Þung undiralda 14. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ókyrrðin og ójafnvægið í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir á sér ekki hliðstæðu á þeim þrettán árum sem Davíð Oddsson hefur verið í forystu fyrir ríkisstjórnum á Íslandi. Raunar er enga samsvörun að finna á öllum lýðveldistímanum ef horft er á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin og virðist á góðri leið með að breytast í stjórnskipunarkreppu. Frá 1991 hefur Davíð Oddsson sem formaður Sjálfstæðisflokksins stýrt þjóðarskútunni, fyrst með Alþýðuflokknum í fjögur ár og síðan með Framsóknarflokknum í níu ár. Þetta hefur verið mikið og gjöfult framfaraskeið. Þótt oft hafi gefið á bátinn og skipst á skin og skúrir er höfuðeinkenni þessa tímabils, þegar á megindrættina er litið, örugg sigling og stöðugleiki. Á það jafnt við um efnahags- og atvinnulífið sem stjórnmálakerfið. Segja má að veigamesta framlag Davíðs Oddssonar til íslenskra stjórnmála frá því í upphafi tíunda áratugarins felist í forystu hans um að koma þessum stöðugleika á og viðhalda honum. Davíð Oddsson hóf stjórnmálaferil sinn við allt aðrar aðstæður á áttunda áratugnum. Efnahags- og atvinnulífið einkenndist þá af miklu ójafnvægi. Glundroði ríkti í landsstjórninni. Frá 1971 til 1983 sátu fimm mismunandi ríkisstjórnir við völd. Þar var hver höndin uppi á móti annarri. Ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti sátu ráðherrar á neyðarfundum með ráðgjöfum sínum og sérfræðingum til að að koma í veg fyrir kollsteypu í þjóðarbúskapnum eins og frægt hefur orðið. Verkföll og vinnudeilur voru daglegt brauð. Ástandið skánaði á seinni hluta níunda áratugarins en það var ekki fyrr en á hinum tíunda sem þáttaskil urðu og óstöðugleikinn var að baki. Þau tímamót eru í sjálfu sér ekki Davíð Oddssyni og störfum hans að þakka. Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990, aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu og breytingar á innviðum og umgjörð efnahagskerfisins réðu úrslitum. Framlag forsætisráðherra fólst í leiða stjórnfestu og skynsemi til öndvegis samtímis hinum miklu þjóðfélagsbreytingum. Í þessu sögulega ljósi eru atburðirnir að undanförnu eins og stílrof í miklu og góðu bókmenntaverki. Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvers vegna þetta hefur gerst. Ekki er víst að svarið fáist með því að einblína á þau mál sem verið hafa í brennidepli þótt hluti skýringarinnar liggi þar. Meiri ástæða er til að ætla að stjórnsemin, sem nauðsynleg var í upphafi, hafi smám saman breyst í svo þrákelknislegt og jafnvel þrúgandi ráðríki foringjastjórnmála að þjóðinni hafi verið farið að líða illa. Enginn vill afturhvarf til ráðleysis og óvissu stjórnmála og efnahagsmála áttunda og níunda áratugarins. En stjórnlyndið, sem við erum nú vitni að, og fylgifiskur þess, hugmyndalegt einlyndi, er satt að segja engu betra. Það er þjóðarnauðsyn að af þessari óheillabraut verði snúið hið fyrsta. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfa að gæta sín á því að vanmeta ekki aðstæðurnar; óróinn að undanförnu er áreiðanlega ekki gárur á yfirborðinu heldur vitnisburður um þunga undiröldu óánægju í þjóðfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ókyrrðin og ójafnvægið í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir á sér ekki hliðstæðu á þeim þrettán árum sem Davíð Oddsson hefur verið í forystu fyrir ríkisstjórnum á Íslandi. Raunar er enga samsvörun að finna á öllum lýðveldistímanum ef horft er á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin og virðist á góðri leið með að breytast í stjórnskipunarkreppu. Frá 1991 hefur Davíð Oddsson sem formaður Sjálfstæðisflokksins stýrt þjóðarskútunni, fyrst með Alþýðuflokknum í fjögur ár og síðan með Framsóknarflokknum í níu ár. Þetta hefur verið mikið og gjöfult framfaraskeið. Þótt oft hafi gefið á bátinn og skipst á skin og skúrir er höfuðeinkenni þessa tímabils, þegar á megindrættina er litið, örugg sigling og stöðugleiki. Á það jafnt við um efnahags- og atvinnulífið sem stjórnmálakerfið. Segja má að veigamesta framlag Davíðs Oddssonar til íslenskra stjórnmála frá því í upphafi tíunda áratugarins felist í forystu hans um að koma þessum stöðugleika á og viðhalda honum. Davíð Oddsson hóf stjórnmálaferil sinn við allt aðrar aðstæður á áttunda áratugnum. Efnahags- og atvinnulífið einkenndist þá af miklu ójafnvægi. Glundroði ríkti í landsstjórninni. Frá 1971 til 1983 sátu fimm mismunandi ríkisstjórnir við völd. Þar var hver höndin uppi á móti annarri. Ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti sátu ráðherrar á neyðarfundum með ráðgjöfum sínum og sérfræðingum til að að koma í veg fyrir kollsteypu í þjóðarbúskapnum eins og frægt hefur orðið. Verkföll og vinnudeilur voru daglegt brauð. Ástandið skánaði á seinni hluta níunda áratugarins en það var ekki fyrr en á hinum tíunda sem þáttaskil urðu og óstöðugleikinn var að baki. Þau tímamót eru í sjálfu sér ekki Davíð Oddssyni og störfum hans að þakka. Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990, aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu og breytingar á innviðum og umgjörð efnahagskerfisins réðu úrslitum. Framlag forsætisráðherra fólst í leiða stjórnfestu og skynsemi til öndvegis samtímis hinum miklu þjóðfélagsbreytingum. Í þessu sögulega ljósi eru atburðirnir að undanförnu eins og stílrof í miklu og góðu bókmenntaverki. Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvers vegna þetta hefur gerst. Ekki er víst að svarið fáist með því að einblína á þau mál sem verið hafa í brennidepli þótt hluti skýringarinnar liggi þar. Meiri ástæða er til að ætla að stjórnsemin, sem nauðsynleg var í upphafi, hafi smám saman breyst í svo þrákelknislegt og jafnvel þrúgandi ráðríki foringjastjórnmála að þjóðinni hafi verið farið að líða illa. Enginn vill afturhvarf til ráðleysis og óvissu stjórnmála og efnahagsmála áttunda og níunda áratugarins. En stjórnlyndið, sem við erum nú vitni að, og fylgifiskur þess, hugmyndalegt einlyndi, er satt að segja engu betra. Það er þjóðarnauðsyn að af þessari óheillabraut verði snúið hið fyrsta. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfa að gæta sín á því að vanmeta ekki aðstæðurnar; óróinn að undanförnu er áreiðanlega ekki gárur á yfirborðinu heldur vitnisburður um þunga undiröldu óánægju í þjóðfélaginu
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun