Alltaf verið matvandur 15. júlí 2004 00:01 Þó að Sigurður Þ. Ragnarsson, oftar nefndur Siggi stormur, sé oft djarfur í veðurspám fyrir landann er hann ragur eins og kettlingur þegar kemur að framandi mat. Hann segir að það megi rekja til þess að hann hefur alltaf verið matvandur þó að matarsmekkurinn hafi vissulega þroskast á seinni árum. "Ég er ótrúlega smeykur við framandi exótíska rétti og held mig við það sem ég þekki best," segir Siggi. "En bara það að uppáhaldsmaturinn minn skuli vera humar sannar að ég er á réttri leið. Ég hefði ekki sett hann inn fyrir mínar varir fyrir fimm árum." Siggi eldar humarinn sjálfur og lumar á allskyns göldrum í matreiðslunni. "Ég leik mér með humarinn, grilla hann bæði í skel og án, marínera hann í hvítlaukslegi og örlitlum pipar og svo bý ég til humarsúpu, svo dæmi sé tekið. Við erum að tala hérna um alvöru flauelsmat," segir Siggi, og rymur í honum við tilhugsunina. "Í súpuna nota ég lúðu og skötusel, sem er reyndar enn einn fiskurinn sem ég hefði einhverntíma neitað að borða, og með súpunni vil ég hafa gourmé-brauð og gott Chardonnay-hvítvín." Siggi segist vera rjómasósumaður og býr til dýrðlegar sósur með grillaða humarnum. "Svo er mikilvægt fyrir mig að hreinsa görnina úr, ég borða nefnilega ekki garnir," segir hann ákveðinn. Aðspurður hvort hann sé í góðum "humarsamböndum" segist Siggi eiga góða vini og neitar að ræða það meir. "Þetta er dýr matur og ég elda hann oft. Það segir allt sem þarf." Siggi segist vera allur af vilja gerður að víkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að mat og matargerð. "Ólívur, hummus og kus kus eru ekki enn á matseðlinum, en ég er að minnsta kosti búin að taka hvítlaukinn inn. Þetta kemur smátt og smátt, sem er eiginlega nauðsynlegt, því þegar veðurkortunum sleppir finnst mér skemmtilegast að elda mat," segir hann og lofar að lokum bongóblíðu um helgina. Matur Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Sjá meira
Þó að Sigurður Þ. Ragnarsson, oftar nefndur Siggi stormur, sé oft djarfur í veðurspám fyrir landann er hann ragur eins og kettlingur þegar kemur að framandi mat. Hann segir að það megi rekja til þess að hann hefur alltaf verið matvandur þó að matarsmekkurinn hafi vissulega þroskast á seinni árum. "Ég er ótrúlega smeykur við framandi exótíska rétti og held mig við það sem ég þekki best," segir Siggi. "En bara það að uppáhaldsmaturinn minn skuli vera humar sannar að ég er á réttri leið. Ég hefði ekki sett hann inn fyrir mínar varir fyrir fimm árum." Siggi eldar humarinn sjálfur og lumar á allskyns göldrum í matreiðslunni. "Ég leik mér með humarinn, grilla hann bæði í skel og án, marínera hann í hvítlaukslegi og örlitlum pipar og svo bý ég til humarsúpu, svo dæmi sé tekið. Við erum að tala hérna um alvöru flauelsmat," segir Siggi, og rymur í honum við tilhugsunina. "Í súpuna nota ég lúðu og skötusel, sem er reyndar enn einn fiskurinn sem ég hefði einhverntíma neitað að borða, og með súpunni vil ég hafa gourmé-brauð og gott Chardonnay-hvítvín." Siggi segist vera rjómasósumaður og býr til dýrðlegar sósur með grillaða humarnum. "Svo er mikilvægt fyrir mig að hreinsa görnina úr, ég borða nefnilega ekki garnir," segir hann ákveðinn. Aðspurður hvort hann sé í góðum "humarsamböndum" segist Siggi eiga góða vini og neitar að ræða það meir. "Þetta er dýr matur og ég elda hann oft. Það segir allt sem þarf." Siggi segist vera allur af vilja gerður að víkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að mat og matargerð. "Ólívur, hummus og kus kus eru ekki enn á matseðlinum, en ég er að minnsta kosti búin að taka hvítlaukinn inn. Þetta kemur smátt og smátt, sem er eiginlega nauðsynlegt, því þegar veðurkortunum sleppir finnst mér skemmtilegast að elda mat," segir hann og lofar að lokum bongóblíðu um helgina.
Matur Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Sjá meira