sparnað eða útborgun úr tryggingunni eftir einhvern árafjölda, myndi ég frekar skoða hvort ég fyndi ekki aðrar og áhrifaríkari sparnaðarleiðir. Þú finnur einfaldlega sjálf rétta svarið með því að spyrja þig um tilganginn og hver sé besta leiðin til þess að ná honum. Gangi þér vel, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi. Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is
Fjármál Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira